Sport

Alberto biður Owen afsökunar

Carlos Alberto, landsliðsþjálfari Asera hefur beðið Michael Owen afsökunar á skammarræðu sem hann hélt yfir leikmanninum eftir landsleik liðanna í vikunni. Þjálfarinn jós skammaryrðum yfir enska framherjann eftir að hann misskyldi viðtal við hann fyrir leik liðanna og tók því þannig að Owen hefði lofað stórsigri og að hann myndi skora fimm mörk sjálfur í leiknum. Alberto varð æfur og sagði meðal annars; "Hver er þessi dvergur, að halda svona löguðu fram? Hvað hefur hann gert? Hann hefur ekkert unnið í knattspyrnu. Ég held hann ætti að hreinsa á sér tunguna og nota hana til að þrífa takkaskóna hans David Beckham með henni". Þjálfarinn hefur nú beðist velvirðingar á uppþoti sínu og sagði í viðtali við fjölmiðla; "Ef ég hef misskilið það sem Owen sagði, biðst ég velvirðingar á orðum mínum. Ég lít þannig á þetta að málið sé dautt," sagði Alberto. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×