Sport

Xabi Alonso að koma til baka

Stuðningsmenn Liverool fengu góðar fréttir í dag þegar Rafael Benitez, stjóri þeirra rauðu, tilkynnti að leikstjórnandinn spænski, Xabi Alonso, gæti hugsanlega tekið þátt í seinni leik liðsins í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu sem fram fer þann 11. apríl næstkomandi. Alonso hefur verði frá síðan á nýársdag er hann fótbrotnaði í leik gegn Chelsea eftir tæklingu frá Frank Lampard. "Ef allt fer sem horfir vonast ég til að Xabi byrji að æfa á fullu í lok mars," sagið Benitez. "Hann mun verða eins og nýr, mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Kannski mun hann ná að spila í síðari leiknum í 8-liða úrslitunum í Meistaradeildinni. Honum fer mikið og hratt fram og ef hann verður kominn til æfinga í enda mánaðarins, eins og við vonumst til, mun hann eiga góðan möguleika á að spila í síðari leiknum. Þetta mun ekki aðeins hafa góð áhrif á liðsandann, þetta mun gefa þeim leikmönnum sem eru að spila fyrir spark í rassinn því þeir vita að þeir þurfa að standa sig vel til að halda sæti sínu í liðinu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×