Fleiri fréttir Villareal í þriðja sætið Villareal náði í gær þriðja sætinu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið sigraði Athletic Bilbao 3-1. Jose Mari skoraði tvö marka Villareal og Diego Forlan eitt en hann hefur nú skorað 18 mörk, jafnmörg og Samuel Eto´o hjá Barcelona. Zaragoza og Valencia gerðu 2-2 jafntefli og Real Sociedad sigraði Osasuna 2-0. 3.4.2005 00:01 Clijsters sigraði á Nasdaq-mótinu Kim Clijsters frá Belgíu sigraði Mariu Sharapovu Rússlandi í úrslitaleik á Nasdaq-mótinu í tennis á Miami í Flórída í gærkvöldi. Clijsters lék nánast ekkert í fyrra vegna meiðsla og um tíma stefndi í að hún yrði að hætta keppni. Hún féll niður í 133. sæti á styrkleikalistanum eftir að hafa verið í fyrsta sæti um tíma. Clijsters hóf að keppa aftur í febrúar og hefur unnið 14 leiki síðan og aðeins tapað einum. 3.4.2005 00:01 BellSouth-mótið stytt vegna veðurs Mótshaldarar á Bellsouth Classic mótinu í golfi í Duluth í Georgíufylki í Bandaríkjunum ákváðu í gær að stytta mótið í 54 holur. Í gær var loksins hægt að hefja keppni en ekki tókst öllum kylfingum að ljúka við 18 holur. Rigning og rok hefur verið á mótsstaðnum en Bandaríkjamaðurinn Billy Mayfair hefur forystu, er á 4 höggum undir pari eftir 13 holur. 3.4.2005 00:01 Íslandsmótið í badminton í gær Skemmtilegu Íslandsmeistaramóti í badminton lauk í gær og segja má að þau Helgi Jóhannesson og Ragna Ingólfsdóttir úr TBR hafi verið sigurvegarar mótsins, því þau unnu bæði tvöfalt, bæði í einliða- og tvíliðaleik karla og kvenna. 3.4.2005 00:01 Enn sigrar Broddi Broddi Kristjánsson er margfaldur Íslandsmeistari í badminton og bætti enn einum titlinum í safnið í gær þegar hann varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla, ásamt Helga Jóhannessyni sem hafði mínútum áður tryggt sér titilinn í einliðaleik. 3.4.2005 00:01 Bowyer og Dyer biðjast afsökunar Á blaðamannafundi eftir leik Newcastle og Aston Villa í gær, sátu leikmennirnir skömmustulegir sitt hvoru megin við knattspuyrnustjóra sinn, Graeme Souness og gáfu út afsökunarbeiðnir sínar, eftir að hafa slegist eins og hundar inni á vellinum í tapleiknum í gær. 3.4.2005 00:01 Veikleikar í svæðisvörn Keflavíkur Hlynur Bæringsson er bjartsýnn fyrir annan leik Snæfells og Keflavíkur í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn, sem háður verður í Stykkishólmi í kvöld og telur sína menn geta nýtt sér veikleika í keflvíska liðinu. 3.4.2005 00:01 Færri þristar hjá Keflavík Keflvíkingar hafa unnið 6 af 8 leikjum sínum í úrslitakeppni Intersportdeildar karla í körfubolta og stefna ótrauðir á það að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð og í fimmta sinn á síðustu átta árum. 3.4.2005 00:01 Ragnheiður í KR Ragnheiður Ragnarsdóttir, fjórfaldur Íslandsmethafi í skriðsundi og fjórsundi, hefur ákveðið að ganga til liðs við Sunddeild KR en hún hefur æft og keppt með SH undanfarin fjögur ár. 3.4.2005 00:01 Ekkert aprílgabb á HSÍ Öll stóru íþróttasamböndin voru með létt og skemmtileg aprílgöbb nema Handknattleikssamband Íslands, HSÍ. 3.4.2005 00:01 Enn vinnur Renault Renault-liðið sannaði í gær að árangur liðsins í fyrstu keppnum ársins var engin tilviljun. Spánverjinn Fernando Alonso vann sitt annað mót í röð þegar keppt var í Barein og það sannfærandi. 