Fleiri fréttir

Breytingarnar voru samþykktar

Róttækar breytingar munu verða á DHL-deildinni í handknattleik á næsta ári en tillögur þess efnis voru samþykktar á ársþingi Handknattleikssambandsins sem haldið var í gær.

Allt um leiki dagsins í handbolta

Átta leikir fóru fram í DHL-deild karla og kvenna í handbolta í dag en þá fór fram næstsíðsta umferð hjá báðum kynjum. Hér á eftir fara allir markaskorarar dagsins.

Úrslitin í NBA í nótt

Tveir leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. Shaquille O´Neal og félagar í Miami Heat tóku á móti Minnesota Timberwolves og Los Angeles Lakers sótti Dallas Mavericks heim.

McLaren ánægður með Boro

Steve McLaren, knattspyrnustjóri Middlesbrough, er handviss um að endurkoma liðs síns gegn Sporting Lissabon í UEFA bikarkeppninni í gær sýni að leikmenn Boro séu staðráðnir í að komast áfram í keppninni.

Þjálfari seldi miða á svörtu

Mike Tice, þjálfari Minnesota Vikings í ameríska fótboltanum, hefur viðurkennt að hafa selt miða á Ofurskálina á svörtum markaði sem er að sjálfsögðu harðbannað samkvæmt reglugerð NFL-deildarinnar.

Souness á jörðinni

Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, telur miklar vinnu vera framundan hjá liðinu þrátt fyrir sigurinn á Olympiakos á útivelli, 3-1, í UEFA bikarnum í gær.

Þór kærir Keflavík

Þór á Akureyri hefur kært knattspyrnudeild Keflavíkur fyrir að setja sig í samband við samningsbunda leikmenn Þórs. Skrifstofa KSÍ staðfesti í morgun að kæra hefur borist frá Þór og verður hún tekin fyrir hjá samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ í næstu viku.

Nær ÍR að vinna Njarðvík?

Úrslitakeppnin í Intersportdeildinni heldur áfram í kvöld þegar Fjölnir tekur á móti Skallagrími og ÍR-ingar sækja Njarðvík heim.

Óvænt úrslit í Stykkishólmi

Óvænt úrslit urðu í úrslitakeppni Intersportdeildarinnar í gær þegar KR sigraði Snæfell í Stykkishólmi með 91 stigi gegn 89 í fyrstu rimmu liðanna í fjórðungsúrslitum. Sæfell varð í 2. sæti deildarkeppninnar en KR í því sjöunda.

Miller tryggði sér heimsbikarinn

Bandaríkjamaðurinn Bode Miller tryggði sér heimsbikarinn í risasvigi þegar hann bar sigur úr býtum á heimsbikarmóti í Sviss í morgun ásamt landa sínum Daron Rahlves en þeir voru með sama tíma.

Keflavík kærir Terrel Taylor

Stjórn Keflavíkur í Intersportdeildinni í körfuknattleik hafa lagt fram formlega kæru til Körfuknattleikssambands Íslands vegna framkomu Terrel Taylor, leikmanns Grindavíkur, í viðureign Keflavíkur og Grindavíkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í gær.

Stefán varði titilinn

Stefán Gíslason varði Evrópumeistaratitil sinn í fimmtaþraut í flokki 55 til 59 ára í gær á Evrópumóti öldunga í frjálsum íþróttum innanhúss í Eskilstuna í Svíþjóð. Hann er jafnframt heimsmeistari í fimmtaþrautinni. Stefán fór í sex vikna æfingabúðir til Kaliforníu til þess að undirbúa sig fyrir Evrópumótið.

Henry frá í þrjár vikur

Arsenal verður án Thierry Henry næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla. Hann verður fjarri góðu gamni á morgun þegar Arsenal mætir Bolton í fjórðungsúrslitum ensku bikarkeppninnar á hádegi á morgun en allir fjórir leikirnir í 8-liða úrslitunum verða sýndir beint á Sýn um helgina.

Grobbelar rekinn öðru sinni

Bruce Grobbelar, fyrrverandi markvörður Liverpool, var rekinn öðru sinni á þessari leiktíð sem knattspyrnustjóri í Suður-Afríku. Umtala Bush Bucks gáfu Grobbelaar reisupassann eftir dapurt gengi en liðið er neðst í suðurafrísku úrvalsdeildinni.

Menn eru hræddir, segir Garcia

Luis Garcia, sóknarmaður Liverpool, segir að andstæðingar þeirra séu hræddir við liðið úr Bítlaborginni eftir vasklega framgöngu þess í Meistaradeildinni í vikunni.

