Sport

Leikmönnum bannað að drekka?

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, vill að Samtök atvinnuleikmanna í knattspyrnu banni alfarið áfengisdrykkju meðan á keppnistímabili stendur. Allardyce hefur hvatt leikmenn sína til að halda sig fjarri áfengisdrykkju á keppnistímabilinu og segir hann það hafa góð áhrif á liðið. Nú vill hann ganga skrefi lengra og setja þessa reglugerð í gang. "Það má alltaf sekta leikmenn ef þeir brjóta regluna," sagði Allardyce.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×