Sport

Perry bjargaði Charlton

Varnarjaxlinn Chris Perry var hetja Charlton þegar liðið tók á móti Man City í ensku úrvaldsdeildinni í dag á The Valley. Hermann Hreiðarsson skoraði sjálfsmark strax á 4. mínútu og City komið yfir. Það tók Charlton hinsvegar ekki langan tíma að jafna en það gerði Shaun Bartlett á 10. mínútu. Robbie Fowler kom City aftur yfir sjö mínútum fyrir leikhlé. Það var hins vegar Chris Perry sem bjargaði stigi fyrir Charlton er hann skoraði á loka mínútu leiksins. City var sterkari aðilinn í leiknum og hefði með sönnu átt sigurinn skilinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×