3.4.2005 00:01 Sigur hjá Ólafi Stefáns Fyrri leikirnir í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta fóru fram um helgina. Á laugardag tóku Evrópumeistarar Celje Lasko á móti spænska stórliðinu Barcelona í Celje og sigruðu heimamenn með þriggja marka mun, 34-31 3.4.2005 00:01 Flugeldasýning á Egilsstöðum Lið Hattar á Egilstöðum tryggði sér í kvöld sæti í Úrvalsdeildinni í körfuknattleik þegar liðið burstaði Val í öðrum leik liðanna eystra. 3.4.2005 00:01 Elsa og Jakob sigursæl í göngu Ólafsfirðingurinn Elsa Guðrún Jónsdóttir og Ísfirðingurinn Jakob Einar Jakobsson hafa verið sigursæl á Skíðamóti Íslands sem fram fer á Sauðárkróki. Þau hafa unnið fern gullverðlaun í skíðagöngu. Bæði höfðu mikla yfirburði í keppni með frjálsri aðferð í gær. 2.4.2005 00:01 KR lagði KA í deildarbikar Tveir leikir voru í deildabikar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. KR sigraði KA 1-0 með marki Tryggva Bjarnasonar. Fylkir vann Víking 3-0. Guðni Rúnar Helgason, Sævar Þór Gíslason og Helgi Valur Daníelsson skoruðu mörkin. FH og Keflavík keppa á Stjörnuvelli í dag klukkan 13. 2.4.2005 00:01 Sigfús lék aftur með Magdeburg Landsliðsmaðurinn, Sigfús Sigurðsson, lék sinn fyrsta leik í langan tíma þegar Magdeburg sigraði Minden 32-24 í þýska handboltanum í gærkvöldi. Sigfús skoraði eitt mark. Magdeburg er í þriðja sæti deildarinnar með 38 stig, 6 stigum á eftir Kiel og Flensburg. 2.4.2005 00:01 Sjö mörk Dags dugðu ekki Dagur Sigurðsson skoraði 7 mörk þegar lið hans Bregenz tapaði með eins marks mun 30-29 fyrir Krems í uppgjöri efstu liðanna í austuríska handboltanum. Dagur hafði mest áður skorað 6 mörk í úrslitakeppninni í leik í febrúar og er núna fjórði markahæstur í Bregenz-liðinu. 2.4.2005 00:01 Íslandsmót í badminton um helgina Íslandsmótið í badminton hófst í húsakynnum TBR við Gnoðarvog í gærkvöldi. 96 keppendur frá sjö félögum taka þátt í mótinu. Úrslitaleikirnir í meistaraflokki verða á sunnudag. 2.4.2005 00:01 Keppt í karate í dag Íslandsmótið í kata í karate verður í Smáranum í Kópavogi í dag. 44 keppendur frá fimm félögum eru skráðir til keppni en úrslitin hefjast klukkan 16. 2.4.2005 00:01 Pistons komnir í úrslitakeppnina 13 leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi. Meistarnir í Detroit Pistons tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Los Angeles Clippers 97-84. Dallas tryggði sér einnig sæti í úrslitakeppninni með sigri á Philadelphia 100-83. Dirk Nowitski skoraði 29 stig fyrir Dallas en leikur Dallas og Cleveland verður sýndur á Sýn annað kvöld. 2.4.2005 00:01 Federer í úrslit á Nasdaq-mótinu Svisslendingurinn Roger Federer sigraði Bandaríkjamanninn Andre Agassi í undanúrslitum á Nasdaq-mótinu í tennis í Miami á Flórída í gærkvöldi. Federer mætir Spánverjanum Rafael Nadal í úrslitum en Nadal vann landa sinn David Ferrer í undanúrslitum. 2.4.2005 00:01 Veður hamlar keppni á BellSouth Vegna veðurs hafa kylfingar enn ekki hafið leik á BellSouth Classic mótinu í golfi á Sugarloaf-vellinum í Duluth í Georgíufylki. Mótshaldarar standa frammi fyrir miklum vanda því Masters-mótið hefst á fimmtudag og ef BellSouth-mótinu lýkur ekki fyrr en á mánudag þá fá kylfingar eins og Phil Mickelson litla hvíld fyrir Masters-mótið. 