Sport

Romario í enska boltann

Brasilíski sóknarmaðurinn Romario er líklega á leið til enska utandeildarfélagsins Garforth, en félagið tilkynnti í dag á heimasíðu sinni að leikmaðurinn myndi spila með félaginu á næsta leiktímabili.   Framkvæmdastjóri og eigandi Garforth, Simon Clifford, hefur nú þegar notað sambönd sín í Brasilíu til að fá fyrrum heimsmeistarann Socrates til liðs við liðið, og nú virðist sem einn af frægustu leikmönnum heims sé við það að ganga til liðs við þennan smáklúbb sem staðsettur er í Leeds.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×