Sport

Árangurinn kom Schumacher á óvart

Michael Schumacher, ökuþór hjá Ferrari í Formúlu 1 kappakstrinum, sagði að lið sitt ætti að fá byr undir báða vængi eftir árangurinn í Melbourne-kappakstrinum. Rubens Barrichello lenti í 2. sæti en Renault var með ökumenn í 1. og 3. sæti. Schumacher átti von á mun lakari árangri en raun bar vitni. "Það að Rubens hafi unnið sig upp um 10 sæti sýnir og sannar að bíllinn frá því í fyrra á í fullu tré við bílanna í dag. Það gefur mér góða tilfinningu fyrir komandi keppnir," sagði Schumacher sem viðurkenndi þó að mikil vinna væri framundan. "Við verðum að vera á tánum því aðstæður í Albert Park eru ekki í takt við það sem þekkist í öðrum keppnum. Þetta verður allt öðruvísi í Kuala Lumpur í næstu keppni. Ég ætla fara mér hægt í að mynda mér skoðun á þessu máli enn sem komið er."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×