Aðeins tveir framherjar 14. mars 2005 00:01 Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson tilkynntu í gær 18 manna hópinn sem mun spila fyrir Íslands hönd í leikjunum gegn Króötum í undankeppni HM annarsvegar og vináttuleikinn gegn Ítölum hinsvegar sem fram fara 26. og 30. mars nk. Ýmislegt í vali Ásgeirs og Loga vekur athygli, einna helst það að ekki nema tvo framherja er að finna í hópnum. Það verður því ekki annað ályktað en að áherslan liggi í varnarleiknum. Ásgeir boðaði áherslubreytingar í samtali við Fréttablaðið í gær. "Það kemur alveg til greina að spila með einn framherja en það er klárt mál að liðið þarf að bæta varnarleikinn frá síðustu leikjum," sagði Ásgeir og bætti við að þannig væri eðlilegt að meiri áhersla sé á að velja menn sem spiluðu aftar á vellinum. "Við munum breyta varnarkerfinu hjá okkur en hvort við munum spila með fjögurra eða jafnvel fimm manna vörn verður að koma í ljós," segir hann. Bjarni Guðjónsson kemur inn í hópinn á nýjan leik, að hluta til á kostnað bróður síns Þórðar sem hefur verið sveltur tækifærum hjá Stoke að undanförnu. Ekkert pláss er fyrir Þórð að þessu sinni en hann hefur átt fast sæti í liðinu allt frá því að Ásgeir og Logi tóku við stjórnartaumum liðsins og þá hefur jafnan litlu skipt hvort hann hafi verið að spila fyrir sitt félagslið eður ei. "Það sem gerir útslagið með Þórð núna er að við munum ekki spila með vængbakverði eins og við erum vanir og Þórður er vanur að spila. Auk þess hjálpar ekki til þegar menn ná ekki að festa sig í sessi hjá sínum félagsliðum." Aðspurður um hvort Rúnar Kristinsson, leikreyndasti leikmaður íslenska landsliðsins, hafi ekki gefið kost á sér segir Ásgeir ekki svo vera. Hann segir Rúnar ekki hafa treyst sér í verkefnið. "Hann er búinn að vera í meiðslum undanfarið og verið veikur síðustu vikuna og treysti sér einfaldlega ekki í þetta skiptið. Með því að gefa ekki kost á sér væri Rúnar að segja að hann vilji ekki spila með liðinu en hann hefur ekki sagt sitt síðasta með landsliðinu. Þetta er að sjálfsögðu ekki gott því ég hefði sannarlega viljað hafa hann í hópnum," segir Ásgeir. Kári Árnason er eini nýliðinn og Grétar Rafn Steinsson kemur inn í hópinn á nýjan leik. Ásgeir segist hafa séð þessa leikmenn nýlega og hrifist mjög að þeirra frammistöðu. "Þetta eru framtíðarleikmenn og þeir eru tilbúnir. Annars hefði ég ekki valið þá." Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sjá meira
Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson tilkynntu í gær 18 manna hópinn sem mun spila fyrir Íslands hönd í leikjunum gegn Króötum í undankeppni HM annarsvegar og vináttuleikinn gegn Ítölum hinsvegar sem fram fara 26. og 30. mars nk. Ýmislegt í vali Ásgeirs og Loga vekur athygli, einna helst það að ekki nema tvo framherja er að finna í hópnum. Það verður því ekki annað ályktað en að áherslan liggi í varnarleiknum. Ásgeir boðaði áherslubreytingar í samtali við Fréttablaðið í gær. "Það kemur alveg til greina að spila með einn framherja en það er klárt mál að liðið þarf að bæta varnarleikinn frá síðustu leikjum," sagði Ásgeir og bætti við að þannig væri eðlilegt að meiri áhersla sé á að velja menn sem spiluðu aftar á vellinum. "Við munum breyta varnarkerfinu hjá okkur en hvort við munum spila með fjögurra eða jafnvel fimm manna vörn verður að koma í ljós," segir hann. Bjarni Guðjónsson kemur inn í hópinn á nýjan leik, að hluta til á kostnað bróður síns Þórðar sem hefur verið sveltur tækifærum hjá Stoke að undanförnu. Ekkert pláss er fyrir Þórð að þessu sinni en hann hefur átt fast sæti í liðinu allt frá því að Ásgeir og Logi tóku við stjórnartaumum liðsins og þá hefur jafnan litlu skipt hvort hann hafi verið að spila fyrir sitt félagslið eður ei. "Það sem gerir útslagið með Þórð núna er að við munum ekki spila með vængbakverði eins og við erum vanir og Þórður er vanur að spila. Auk þess hjálpar ekki til þegar menn ná ekki að festa sig í sessi hjá sínum félagsliðum." Aðspurður um hvort Rúnar Kristinsson, leikreyndasti leikmaður íslenska landsliðsins, hafi ekki gefið kost á sér segir Ásgeir ekki svo vera. Hann segir Rúnar ekki hafa treyst sér í verkefnið. "Hann er búinn að vera í meiðslum undanfarið og verið veikur síðustu vikuna og treysti sér einfaldlega ekki í þetta skiptið. Með því að gefa ekki kost á sér væri Rúnar að segja að hann vilji ekki spila með liðinu en hann hefur ekki sagt sitt síðasta með landsliðinu. Þetta er að sjálfsögðu ekki gott því ég hefði sannarlega viljað hafa hann í hópnum," segir Ásgeir. Kári Árnason er eini nýliðinn og Grétar Rafn Steinsson kemur inn í hópinn á nýjan leik. Ásgeir segist hafa séð þessa leikmenn nýlega og hrifist mjög að þeirra frammistöðu. "Þetta eru framtíðarleikmenn og þeir eru tilbúnir. Annars hefði ég ekki valið þá."
Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sjá meira