Sport

Götschl vann síðasta brunmótið

Austurríska skíðakona Renate Götschl sigraði á síðasta brunmóti vetrarins í heimsbikarkeppninni í morgun, en keppt var í Lenzerheide í Sviss. Ingrid Jacquemod frá Frakklandi varð önnur og þýska stúlkan Hilde Gerg þriðja. Janica Kostelic frá Króatíu varð fjórða og minnkaði forystu Önju Person frá Svíþjóð í keppni um alpagreinabikarinn í 45 stig. Person varð sjöunda í bruninu í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×