Sport

Henry með þrennu gegn Norwich

Frakkinn Thierry Henry var allt í öllu er Arsenal sigraði Norwich örugglega á Highbury í ensku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu í dag. Hann kom Arsenal yfir með marki á 19. og 22. mínútu áður en Darren Huckerby minnkaði muninn. Freddie Ljungberg kom Arsenal í 3-1 á fimmtu mínútu síðari hálfleiks áður en Henry fullkomnaði þrennuna og innsiglaði öruggan sigur Arsenal á Norwich með marki á 66. mínútu. Með sigrinum er Arsenal jafnt að stigum og Man Utd, sem í dag gerði aðeins jafntefli gegn Blackburn, en liðin eru þó enn tíu stigum á eftir Chelsea sem á eftir leikur gegn Southampton.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×