Sport

Burley aðvarar úrvalsdeildariliðin

George Burley, stjóri Derby, hefur varað kollega sína hjá Bolton og Everton við því aukna álagi sem mun fylgja þáttöku í Evrópukeppninni á næsta ári. Burley talar af reynslu í þessum efnum, því þegar hann stýrði liði Ipswich um aldamótin síðustu, féll liðið árið eftir að hafa lent í fimmta sæti deildarinnar og kennir Burley álaginu í Evrópukeppninni að miklu leiti um slæmt gengi liðsins árið eftir. "Það getur haft í för með sér stóra ókosti líka að fara í Evrópukeppnina, sérstaklega fyrir lið sem eru ekki þeim mun betur stæð. Það er ekkert mál fyrir stóru liðin, sem hafa á að skipa stórum leikmannahópum og geta dreift álaginu. Það sem Moyes hjá Everton og Allardyce hjá Bolton hafa gert í vetur er frábært. Þeir hafa náð góðum árangri af vanefnum, en þeir verða að vera á varðbergi á næsta keppnistímabili," sagði Burley.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×