Sport

Shearer er maðurinn, segir Les

Les Ferdinand, fyrrverandi sóknarmaður Newcastle og Tottenham, segir Alan Shearer eiga það meira skilið en nokkur annar að klára ferilinn með sigri í FA-bikarnum í Englandi, en þessir tveir fyrrverandi vinnuveitendur Ferdinands mætast einmitt í 8-liða úrslitum keppninnar á morgun. "Það yrði frábært fyrir hann að kveðja með titli. Fyrir mér hefur hann verið sá framherji sem borið hefur höfuð og herðar yfir aðra síðasta áratuginn. Það yrði mjög viðeigandi ef hann myndi standa uppi sem sigurvegari keppninnar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×