Fleiri fréttir

Villareal í þriðja sætið

Villareal náði í gær þriðja sætinu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið sigraði Athletic Bilbao 3-1. Jose Mari skoraði tvö marka Villareal og Diego Forlan eitt en hann hefur nú skorað 18 mörk, jafnmörg og Samuel Eto´o hjá Barcelona. Zaragoza og Valencia gerðu 2-2 jafntefli og Real Sociedad sigraði Osasuna 2-0.

Clijsters sigraði á Nasdaq-mótinu

Kim Clijsters frá Belgíu sigraði Mariu Sharapovu Rússlandi í úrslitaleik á Nasdaq-mótinu í tennis á Miami í Flórída í gærkvöldi. Clijsters lék nánast ekkert í fyrra vegna meiðsla og um tíma stefndi í að hún yrði að hætta keppni. Hún féll niður í 133. sæti á styrkleikalistanum eftir að hafa verið í fyrsta sæti um tíma. Clijsters hóf að keppa aftur í febrúar og hefur unnið 14 leiki síðan og aðeins tapað einum.

BellSouth-mótið stytt vegna veðurs

Mótshaldarar á Bellsouth Classic mótinu í golfi í Duluth í Georgíufylki í Bandaríkjunum ákváðu í gær að stytta mótið í 54 holur. Í gær var loksins hægt að hefja keppni en ekki tókst öllum kylfingum að ljúka við 18 holur. Rigning og rok hefur verið á mótsstaðnum en Bandaríkjamaðurinn Billy Mayfair hefur forystu, er á 4 höggum undir pari eftir 13 holur.

Íslandsmótið í badminton í gær

Skemmtilegu Íslandsmeistaramóti í badminton lauk í gær og segja má að þau Helgi Jóhannesson og Ragna Ingólfsdóttir úr TBR hafi verið sigurvegarar mótsins, því þau unnu bæði tvöfalt, bæði í einliða- og tvíliðaleik karla og kvenna.

Enn sigrar Broddi

Broddi Kristjánsson er margfaldur Íslandsmeistari í badminton og bætti enn einum titlinum í safnið í gær þegar hann varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla, ásamt Helga Jóhannessyni sem hafði mínútum áður tryggt sér titilinn í einliðaleik.

Bowyer og Dyer biðjast afsökunar

Á blaðamannafundi eftir leik Newcastle og Aston Villa í gær, sátu leikmennirnir skömmustulegir sitt hvoru megin við knattspuyrnustjóra sinn, Graeme Souness og gáfu út afsökunarbeiðnir sínar, eftir að hafa slegist eins og hundar inni á vellinum í tapleiknum í gær.

Veikleikar í svæðisvörn Keflavíkur

Hlynur Bæringsson er bjartsýnn fyrir annan leik Snæfells og Keflavíkur í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn, sem háður verður í Stykkishólmi í kvöld og telur sína menn geta nýtt sér veikleika í keflvíska liðinu.

Færri þristar hjá Keflavík

Keflvíkingar hafa unnið 6 af 8 leikjum sínum í úrslitakeppni Intersportdeildar karla í körfubolta og stefna ótrauðir á það að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð og í fimmta sinn á síðustu átta árum.

Ragnheiður í KR

Ragnheiður Ragnarsdóttir, fjórfaldur Íslandsmethafi í skriðsundi og fjórsundi, hefur ákveðið að ganga til liðs við Sunddeild KR en hún hefur æft og keppt með SH undanfarin fjögur ár.

Ekkert aprílgabb á HSÍ

Öll stóru íþróttasamböndin voru með létt og skemmtileg aprílgöbb nema Handknattleikssamband Íslands, HSÍ.

Enn vinnur Renault

Renault-liðið sannaði í gær að árangur liðsins í fyrstu keppnum ársins var engin tilviljun. Spánverjinn Fernando Alonso vann sitt annað mót í röð þegar keppt var í Barein og það sannfærandi.

Sigur hjá Ólafi Stefáns

Fyrri leikirnir í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta fóru fram um helgina. Á laugardag tóku Evrópumeistarar Celje Lasko á móti spænska stórliðinu Barcelona í Celje og sigruðu heimamenn með þriggja marka mun, 34-31

Flugeldasýning á Egilsstöðum

Lið Hattar á Egilstöðum tryggði sér í kvöld sæti í Úrvalsdeildinni í körfuknattleik þegar liðið burstaði Val í öðrum leik liðanna eystra.

Elsa og Jakob sigursæl í göngu

Ólafsfirðingurinn Elsa Guðrún Jónsdóttir og Ísfirðingurinn Jakob Einar Jakobsson hafa verið sigursæl á Skíðamóti Íslands sem fram fer á Sauðárkróki. Þau hafa unnið fern gullverðlaun í skíðagöngu. Bæði höfðu mikla yfirburði í keppni með frjálsri aðferð í gær.