Makalele með fæturna á jörðinni

Claude Makalele, miðjumaður Chelsea, er með fæturna á jörðinni þrátt fyrir að liðið hafi yfirstigið þá hindrun sem Barcelona var í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.

Shearer er maðurinn, segir Les

Les Ferdinand, fyrrverandi sóknarmaður Newcastle og Tottenham, segir Alan Shearer eiga það meira skilið en nokkur annar að klára ferilinn með sigri í FA-bikarnum í Englandi, en þessir tveir fyrrverandi vinnuveitendur Ferdinands mætast einmitt í 8-liða úrslitum keppninnar á morgun.

Fimmti tapleikur Snæfells í röð?

KR-ingar geta slegið út Snæfell í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Intersportdeildar karla en leikurinn fer fram klukkan 16.00 í DHL-höllinni í dag.

Í öðrum styrkleikaflokki

Óvissa hefur verið um verkefni íslenska kvennalandsliðsins á þessu ári þar sem enn á eftir að draga í næstu undankeppni

Stjarnan sigraði Grótta/KR

Stjarnan úr Garðabæ vann í kvöld góðan sigur á Grótta/KR á Seltjarnarnesi í 1. deild karla í handknattleik, en lokatölur urðu 32-24. Nú standa yfir tveir leikir. Á Selfossi leika heimamenn og Fram og í Kaplakrika eigast við FH og Afturelding.

Romario í enska boltann

Brasilíski sóknarmaðurinn Romario er líklega á leið til enska utandeildarfélagsins Garforth, en félagið tilkynnti í dag á heimasíðu sinni að leikmaðurinn myndi spila með félaginu á næsta leiktímabili.

Stjarnan skellti Gróttu/KR

Stjarnan vann óvæntan sigur á Gróttu/KR á Seltjarnarnesi í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Fyrir vikið á Grótta/KR ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppnina.

Fram og FH sigruðu

Þá er leikjunum þremur í 1. deild karla í handknattleik sem fram fóru í kvöld lokið. Fyrr í kvöld sigraði Stjarnan Grótta/KR og núna rétt í þessu lagði efsta liðið, FH, Aftureldingu að velli í Hafnafirði með 34 mörkum gegn 27. Á Selfossi lágu heimamenn gegn Fram með tíu marka mun, 23-33.

Mömmu Luis Fabiano rænt

Byssumenn rændu í dag mömmu brasilíska knattspyrnumannsins Luis Fabiano í Sao Paulo í Brasilíu. Yfirvöld hjá lögreglunni í Sao Paulo sögðu í tilkynningu í dag að tveir byssumenn hefðu tekið hina 45 ára gömlu Sandra Helena Clemente er hún var á göngu á leið til vinkonu sinnar.

Fjölnir marði Skallagrím

Fjölnir vann Skallagrím í Grafavogi í kvöld með tveggja stiga mun, 76-74, í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í kvöld, en Fjölnir leiddi einnig í hálfleik, 42-38. Annar leikur liðana verður í Borgarnesi á sunnudag, en tvo sigra þarf til að komast áfram.

ÍR sigur í Njarðvík

ÍR gerði sér lítið fyrir og lagði Njarðvík, í ljónagryfjunni í Njarðvík, með fimm stiga mun, 106-101 í fyrsta leik liðana í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni Ísandsmótsins í körfuknattleik. ÍR-ingar eru því með pálmann í höndunum fyrir annan leikinn sem fer fram á sunnudaginn í Seljaskóla.

Framarar öruggir í umspil

Framarar eru öruggir með að minnsta kosti sæti í umspili um að komast í úrslitakeppnina í handbolta eftir að þeir unnu sannfærandi útisigur á Selfossi í kvöld, 23-33. Grótta/KR tapaði nefnilega sínum leik og því er klárt að FH og Fram munu verða í efstu sætum 1. deildarinnar.

FH í góðum málum

FH-ingar eru komnir með annan fótinn í úrslitakeppninni í handbolta eftir öruggan sigur á Aftureldingu í kvöld, 34-27. Aðeins ein umferð er eftir af 1. deildinni og Fram og FH eru örugg með efstu tvö sætin. FH er með stigi meir en Fram og nægir því sigur í lokaleik sínum til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni

ÍR vann óvænt í Njarðvík

ÍR-ingar komu geysilega á óvart í gærkvöld þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Njarðvíkinga á útivelli, 101–106, en þetta var fyrsta rimma félaganna í úrslita-keppninni. Í hinum leik gærkvöldsins fagnaði Fjölnir sigri á Skallagrími. Úrslit og stigaskor kvöldsins:

Úrslitin í NBA í nótt

Sex leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. Það var sannkallaður toppslagur í America West Arena í Phoenix þar sem Suns tók á móti San Antonio Spurs.