2.4.2005 00:01 Broadhurst og Lima efstir Englendingurinn Paul Broadhurst og Portúgalinn Jose Filipe Lima hafa forystu þegar keppni er hálfnuð á Estoril-mótinu í Portúgal. Þeir eru á átta höggum undir pari og hafa eins höggs forystu á Englendingana Barry Lane og Simon Dyce. Vegna rigningar í morgun var keppni frestað en þá höfðu þeir bestu ekki hafið leik. 2.4.2005 00:01 Perry bjargaði Charlton Varnarjaxlinn Chris Perry var hetja Charlton þegar liðið tók á móti Man City í ensku úrvaldsdeildinni í dag á The Valley. Hermann Hreiðarsson skoraði sjálfsmark strax á 4. mínútu og City komið yfir. 2.4.2005 00:01 Brynjar og Ívar í byrjunarliði Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson eru í byrjunarliði félaga sinna í ensku 1. deildinni í dag, en þeir eru einu Íslendingarnir sem það eru. Brynjar Björn byrjar á miðjunni hjá Watford sem sækir Burnley heim á Turf Moor. 2.4.2005 00:01 Souness hefur trú á Shearer Graeme Souness, framkvæmdastjóri Newcastle, sagði í dag að hann hefði mikla trú á þjálfarahæfileikum Alan Shearer og að hann myndi vilja gefa eftir stjórasætið sitt til hans, en aðeins þegar hans verki er lokið. 2.4.2005 00:01 ÍBV í undanúrslitin Íslandsmeistarar ÍBV í sigruðu Víking í dag, 28-22, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna og einvígið 2-0, en þær höfðu áður sigraði í Eyjum. 2.4.2005 00:01 Enski: Arsenal yfir Nú fara fram 6 leikir í ensku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu. Á Highbury kom Thierry Henry Arsenal í 2-0 áður en Darren Huckerby minnkaði muninn og staðan þar 2-1 í leikhléi. 2.4.2005 00:01 Schalke og Bayern unnu bæði Toppliðin í þýska boltanum, Schalke og Bayern Munchen, sigruðu bæði leiki sína í þýsku Bundesliga í dag. 2.4.2005 00:01 Henry með þrennu gegn Norwich Frakkinn Thierry Henry var allt í öllu er Arsenal sigraði Norwich örugglega á Highbury í ensku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu í dag. 2.4.2005 00:01 Blackburn náði jafntefli Blackburn Rovers gerði sér lítið fyrir og náði jafntefli á Old Trafford í dag í ensku úrvaldsdeildinni, en lokatölur urðu 0-0. 2.4.2005 00:01 Biscan hetja Liverpool Igor Biscan var hetja Liverpool er hann skoraði sigurmark liðsins undir lok leiksins gegn Bolton á Anfield í ensku úrvaldsdeildinni í dag. Djimi Traore sendi góðan bolta fyrir frá vinstri og þar kom Biscan aðsvífandi, hafði betur í skallaeinvígi við Tal Ben Haim og hamraði boltann á milli fóta Kevin Nolan og í netið, frábært mark hjá Króatanum. 2.4.2005 00:01 Heimsmetið handan við hornið Kraftlyftingaheimurinn tók eftir því á dögunum þegar ungur Íslendingur "lék sér" með 400 kíló í réttstöðulyftu á æfingu og lyfti þyngdinni fjórum sinnum fyrir viðstadda. 2.4.2005 00:01 Dyer og Bowyer í slagsmálum Sá undarlegi atburður átti sér stað í leik Newcastle og Aston Villa á St James Park í ensku úrvaldsdeildinni í dag að Kieron Dyer og Lee Bowyer voru reknir af velli fyrir slagsmál. Þetta væri kannski ekki frásögu færandi nema að þeir eru samherjar hjá Newcastle. 2.4.2005 00:01 Þrír leikir í NBA í nótt Þrír leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Minnesota Timberwolves unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir fengu Los Angeles Lakers í heimsókn. Leikurinn fór 105-96 fyrir Wolves, sem greinilega hafa ekki gefið upp alla von í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. 1.4.2005 00:01 Alberto biður Owen afsökunar 1.4.2005 00:01 Atouba fær þriggja leikja bann Kamerúninn Timothee Atouba hjá Tottenham Hotspur hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandinu. 1.4.2005 00:01 Sherer semur við Newcastle Alan Shearer, leikmaður Newcastle hefur framlengt samning sinn við félagið og mun því ekki leggja skóna á hilluna í ár eins og til stóð. 1.4.2005 00:01 Scholes feginn fríinu Paul Scholes, miðvallarleikmaður Manchester United og fyrrum leikmaður enska landsliðsins, segist feginn því að fá frí frá landsliðinu. 