Sport

Mömmu Luis Fabiano rænt

Byssumenn rændu í dag mömmu brasilíska knattspyrnumannsins Luis Fabiano í Sao Paulo í Brasilíu. Yfirvöld hjá lögreglunni í Sao Paulo sögðu í tilkynningu í dag að tveir byssumenn hefðu tekið hina 45 ára gömlu Sandra Helena Clemente er hún var á göngu á leið til vinkonu sinnar. Ræningjarnir höfðu ekki haft samband og sett fram lausnargjald nú um kvöldmataleytið, en lögreglan vildi ekki gefa nánari upplýsingar. Luis Fabiano, fyrrum leikmaður Sao Paulo, spilar nú með Porto í Portúgal en þangað kom hann í ágúst fyrir 10.4 milljónir evra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×