Árangurinn kom Schumacher á óvart

Michael Schumacher, ökuþór hjá Ferrari í Formúlu 1 kappakstrinum, sagði að lið sitt ætti að fá byr undir báða vængi eftir árangurinn í Melbourne-kappakstrinum.

Gott fyrir stuðningsmennina

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, var ánægður að leikslokum er lið hans lagði Leverkusen að velli í annað sinn og tryggði sér þar með sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu.

Mike Tyson í kickbox?

Mike Tyson, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum í þungavigt, stefnir á endurkomu þann 25. júní í Washington i Bandaríkjunum.

Keflavíkurkonur burstuðu KR

Íslandsmeistarar Keflavíkur burstuðu KR-konur 106-57 í síðustu umferðinni í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 19 stig fyrir Keflavík en Hanna Kjartansdóttir var stigahæst í KR-liðinu með 13 stig. Grindavík tryggði sér annað sætið í deildinni með sigri á ÍS, 58-54.

Sverrir Garðarsson frá í 6-8 vikur

Íslandsmeistarar FH í knattspyrnu urðu fyrir áfalli í gær þegar í ljós kom við myndatöku að varnarmaðurinn efnilegi, Sverrir Garðarsson, væri öklabrotinn. Hann verður á sjúkralistanum í 6-8 vikur.

Götschl vann síðasta brunmótið

Austurríska skíðakona Renate Götschl sigraði á síðasta brunmóti vetrarins í heimsbikarkeppninni í morgun, en keppt var í Lenzerheide í Sviss. Ingrid Jacquemod frá Frakklandi varð önnur og þýska stúlkan Hilde Gerg þriðja. Janica Kostelic frá Króatíu varð fjórða og minnkaði forystu Önju Person frá Svíþjóð í keppni um alpagreinabikarinn í 45 stig. Person varð sjöunda í bruninu í morgun.

Crespo fékk símtal frá Mourinho

Argentínumaðurinn Hernan Crespo, sem er á lánssamningi hjá AC Milan frá Chelsea, staðfesti í gær að knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hefði hringt í sig og óskað honum til hamingju með mörkin gegn Manchester United en Crespo tryggði Milan sigur með marki í báðum leikjum gegn United og tryggði liðinu þar með sæti í 8-liða úrslitum.

Jeff Jordan næsta stórstjarna?

Í treyju númer 32 í körfuboltaliðinu Ramblers, sem er frá Loyola Academy gagnfræðaskólanum í Chicago í Bandaríkjunum, leynist ungur strákur að nafni Jeff Jordan.

Íslendingarnir skipta sköpum

Fjölnir og Skallagrímur unnu sér sæti í Intersportdeildinni í haust en liðin tvö hafa átt góðu gengi að fagna í vetur.

Aumingjaskapur í mér

Síðasta helgi var heldur betur viðburðarrík fyrir Magnús Gylfason, þjálfara KR.

Jóni fatast flugið í kosningunni

Netkosning fyrir Stjörnuleik Evrópu í körfuknattleik er enn í fullum gangi á heimasíðu FIBA, körfuknattleikssambands Evrópu.

Leikmönnum bannað að drekka?

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, vill að Samtök atvinnuleikmanna í knattspyrnu banni alfarið áfengisdrykkju meðan á keppnistímabili stendur.

Málaliðarnir frá Madrid

Óánægja þeirra 3.000 stuðningsmanna Real Madrid sem fóru með liðinu til Tórínó til að fylgjast með leik Juventus og Real var svo mikil eftir leikinn að þeir flýttu sér sem mest þeir máttu út á flugvöll til að hreyta meiningum sínum í leikmenn og stjórnarmenn liðsins sem héldu þangað strax eftir tapið gegn Ítölunum.

Keflavík yfir í hálfleik

Keflvíkingar hafa betur í hálfleik gegn grönnum sínum í Grindavík í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik. Keflvíkingar, sem leika á heimavelli, leiða með 10 stigum, 53-43, en hafa verið yfir nær allan hálfleikinn og náðu mest 16 stiga forystu, 40-24, eftir frábæra byrjun í öðrum leikhluta.

Sjá næstu 50 fréttir