Sport

McLaren ánægður með Boro

Steve McLaren, knattspyrnustjóri Middlesbrough, er handviss um að endurkoma liðs síns gegn Sporting Lissabon í UEFA bikarkeppninni í gær sýni að leikmenn Boro séu staðráðnir í að komast áfram í keppninni. Lissabon komst í 3-0 en Boro minnkaði muninn í eitt mark og lokatölur urðu 3-2. "Mínir menn gáfust aldrei upp og við sýndum að við getum alveg skorað í seinni leiknum. Þá þarf reyndar vörnin að vera betri," sagði McLaren. Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Lissabon.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×