Sport

Lennox í lagaflækju

Hnefaleikarinn Lennox Lewis, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt var í hæstarétti í morgun þar sem hann er að fylgja eftir fjárkröfu á hendur fyrrverandi umboðsmanni sínum. Umbinn, Panos Eliades og fyrirtæki hans voru í síðasta mánuði dæmd fyrir svik og önnur misferli gagnvart Lewis og til greiðslu skaðabóta upp á allt að 3 milljónir punda en umboðsmaðurinn fyrrverandi ætlar að láta Lewis hafa fyrir því að innheimta bæturnar. Lewis gerir sér vonir um að innheimta tvo þriðju hluta upphæðarinnar en til þess þurfa lögfræðingar hans að færa sönnur á að 2 milljóna punda húseign í norður London sé í raun í eign Eliades sem heldur öðru fram. Réttarhöld þessi eru talin vara næstu 4 daga. Eliades var umboðsmaður Lewis þangað til ársins 2000 og kynningaraðili hans til 2001.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×