1.4.2005 00:01 Bellamy leikmaður mánaðarins Vandræðagemsinn Craig Bellamy, sem er í láni hjá skosku meisturunum í Celtic, hefur verið kosinn leikmaður mánaðarins í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 1.4.2005 00:01 Nýr Ferrari öflugur Michael Schumacher og Rubens Barrichello hjá Ferrari náðu bestum tíma aðalökumanna á æfingum í morgun, en þeir keppa á nýja bílnum frá liðinu í fyrsta sinn um helgina. 1.4.2005 00:01 Elsa hlutskörpust í 5 km göngu Elsa Guðrún Jónsdóttir, Ólafsfirði, sigraði í 5 kílómetra göngu á Skíðamóti Íslands sem hófst á Sauðárkróki í gær. Elsa Guðrún varð rúmri mínútu á undan Stellu Hjaltadóttur, Ísafirði, sem varð önnur. Sólveg Guðmundsdóttir frá Ísafirði varð þriðja. 1.4.2005 00:01 Zidane aftur í landsliðið? Zinedine Zidane útilokar ekki að spila með franska landsliðinu á nýjan leik. Zidane tilkynnti í fyrra að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna. Í samtali við franska blaðið <em>L´Equipe</em> í morgun segist Zidane vilja hjálpa landsliðinu að komast í úrslit heimsmeistaramótsins í Þýskalandi á næsta ári. 1.4.2005 00:01 Gríðarleg ásókn í miða á HM Sölu miða á úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Þýskalandi á næsta ári lauk í gær. Rúmlega milljón manns í 195 löndum óskuðu eftir því að kaupa 10 milljón miða eða 12 sinnum meira en nam framboðinu. Alls voru 812 þúsund miðar í boði. 1.4.2005 00:01 Ferreira meiddur Portúgalski varnarmaðurinn Paulo Ferreira hjá Chelsea hefur greinst með fótbrot og svo gæti farið að kappinn léki ekki meira með liði sínu á tímabilinu. 1.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Villareal í þriðja sætið Villareal náði í gær þriðja sætinu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið sigraði Athletic Bilbao 3-1. Jose Mari skoraði tvö marka Villareal og Diego Forlan eitt en hann hefur nú skorað 18 mörk, jafnmörg og Samuel Eto´o hjá Barcelona. Zaragoza og Valencia gerðu 2-2 jafntefli og Real Sociedad sigraði Osasuna 2-0. 3.4.2005 00:01
Clijsters sigraði á Nasdaq-mótinu Kim Clijsters frá Belgíu sigraði Mariu Sharapovu Rússlandi í úrslitaleik á Nasdaq-mótinu í tennis á Miami í Flórída í gærkvöldi. Clijsters lék nánast ekkert í fyrra vegna meiðsla og um tíma stefndi í að hún yrði að hætta keppni. Hún féll niður í 133. sæti á styrkleikalistanum eftir að hafa verið í fyrsta sæti um tíma. Clijsters hóf að keppa aftur í febrúar og hefur unnið 14 leiki síðan og aðeins tapað einum. 3.4.2005 00:01
BellSouth-mótið stytt vegna veðurs Mótshaldarar á Bellsouth Classic mótinu í golfi í Duluth í Georgíufylki í Bandaríkjunum ákváðu í gær að stytta mótið í 54 holur. Í gær var loksins hægt að hefja keppni en ekki tókst öllum kylfingum að ljúka við 18 holur. Rigning og rok hefur verið á mótsstaðnum en Bandaríkjamaðurinn Billy Mayfair hefur forystu, er á 4 höggum undir pari eftir 13 holur. 3.4.2005 00:01
Íslandsmótið í badminton í gær Skemmtilegu Íslandsmeistaramóti í badminton lauk í gær og segja má að þau Helgi Jóhannesson og Ragna Ingólfsdóttir úr TBR hafi verið sigurvegarar mótsins, því þau unnu bæði tvöfalt, bæði í einliða- og tvíliðaleik karla og kvenna. 3.4.2005 00:01
Enn sigrar Broddi Broddi Kristjánsson er margfaldur Íslandsmeistari í badminton og bætti enn einum titlinum í safnið í gær þegar hann varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla, ásamt Helga Jóhannessyni sem hafði mínútum áður tryggt sér titilinn í einliðaleik. 3.4.2005 00:01
