Sport

Redknapp tippar á United

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Southampton spáir að Manchester United verji titil sinn í enska bikarnum í vor. Lið Redknapp var kjöldregið af liði Manchester í bikarnum um helgina og hann segist viss um að þeir fari alla leið í keppninni, ekki síst vegna þess að þeir eru dottnir út úr Meistaradeildinni og geti því einbeitt sér að keppni heimafyrir. "Ég held að lið United sé á það mikilli siglingu þessa dagana að ekkert lið geti stöðvað þá í þessari keppni.  Þeir sigruðu Arsenal á útivelli í vetur og settu fjögur mörk á þá, það er nokkuð sem fá lið geta", sagði Redknapp. Hann bætti því við að í spjalli sem hann átti við Ferguson á dögunum, hafi Sir Alex spáð því að Chelsea fari alla leið í Meistaradeildinni í vor.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×