Sport

Scholes feginn fríinu

Paul Scholes, miðvallarleikmaður Manchester United og fyrrum leikmaður enska landsliðsins, segist feginn því að fá frí frá landsliðinu. Scholes tilkynnti eftir EM í sumar að hann væri hættur að leika með landsliðinu og sagðist ætla að einbeita sér að Manchester United, enda væri hann orðinn þrítugur og álagið hjá United mikið. Hann viðurkenndi í vikunni að sér hafi þótt skrítið að horfa á félaga sína leika í sjónvarpinu og að það hefði kitlað sig dálítið að vera með.  "Þegar öllu er á botninn hvolft er ég samt ánægður með að hafa tekið þessa ákvörðun," sagði Scholes.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×