Bowyer og Dyer biðjast afsökunar Á blaðamannafundi eftir leik Newcastle og Aston Villa í gær, sátu leikmennirnir skömmustulegir sitt hvoru megin við knattspuyrnustjóra sinn, Graeme Souness og gáfu út afsökunarbeiðnir sínar, eftir að hafa slegist eins og hundar inni á vellinum í tapleiknum í gær. 3.4.2005 00:01
Veikleikar í svæðisvörn Keflavíkur Hlynur Bæringsson er bjartsýnn fyrir annan leik Snæfells og Keflavíkur í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn, sem háður verður í Stykkishólmi í kvöld og telur sína menn geta nýtt sér veikleika í keflvíska liðinu. 3.4.2005 00:01
Færri þristar hjá Keflavík Keflvíkingar hafa unnið 6 af 8 leikjum sínum í úrslitakeppni Intersportdeildar karla í körfubolta og stefna ótrauðir á það að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð og í fimmta sinn á síðustu átta árum. 3.4.2005 00:01
Ragnheiður í KR Ragnheiður Ragnarsdóttir, fjórfaldur Íslandsmethafi í skriðsundi og fjórsundi, hefur ákveðið að ganga til liðs við Sunddeild KR en hún hefur æft og keppt með SH undanfarin fjögur ár. 3.4.2005 00:01
Ekkert aprílgabb á HSÍ Öll stóru íþróttasamböndin voru með létt og skemmtileg aprílgöbb nema Handknattleikssamband Íslands, HSÍ. 3.4.2005 00:01
Enn vinnur Renault Renault-liðið sannaði í gær að árangur liðsins í fyrstu keppnum ársins var engin tilviljun. Spánverjinn Fernando Alonso vann sitt annað mót í röð þegar keppt var í Barein og það sannfærandi. 3.4.2005 00:01
Sigur hjá Ólafi Stefáns Fyrri leikirnir í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta fóru fram um helgina. Á laugardag tóku Evrópumeistarar Celje Lasko á móti spænska stórliðinu Barcelona í Celje og sigruðu heimamenn með þriggja marka mun, 34-31 3.4.2005 00:01
Flugeldasýning á Egilsstöðum Lið Hattar á Egilstöðum tryggði sér í kvöld sæti í Úrvalsdeildinni í körfuknattleik þegar liðið burstaði Val í öðrum leik liðanna eystra. 3.4.2005 00:01
Elsa og Jakob sigursæl í göngu Ólafsfirðingurinn Elsa Guðrún Jónsdóttir og Ísfirðingurinn Jakob Einar Jakobsson hafa verið sigursæl á Skíðamóti Íslands sem fram fer á Sauðárkróki. Þau hafa unnið fern gullverðlaun í skíðagöngu. Bæði höfðu mikla yfirburði í keppni með frjálsri aðferð í gær. 2.4.2005 00:01
KR lagði KA í deildarbikar Tveir leikir voru í deildabikar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. KR sigraði KA 1-0 með marki Tryggva Bjarnasonar. Fylkir vann Víking 3-0. Guðni Rúnar Helgason, Sævar Þór Gíslason og Helgi Valur Daníelsson skoruðu mörkin. FH og Keflavík keppa á Stjörnuvelli í dag klukkan 13. 2.4.2005 00:01
Sigfús lék aftur með Magdeburg Landsliðsmaðurinn, Sigfús Sigurðsson, lék sinn fyrsta leik í langan tíma þegar Magdeburg sigraði Minden 32-24 í þýska handboltanum í gærkvöldi. Sigfús skoraði eitt mark. Magdeburg er í þriðja sæti deildarinnar með 38 stig, 6 stigum á eftir Kiel og Flensburg. 2.4.2005 00:01
Sjö mörk Dags dugðu ekki Dagur Sigurðsson skoraði 7 mörk þegar lið hans Bregenz tapaði með eins marks mun 30-29 fyrir Krems í uppgjöri efstu liðanna í austuríska handboltanum. Dagur hafði mest áður skorað 6 mörk í úrslitakeppninni í leik í febrúar og er núna fjórði markahæstur í Bregenz-liðinu. 2.4.2005 00:01
Íslandsmót í badminton um helgina Íslandsmótið í badminton hófst í húsakynnum TBR við Gnoðarvog í gærkvöldi. 96 keppendur frá sjö félögum taka þátt í mótinu. Úrslitaleikirnir í meistaraflokki verða á sunnudag. 2.4.2005 00:01