KR lagði KA í deildarbikar

Tveir leikir voru í deildabikar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. KR sigraði KA 1-0 með marki Tryggva Bjarnasonar. Fylkir vann Víking 3-0. Guðni Rúnar Helgason, Sævar Þór Gíslason og Helgi Valur Daníelsson skoruðu mörkin. FH og Keflavík keppa á Stjörnuvelli í dag klukkan 13.

Sigfús lék aftur með Magdeburg

Landsliðsmaðurinn, Sigfús Sigurðsson, lék sinn fyrsta leik í langan tíma þegar Magdeburg sigraði Minden 32-24 í þýska handboltanum í gærkvöldi. Sigfús skoraði eitt mark. Magdeburg er í þriðja sæti deildarinnar með 38 stig, 6 stigum á eftir Kiel og Flensburg.

Sjö mörk Dags dugðu ekki

Dagur Sigurðsson skoraði 7 mörk þegar lið hans Bregenz tapaði með eins marks mun 30-29 fyrir Krems í uppgjöri efstu liðanna í austuríska handboltanum. Dagur hafði mest áður skorað 6 mörk í úrslitakeppninni í leik í febrúar og er núna fjórði markahæstur í Bregenz-liðinu.

Íslandsmót í badminton um helgina

Íslandsmótið í badminton hófst í húsakynnum TBR við Gnoðarvog í gærkvöldi. 96 keppendur frá sjö félögum taka þátt í mótinu. Úrslitaleikirnir í meistaraflokki verða á sunnudag.

Keppt í karate í dag

Íslandsmótið í kata í karate verður í Smáranum í Kópavogi í dag. 44 keppendur frá fimm félögum eru skráðir til keppni en úrslitin hefjast klukkan 16.

Pistons komnir í úrslitakeppnina

13 leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi. Meistarnir í Detroit Pistons tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Los Angeles Clippers 97-84. Dallas tryggði sér einnig sæti í úrslitakeppninni með sigri á Philadelphia 100-83. Dirk Nowitski skoraði 29 stig fyrir Dallas en leikur Dallas og Cleveland verður sýndur á Sýn annað kvöld.

Federer í úrslit á Nasdaq-mótinu

Svisslendingurinn Roger Federer sigraði Bandaríkjamanninn Andre Agassi í undanúrslitum á Nasdaq-mótinu í tennis í Miami á Flórída í gærkvöldi. Federer mætir Spánverjanum Rafael Nadal í úrslitum en Nadal vann landa sinn David Ferrer í undanúrslitum.

Veður hamlar keppni á BellSouth

Vegna veðurs hafa kylfingar enn ekki hafið leik á BellSouth Classic mótinu í golfi á Sugarloaf-vellinum í Duluth í Georgíufylki. Mótshaldarar standa frammi fyrir miklum vanda því Masters-mótið hefst á fimmtudag og ef BellSouth-mótinu lýkur ekki fyrr en á mánudag þá fá kylfingar eins og Phil Mickelson litla hvíld fyrir Masters-mótið.

Broadhurst og Lima efstir

Englendingurinn Paul Broadhurst og Portúgalinn Jose Filipe Lima hafa forystu þegar keppni er hálfnuð á Estoril-mótinu í Portúgal. Þeir eru á átta höggum undir pari og hafa eins höggs forystu á Englendingana Barry Lane og Simon Dyce. Vegna rigningar í morgun var keppni frestað en þá höfðu þeir bestu ekki hafið leik.

Perry bjargaði Charlton

Varnarjaxlinn Chris Perry var hetja Charlton þegar liðið tók á móti Man City í ensku úrvaldsdeildinni í dag á The Valley. Hermann Hreiðarsson skoraði sjálfsmark strax á 4. mínútu og City komið yfir.

Brynjar og Ívar í byrjunarliði

Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson eru í byrjunarliði félaga sinna í ensku 1. deildinni í dag, en þeir eru einu Íslendingarnir sem það eru. Brynjar Björn byrjar á miðjunni hjá Watford sem sækir Burnley heim á Turf Moor.

Souness hefur trú á Shearer

Graeme Souness, framkvæmdastjóri Newcastle, sagði í dag að hann hefði mikla trú á þjálfarahæfileikum Alan Shearer og að hann myndi vilja gefa eftir stjórasætið sitt til hans, en aðeins þegar hans verki er lokið.

ÍBV í undanúrslitin

Íslandsmeistarar ÍBV í sigruðu Víking í dag, 28-22, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna og einvígið 2-0, en þær höfðu áður sigraði í Eyjum.

