Sport

Bowyer og Dyer biðjast afsökunar

Á blaðamannafundi eftir leik Newcastle og Aston Villa í gær, sátu leikmennirnir skömmustulegir sitt hvoru megin við knattspuyrnustjóra sinn, Graeme Souness og gáfu út afsökunarbeiðnir sínar, eftir að hafa slegist eins og hundar inni á vellinum í tapleiknum í gær. "Ég vil biðja knattspyrnustjórann, stjórnarformanninn, félaga mína í liðinu, fjölskyldu mína og ekki síst aðdáendur liðsins afsökunar á framferði mínu á vellinum í dag. Ég iðrast gjörða minna af öllu hjarta," sagði Bowyer og Dyer tók í sama streng; "Við erum liðsfélagar og erum ekki sammála um allt, en svona lagað á ekki að gerast frammi fyrir 50.000 manns, ekki síst á svo mikilvægum tímapunkti á tímabilinu" sagði Dyer. Souness segist ekki enn hafa talað við stjórn félagsins og ákvarðað refsingu fyrir leikmennina, en talið er að hún gæti í versta falli þýtt að þeim yrði hreinlega vísað frá félaginu. "Liðið mun að sjálfssögðu beita refsingum sjálft ofan á þriggja leikja bannið sem er öruggt að þeir eiga í vændum," sagði Souness, en nú er ljóst að þeir munu báðir missa af bikarundanúrslitaleiknum við Manchester United þann 17. næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×