Keppt í karate í dag Íslandsmótið í kata í karate verður í Smáranum í Kópavogi í dag. 44 keppendur frá fimm félögum eru skráðir til keppni en úrslitin hefjast klukkan 16. 2.4.2005 00:01
Pistons komnir í úrslitakeppnina 13 leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi. Meistarnir í Detroit Pistons tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Los Angeles Clippers 97-84. Dallas tryggði sér einnig sæti í úrslitakeppninni með sigri á Philadelphia 100-83. Dirk Nowitski skoraði 29 stig fyrir Dallas en leikur Dallas og Cleveland verður sýndur á Sýn annað kvöld. 2.4.2005 00:01
Federer í úrslit á Nasdaq-mótinu Svisslendingurinn Roger Federer sigraði Bandaríkjamanninn Andre Agassi í undanúrslitum á Nasdaq-mótinu í tennis í Miami á Flórída í gærkvöldi. Federer mætir Spánverjanum Rafael Nadal í úrslitum en Nadal vann landa sinn David Ferrer í undanúrslitum. 2.4.2005 00:01
Veður hamlar keppni á BellSouth Vegna veðurs hafa kylfingar enn ekki hafið leik á BellSouth Classic mótinu í golfi á Sugarloaf-vellinum í Duluth í Georgíufylki. Mótshaldarar standa frammi fyrir miklum vanda því Masters-mótið hefst á fimmtudag og ef BellSouth-mótinu lýkur ekki fyrr en á mánudag þá fá kylfingar eins og Phil Mickelson litla hvíld fyrir Masters-mótið. 2.4.2005 00:01
Broadhurst og Lima efstir Englendingurinn Paul Broadhurst og Portúgalinn Jose Filipe Lima hafa forystu þegar keppni er hálfnuð á Estoril-mótinu í Portúgal. Þeir eru á átta höggum undir pari og hafa eins höggs forystu á Englendingana Barry Lane og Simon Dyce. Vegna rigningar í morgun var keppni frestað en þá höfðu þeir bestu ekki hafið leik. 2.4.2005 00:01
Perry bjargaði Charlton Varnarjaxlinn Chris Perry var hetja Charlton þegar liðið tók á móti Man City í ensku úrvaldsdeildinni í dag á The Valley. Hermann Hreiðarsson skoraði sjálfsmark strax á 4. mínútu og City komið yfir. 2.4.2005 00:01
Brynjar og Ívar í byrjunarliði Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson eru í byrjunarliði félaga sinna í ensku 1. deildinni í dag, en þeir eru einu Íslendingarnir sem það eru. Brynjar Björn byrjar á miðjunni hjá Watford sem sækir Burnley heim á Turf Moor. 2.4.2005 00:01
Souness hefur trú á Shearer Graeme Souness, framkvæmdastjóri Newcastle, sagði í dag að hann hefði mikla trú á þjálfarahæfileikum Alan Shearer og að hann myndi vilja gefa eftir stjórasætið sitt til hans, en aðeins þegar hans verki er lokið. 2.4.2005 00:01
ÍBV í undanúrslitin Íslandsmeistarar ÍBV í sigruðu Víking í dag, 28-22, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna og einvígið 2-0, en þær höfðu áður sigraði í Eyjum. 2.4.2005 00:01
Enski: Arsenal yfir Nú fara fram 6 leikir í ensku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu. Á Highbury kom Thierry Henry Arsenal í 2-0 áður en Darren Huckerby minnkaði muninn og staðan þar 2-1 í leikhléi. 2.4.2005 00:01
Schalke og Bayern unnu bæði Toppliðin í þýska boltanum, Schalke og Bayern Munchen, sigruðu bæði leiki sína í þýsku Bundesliga í dag. 2.4.2005 00:01
Henry með þrennu gegn Norwich Frakkinn Thierry Henry var allt í öllu er Arsenal sigraði Norwich örugglega á Highbury í ensku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu í dag. 2.4.2005 00:01
Blackburn náði jafntefli Blackburn Rovers gerði sér lítið fyrir og náði jafntefli á Old Trafford í dag í ensku úrvaldsdeildinni, en lokatölur urðu 0-0. 2.4.2005 00:01
