Sport

Brynjar og Ívar í byrjunarliði

Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson eru í byrjunarliði félaga sinna í ensku 1. deildinni í dag, en þeir eru einu Íslendingarnir sem það eru. Brynjar Björn byrjar á miðjunni hjá Watford sem sækir Burnley heim á Turf Moor, en Heiðar Helguson er meiddur. Ívar er í vörninni hjá Reading sem tekur á móti Sheff United í dag á Madejski Stadium. Gylfi Einarsson er á bekknum hjá Leeds sem tekur á móti Wolves, Jóhannes Karl Guðjónsson er á bekknum hjá Leicester sem tekur á móti Millwall en bróðir hans Þórður Guðjónsson er ekki í leikmannahóp Stoke sem tekur á móti Rotherham.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×