Fleiri fréttir

Damon góður gegn gömlu félögunum

Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Damon Johnson, átti mjög góðan leik með Lagun Aro Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið tapaði með einu stigi í framlengdum leik gegn Caja San Fernando en með því liðið spilaði Damon einmitt fyrri hluta vetrar. Damon skoraði 24 stig á 33 mínútum eftir að hafa komið inn af bekknum.

Davenport vann Shaughnessy

Lindsay Davenport komst í fjórðu umferð Pacific Life Open mótsins þegar hún lagði Meghann Shaughnessy í gær.

Lennox í lagaflækju

Hnefaleikarinn Lennox Lewis, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt var í hæstarétti í morgun þar sem hann er að fylgja eftir fjárkröfu á hendur fyrrverandi umboðsmanni sínum. Umboðsmaðurinn fyrrverandi ætlar að láta Lewis hafa fyrir því að innheimta bæturnar.

Platini vill áherslubreytingar

Franska knattspyrnugoðsögnin Michel Platini tilkynnti í dag framboð sitt til forseta knattspyrnusambands Evrópu. Hann segir mikinn titring vera innan knattspyrnunnar og ætlar að "gera eitthvað í málinu" eins og hann sagði í hádeginu í dag.  "Ég vil koma í veg fyrir að knattspyrnan snúist eingöngu um peninga."

Eiður í byrjunarliði Chelsea

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem nú leikur við W.B.A. í ensku úrvalsdeildinni í knattspynu en leikurinn hófst kl. 19.45. Staðan er 0-0 eftir 10 mínútna leik. Þetta er frestaður leikur og sá eini á dagskrá deildarinnar í kvöld. Chelsea getur með sigri náð 11 stig forskoti á toppi deildarinnar.

Inter yfir gegn Evrópumeisturunum

Inter Milan frá Ítalíu er komið yfir gegn Evrópumeisturum Porto, 1-0, í síðari leik liðann í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en leikurinn hófst kl. 19.45. Markið skoraði Brasilíumaðurinn Adriano strax á 6. mínútu með skoti innan úr vítateig en boltinn hafði viðkomu af Ricardo Costa í vörn gestanna.

Heiðar gegn Jóa Kalla í kvöld

Heiðar Helguson er í byrjunarliði Watford sem nú leikur við Leicester í ensku Championship deildinni í knattspyrnu en 10 leikir fara fram í deildinni í kvöld. Um Íslendingaslag er að ræða því Jóhannes Karl Guðjónsson er í byrjunarliði Leicester og er staðan eftir 20 mínútna leik 0-0. Fjórir Íslendingar eru í sviðsljósinu í deildinni í kvöld.

Chelsea yfir gegn W.B.A.

Chelsea er komið 1-0 yfir gegn W.B.A. í ensku úrvalsdeildinni í knattspynu en leikurinn hófst kl. 19.45. Markið skoraði Didier Drogba á 26. mínútu eftir sendingu frá Damien Duff. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea. Þetta er frestaður leikur og sá eini á dagskrá deildarinnar í kvöld.

Inter 2-1 yfir gegn Porto

Inter Milan frá Ítalíu er 2-1 yfir gegn Evrópumeisturum Porto í síðari leik liðann í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu en leikurinn hófst kl. 19.45. Brasilíumaðurinn Adriano hefur skorað bæði mörk heimamanna.

Liverpool vill £4 m. fyrir Diouf

Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool segir að félagið vilji fá a.m.k. 4 milljónir punda fyrir Senegalann El-Hadji Diouf, annars muni hann snúa aftur til Anfield í sumar. Diouf er í láni hjá Bolton þar sem hann hefur vægast sagt verið til vandræða undir dyggri þolinmæði knattspyrnustjórans Sam Allardyce.

Michael Manciel kemur aftur

Bandríkjamaðurinn Michael Manciel, sem lék síðustu ellefu leiki Hauka í Intersportdeildinni á nýafstöðnu tímabili, mun að öllum líkindum spila með liðinu á næsta tímabili í Intersportdeildinni.

Adriano með þrennu og Inter áfram

Inter Milan frá Ítalíu er komið í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Evrópumeisturum Porto í síðari leik liðann í 16 liða úrslitunum. Brasilíumaðurinn Adriano skoraði öll mörk heimamanna.

Chelsea í 11 stiga forystu

Chelsea er komið með 11 stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í knattspynu eftir 1-0 sigur á W.B.A. á Stamford Bridge í kvöld. Markið skoraði Didier Drogba á 26. mínútu eftir sendingu frá Damien Duff. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði  en var skipt út af á 74. mínútu.

Heiðar og Jói Kalli skildu jafnir

Heiðar Helguson lék allan leikinn með Watford sem gerði 2-2 jafntefli við Jóhannes Karl Guðjónsson og félaga í Leicester í ensku Championship deildinni í knattspyrnu í kvöld en 10 leikir fóru fram í deildinni. Jóhannes Karl var einnig í byrjunarliði Leicester en fjórir Íslendingar voru í sviðsljósinu í deildinni í kvöld.

Pistons og Jazz í metabækurnar

Lið Detroit Pistons sigraði Utah Jazz í NBA deildinni í nótt.  64-62 sigur meistaranna var ekki fallegur og komust liðin í metabækurnar fyrir lágt stigaskor.

NBA í nótt

Nokkrir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt.

Steinar Kaldal úr leik hjá KR

Steinar Kaldal, fyrirliði meistaraflokksliðs KR í körfuknattleik, verður frá keppni næstu sex vikur vegna höggs sem hann fékk í leik gegn Snæfelli á laugardag. Fram kemur á heimasíðu KR-inga að Steinar hafi fengið högg í kviðinn sem leiddi til innvortis blæðinga.

Wenger les Chelsea pistilinn

Arsene Wenger hefur lesið Chelsea pistilinn varðandi meintar viðræður félagsins við Ashley Cole fyrir nokkru, en réttað verður í málinu í dag.

Diouf í bann

Senegalinn skapheiti El-Hadji Diouf hjá Bolton hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann í kjölfarið af rauðu spjaldi sem hann fékk í bikarleiknum við Arsenal um helgina.

Savage hættur með landsliðinu

Robbie Savage, hinn litríki miðjumaður Blackburn Rovers, hefur ákveðið að hætta að leika með landsliði Wales.

Souness hrósar Given

Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle þakkar markverði sínum Shay Given fyrir að liðið er komið í undanúrslit enska bikarsins.

Redknapp tippar á United

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Southampton spáir að Manchester United verji titil sinn í enska bikarnum í vor.

Blind þjálfar Ajax

Hollenska stórliðið Ajax hefur ráðið Danny Blind sem næsta knattspyrnustjóra félagsins.  Blind lék yfir 500 leiki með Ajax á 13 ára ferli, en lagði skóna á hilluna árið 1999 og gerðist þjálfari hjá félaginu.

Forlan virðir United

Framherjinn Diego Forlan segist ekki bera kala til Alex Ferguson eða Manchester United, þó hann hafi lítið fengið að spreyta sig með liðinu þegar hann lék með því á sínum tíma.  Forlan hefur farið á kostum með Villareal í spænska boltanum í ár og er næst markahæstur í deildinni.

Malasía verður prófraunin

Giancarlo Fisichella, ökumaður Renault liðsins í Formúlu 1, spáir því að kappaksturinn í Malasíu um næstu helgi verði mikil prófraun á liðin og að þar muni koma betur í ljós hvernig þau standa að vígi í keppnum ársins.

Nissan ekki með í Dakar 2006

Lið Nissan hefur dregið sig úr keppni fyrir París-Dakar rallið á næsta ári.  Þetta þýðir það að skotinn Colin McRae þarf að finna sér nýtt keppnislið, en hann hefur verið aðalökumaður liðsins síðustu ár.

Met í NBA í nótt

Donyell Marshall, framherji Toronto Raptors, jafnaði NBA metið yfir flestar þriggja stiga körfur í einum leik í nótt, þegar lið hans tók Philadelphia í bakaríið128-110.

Þróttur nær Íslandsmeistaratitli

Þróttur Reykjavík sigraði KA 3-0 í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki í gær, en leikið var á Akureyri. Liðin mætast aftur í Reykjavík á þriðjudagskvöld og með sigri tryggir Þróttur sér Íslandsmeistaratitilinn. KA verður að vinna til þess að knýja fram oddaleik á fimmtudagskvöld á Akureyri.

Blind tekur við Ajax

Hollenska knattspyrnuliðið Ajax réð í morgun Danny Blind sem knattspyrnustjóra. Blind tekur við af Ronald Koeman sem sagði af sér eftir að Ajax féll úr Evrópukeppni félagsliða. Nýi stjórinn lék rúmlega 500 leiki með Ajax á 13 ára ferli.

Solberg bestur í Mexíkó

Norðmaðurinn Petter Solberg sigraði í Mexíkórallinu um helgina. Hann varð 34,5 sekúndum á undan Finnanum Markus Grönholm sem varð í öðru sæti. Marko Martin frá Eistlandi varð þriðji. Solberg náði forystu í keppni um heimsmeistaratitil ökumanna er með 20 stig, er stigi á undan Marko Martin.

Fyrsti sigur Harringtons í PGA

Írinn Padraig Harrington sigraði á Honda Classic mótinu í golfi á Flórída í gær. Harrington hafði betur í umspili við Vijay Singh og Joe Ogilvie en þeír léku allir holurnar 72 á 274 höggum. Þetta var fyrsti sigur Harringtons í PGA-mótaröðinni en þrisvar hefur hann orðið í öðru sæti.

Kínverjar sigursælir á All England

Kínverjar unnu 4 af 5 titlum á All England badmintonmótinu sem lauk í Birmingham í gær. Af þeim 16 sem komust í úrslit áttu Kínverjar 10 badmintonmenn. Það var aðeins í tvenndarleik sem enska parið Nathan Robertson og Gail Emms tryggðu sér sigur. Kínverjar unnu í einliðaleik og tvíliðaleik karla og kvenna.

Schalke á toppinn í Þýskalandi

Schalke vann Bayern München 1-0 í uppgjöri efstu liðanna í þýsku knattspyrnunni í gærkvöldi. Brasilíumaðurinn Lincoln skoraði eina markið. Schalke er með 53 stig en Bayern 50 stig þegar 25 umferðum er lokið.

Dregið í enska bikarnum

Nú er ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum enska bikarsins.  Vonir manna um draumaúrslitaleik Manchester United og Arsenal hafa glæðst til muna, því liðin drógust ekki saman í undanúrslitunum.

Robben klár í slaginn

Hollenski snillingurinn Arjen Robben er búinn að jafna sig af meiðslum sínum og sagður til í slaginn gegna West Brom annað kvöld.

Xabi Alonso að koma til baka

Stuðningsmenn Liverool fengu góðar fréttir í dag þegar Rafael Benitez, stjóri þeirra rauðu, tilkynnti að leikstjórnandinn spænski, Xabi Alonso, gæti hugsanlega tekið þátt í seinni leik liðsins í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu sem fram fer þann 11. apríl næstkomandi.

Kári Árnason í hópnum

Landsliðsþjálfarar íslenska landsliðsins í knattspyrnu, þeir Ásgeri Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt 18 manna hóp fyrir leikinn gegn Króötum þann 26. mars í undankeppni heimsmeistaramótsins 2006 og fyrir vináttuleikinn gegn Ítölum fjörum dögum síðar.

U-21 árs liðið valið

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið hópinn sem leikur gegn Króötum 25. mars í undankeppni EM. Króatar eru efstir í riðlinum með fullt hús stiga eftir þjá leiki en íslendingar eru í öðru sæti með sex stig eftir fjóra leiki.

Klitschko frestar bardaganum

Vitali Klischko meiddist á læri á æfingu og mun því titilvörn hans gegn Hasim Rahman, sem upphaflega átti að fara fram 30. apríl, verða seinkað um óákveðinn tíma. Talsmaður Klischko, Shelly Finkel, greindi frá þessu í dag og sagði að heimsmeistarinn hefði meitt sig við æfingar, en hann er þessa dagana í ströngum æfingum í Kænugarði fyrir bardagann.

Óvissa með Einar Árna

Ekki er víst hvort Einar Árni Jóhannsson stýrir Njarðvíkurliðinu í Intersportdeildinni á næsta tímabili en liðið datt eins og kunnugt er óvænt út úr 1. umferð úrslitakeppninnar á sunnudaginn eftir tap gegn ÍR í Seljaskóla.

Aðeins tveir framherjar

Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson tilkynntu í gær 18 manna hópinn sem mun spila fyrir Íslands hönd í leikjunum gegn Króötum í undankeppni HM annarsvegar og vináttuleikinn gegn Ítölum hinsvegar sem fram fara 26. og 30. mars nk.

Fréttablaðið lét Þórð vita

Það vakti athygli að landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, skyldu ekki velja Þórð Guðjónsson í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Króötum og Ítölum.

Sjá næstu 50 fréttir