Biscan hetja Liverpool Igor Biscan var hetja Liverpool er hann skoraði sigurmark liðsins undir lok leiksins gegn Bolton á Anfield í ensku úrvaldsdeildinni í dag. Djimi Traore sendi góðan bolta fyrir frá vinstri og þar kom Biscan aðsvífandi, hafði betur í skallaeinvígi við Tal Ben Haim og hamraði boltann á milli fóta Kevin Nolan og í netið, frábært mark hjá Króatanum. 2.4.2005 00:01
Heimsmetið handan við hornið Kraftlyftingaheimurinn tók eftir því á dögunum þegar ungur Íslendingur "lék sér" með 400 kíló í réttstöðulyftu á æfingu og lyfti þyngdinni fjórum sinnum fyrir viðstadda. 2.4.2005 00:01
Dyer og Bowyer í slagsmálum Sá undarlegi atburður átti sér stað í leik Newcastle og Aston Villa á St James Park í ensku úrvaldsdeildinni í dag að Kieron Dyer og Lee Bowyer voru reknir af velli fyrir slagsmál. Þetta væri kannski ekki frásögu færandi nema að þeir eru samherjar hjá Newcastle. 2.4.2005 00:01
Þrír leikir í NBA í nótt Þrír leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Minnesota Timberwolves unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir fengu Los Angeles Lakers í heimsókn. Leikurinn fór 105-96 fyrir Wolves, sem greinilega hafa ekki gefið upp alla von í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. 1.4.2005 00:01
Atouba fær þriggja leikja bann Kamerúninn Timothee Atouba hjá Tottenham Hotspur hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandinu. 1.4.2005 00:01
Sherer semur við Newcastle Alan Shearer, leikmaður Newcastle hefur framlengt samning sinn við félagið og mun því ekki leggja skóna á hilluna í ár eins og til stóð. 1.4.2005 00:01
Scholes feginn fríinu Paul Scholes, miðvallarleikmaður Manchester United og fyrrum leikmaður enska landsliðsins, segist feginn því að fá frí frá landsliðinu. 1.4.2005 00:01
Bellamy leikmaður mánaðarins Vandræðagemsinn Craig Bellamy, sem er í láni hjá skosku meisturunum í Celtic, hefur verið kosinn leikmaður mánaðarins í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 1.4.2005 00:01
Nýr Ferrari öflugur Michael Schumacher og Rubens Barrichello hjá Ferrari náðu bestum tíma aðalökumanna á æfingum í morgun, en þeir keppa á nýja bílnum frá liðinu í fyrsta sinn um helgina. 1.4.2005 00:01
Elsa hlutskörpust í 5 km göngu Elsa Guðrún Jónsdóttir, Ólafsfirði, sigraði í 5 kílómetra göngu á Skíðamóti Íslands sem hófst á Sauðárkróki í gær. Elsa Guðrún varð rúmri mínútu á undan Stellu Hjaltadóttur, Ísafirði, sem varð önnur. Sólveg Guðmundsdóttir frá Ísafirði varð þriðja. 1.4.2005 00:01
Zidane aftur í landsliðið? Zinedine Zidane útilokar ekki að spila með franska landsliðinu á nýjan leik. Zidane tilkynnti í fyrra að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna. Í samtali við franska blaðið <em>L´Equipe</em> í morgun segist Zidane vilja hjálpa landsliðinu að komast í úrslit heimsmeistaramótsins í Þýskalandi á næsta ári. 1.4.2005 00:01
Gríðarleg ásókn í miða á HM Sölu miða á úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Þýskalandi á næsta ári lauk í gær. Rúmlega milljón manns í 195 löndum óskuðu eftir því að kaupa 10 milljón miða eða 12 sinnum meira en nam framboðinu. Alls voru 812 þúsund miðar í boði. 1.4.2005 00:01
Ferreira meiddur Portúgalski varnarmaðurinn Paulo Ferreira hjá Chelsea hefur greinst með fótbrot og svo gæti farið að kappinn léki ekki meira með liði sínu á tímabilinu. 1.4.2005 00:01
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti