Sport

Zidane aftur í landsliðið?

Zinedine Zidane útilokar ekki að spila með franska landsliðinu á nýjan leik. Zidane tilkynnti í fyrra að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna. Í samtali við franska blaðið L´Equipe í morgun segist Zidane vilja hjálpa landsliðinu að komast í úrslit heimsmeistaramótsins í Þýskalandi á næsta ári. Frakkar eiga í harðri baráttu við þrjú önnur lið í 4. riðli undankeppninnar. Frakkar og Ísraelsmenn eru með 10 stig en Svisslendingar og Írar 9 en tvö síðastnefnu liðin eiga leik til góða. Aðeins eitt lið er öruggt með sæti í úrslitum, liðið í öðru sæti þarf í umspil.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×