Sport

Souness hrósar Given

Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle þakkar markverði sínum Shay Given fyrir að liðið er komið í undanúrslit enska bikarsins. Given bjargaði liði Newcastle með ótrúlegri markvörslu þegar þeir lögðu sprækt lið Tottenham í átta liða úrslitum bikarsins í gær, 1-0 með marki frá Hollendingnum Patrick Kluivert.. Eftir að Newcastle komst yfir 1-0 og réðu ferðinni fyrstu mínútur leiksins, tóku gestirnir frá London leikinn algerlega í sínar hendur og höfðu fáheyrða yfirburði það sem eftir lifði leiks.  Það var aðeins frábær markvarsla Írans sem kom í veg fyrir að Tottenham næði að jafna leikinn og varði meðal annars tvö skot Spurs af stuttu færi með nokkurra sekúndna millibili. "Shay var ótrúlegur og bjargaði okkur í leiknum.  Við vorum heppnir að komast áfram því Tottenham var að leika prýðilega", sagði Souness



Fleiri fréttir

Sjá meira


×