Sport

BellSouth-mótið stytt vegna veðurs

Mótshaldarar á Bellsouth Classic mótinu í golfi í Duluth í Georgíufylki í Bandaríkjunum ákváðu í gær að stytta mótið í 54 holur. Í gær var loksins hægt að hefja keppni en ekki tókst öllum kylfingum að ljúka við 18 holur. Rigning og rok hefur verið á mótsstaðnum en Bandaríkjamaðurinn Billy Mayfair hefur forystu, er á 4 höggum undir pari eftir 13 holur. Fimm kylfingar eru jafnir einu höggi á eftir Mayfair, J.L. Lewis, Scott McCarron og Ted Purdy en þeir luku allir fyrsta hring. Brett Quigley er einnig á þremur undir pari eftir 16 holur og Japaninn Ryuji Imada eftir 11 holur. Sýnt verður beint frá keppninni á Sýn frá klukkan 19 í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×