Sport

Wise hættur hjá Millwall

Dennis Wise hefur sagt upp stöðu sinni sem framkvæmdastjóri enska fyrstu deildar liðsins Millwall eftir 18 mánuði í starfi. Þessi fyrrum landsliðsmaður Englands tilkynnti þetta eftir 0-0 jafntefli gegn Burnley í síðasta leik Millwall á tímabilinu. Miklar breytingar eru framundan hjá félaginu og til að mynda mun stjórnarformaður félagsins, Theo Paphitis, láta af störfum og Jeff Burnige taka við. Wise stýrði Millwall til úrslita ensku bikarkeppninnar á síðasta tímabili og spiluðu þeir í Uefa keppninni í haust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×