Sport

Heiðar og Jói Kalli skildu jafnir

Heiðar Helguson lék allan leikinn með Watford sem gerði 2-2 jafntefli við Jóhannes Karl Guðjónsson og félaga í Leicester í ensku Championship deildinni í knattspyrnu í kvöld en 10 leikir fóru fram í deildinni. Jóhannes Karl var einnig í byrjunarliði Leicester og nældi sér í gult spjald á 16. mínútu og var skipt út af í hálfleik. Fjórir Íslendingar voru í sviðsljósinu í deildinni í kvöld. Þó voru hvorki Þórður Guðjónsson né Tryggvi Guðmundsson svo mikið sem í leikmannahópi Stoke City sem tapaði 2-1 fyrir Gillingham. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn með Reading sem tapaði 1-0 fyrir Rotherham og Bjarni Guðjónsson lék allan leikinn með Plymouth sem steinlá fyrir Sunderland, 4-0. Wigan og Sunderland eru efst og jöfn í deildinni með 75 stig en fast á eftir fylgir Ipswich með 72 stig sem vann Cardiff 1-0 í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×