Sport

Heiðar gegn Jóa Kalla í kvöld

Heiðar Helguson er í byrjunarliði Watford sem nú leikur við Leicester í ensku Championship deildinni í knattspyrnu en 10 leikir fara fram í deildinni í kvöld. Um Íslendingaslag er að ræða því Jóhannes Karl Guðjónsson er í byrjunarliði Leicester og er staðan eftir 20 mínútna leik 0-0. Fjórir Íslendingar eru í sviðsljósinu í deildinni í kvöld. Þó eru hvorki Þórður Guðjónsson né Tryggvi Guðmundsson svo mikið sem í leikmannahópi Stoke City sem nú er undir 1-0 gegn Gillingham. Ívar Ingimarsson er í byrjunaliði Reading að vanda sem leikur á útivelli gegn Rotherham og Bjarni Guðjónsson er í byrjunarliði Plymouth sem leikur við Sunderland.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×