Sport

Schumacher gefst ekki upp

Heimsmeistarinn Michael Schumacer hefur ekki gefið upp alla von í að verja titil sinn, þrátt fyrir að hvorki gangi né reki hjá honum þessa dagana. Schumacher var í þriðja sæti í keppni helgarinnar á Spáni, þegar sprakk á bíl hans eftir að hann nýkominn út af viðgerðarsvæðinu. "Ég veit ekki hvað gerðist, en það var vissulega mjög svekkjandi að þurfa að ljúka keppni," sagði Þjóðverjinn. "Útlitið er ekki sérlega gott fyrir okkur í dag, en við ætlum ekkert að gefast neitt upp, það er enn nóg eftir af tímabilinu og við erum að keyra ágætlega," sagði Schumacer.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×