Sport

Liverpool vill £4 m. fyrir Diouf

Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool segir að félagið vilji fá a.m.k. 4 milljónir punda fyrir Senegalann El-Hadji Diouf, annars muni hann snúa aftur til Anfield í sumar. Diouf er í láni hjá Bolton þar sem hann hefur vægast sagt verið til vandræða undir dyggri þolinmæði knattspyrnustjórans Sam Allardyce. Nýlega kominn úr 3 leikja banni fyrir að hrækja á leikmann var hann rekinn af velli í upphafi leiks gegn Arsenal um helgina í 8 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Diouf hefur þó verið að leika vel í vetur þegar honum tekst að halda sig á mottunni og er Bolton að hugleiða það alvarlega að festa kaup á vandræðagemlingnum þó svo að atvikið um helgina gæti hafa varpað skugga á hugsanlega framtíð hans hjá Bolton. Hjá Bolton vonast menn að með vandræðaganginum á Diouf sé Liverpool reiðubúið að slá af verði leikmannsins en Benitez segir það öðru nær. "Það er alltaf fínt að vera með góða varamenn. Ef við ákveðum að fá Diouf til baka þá er það vegna þess að við fáum ekki nógu gott tilboð í hann og hann fer beint á varamannabekkinn." Rafa er ekkert að skafa utan af hlutunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×