Enski: Arsenal yfir

Nú fara fram 6 leikir í ensku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu. Á Highbury kom Thierry Henry Arsenal í 2-0 áður en Darren Huckerby minnkaði muninn og staðan þar 2-1 í leikhléi.

Schalke og Bayern unnu bæði

Toppliðin í þýska boltanum, Schalke og Bayern Munchen, sigruðu bæði leiki sína í þýsku Bundesliga í dag.

Henry með þrennu gegn Norwich

Frakkinn Thierry Henry var allt í öllu er Arsenal sigraði Norwich örugglega á Highbury í ensku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Blackburn náði jafntefli

Blackburn Rovers gerði sér lítið fyrir og náði jafntefli á Old Trafford í dag í ensku úrvaldsdeildinni, en lokatölur urðu 0-0.

Biscan hetja Liverpool

Igor Biscan var hetja Liverpool er hann skoraði sigurmark liðsins undir lok leiksins gegn Bolton á Anfield í ensku úrvaldsdeildinni í dag. Djimi Traore sendi góðan bolta fyrir frá vinstri og þar kom Biscan aðsvífandi, hafði betur í skallaeinvígi við Tal Ben Haim og hamraði boltann á milli fóta Kevin Nolan og í netið, frábært mark hjá Króatanum.

Heimsmetið handan við hornið

Kraftlyftingaheimurinn tók eftir því á dögunum þegar ungur Íslendingur "lék sér" með 400 kíló í réttstöðulyftu á æfingu og lyfti þyngdinni fjórum sinnum fyrir viðstadda.

Dyer og Bowyer í slagsmálum

Sá undarlegi atburður átti sér stað í leik Newcastle og Aston Villa á St James Park í ensku úrvaldsdeildinni í dag að Kieron Dyer og Lee Bowyer voru reknir af velli fyrir slagsmál. Þetta væri kannski ekki frásögu færandi nema að þeir eru samherjar hjá Newcastle.

Þrír leikir í NBA í nótt

Þrír leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Minnesota Timberwolves unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir fengu Los Angeles Lakers í heimsókn.  Leikurinn fór 105-96 fyrir Wolves, sem greinilega hafa ekki gefið upp alla von í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Atouba fær þriggja leikja bann

Kamerúninn Timothee Atouba hjá Tottenham Hotspur hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandinu.

Sherer semur við Newcastle

Alan Shearer, leikmaður Newcastle hefur framlengt samning sinn við félagið og mun því ekki leggja skóna á hilluna í ár eins og til stóð.

Scholes feginn fríinu

Paul Scholes, miðvallarleikmaður Manchester United og fyrrum leikmaður enska landsliðsins, segist feginn því að fá frí frá landsliðinu.

Bellamy leikmaður mánaðarins

Vandræðagemsinn Craig Bellamy, sem er í láni hjá skosku meisturunum í Celtic, hefur verið kosinn leikmaður mánaðarins í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Nýr Ferrari öflugur

Michael Schumacher og Rubens Barrichello hjá Ferrari náðu bestum tíma aðalökumanna á æfingum í morgun, en þeir keppa á nýja bílnum frá liðinu í fyrsta sinn um helgina.

Elsa hlutskörpust í 5 km göngu

Elsa Guðrún Jónsdóttir, Ólafsfirði, sigraði í 5 kílómetra göngu á Skíðamóti Íslands sem hófst á Sauðárkróki í gær. Elsa Guðrún varð rúmri mínútu á undan Stellu Hjaltadóttur, Ísafirði, sem varð önnur. Sólveg Guðmundsdóttir frá Ísafirði varð þriðja.

Zidane aftur í landsliðið?

Zinedine Zidane útilokar ekki að spila með franska landsliðinu á nýjan leik. Zidane tilkynnti í fyrra að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna. Í samtali við franska blaðið <em>L´Equipe</em> í morgun segist Zidane vilja hjálpa landsliðinu að komast í úrslit heimsmeistaramótsins í Þýskalandi á næsta ári.

Gríðarleg ásókn í miða á HM

Sölu miða á úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Þýskalandi á næsta ári lauk í gær. Rúmlega milljón manns í 195 löndum óskuðu eftir því að kaupa 10 milljón miða eða 12 sinnum meira en nam framboðinu. Alls voru 812 þúsund miðar í boði.

Ferreira meiddur

Portúgalski varnarmaðurinn Paulo Ferreira hjá Chelsea hefur greinst með fótbrot og svo gæti farið að kappinn léki ekki meira með liði sínu á tímabilinu.

Sjá næstu 50 fréttir