Sport

Þjálfari seldi miða á svörtu

Mike Tice, þjálfari Minnesota Vikings í ameríska fótboltanum, hefur viðurkennt að hafa selt miða á Ofurskálina á svörtum markaði sem er að sjálfsögðu harðbannað samkvæmt reglugerð NFL-deildarinnar. "Ég hefði ekki átt að selja miðanna," sagði Tice. "Ég gerði mistök og sé eftir þessu. Ég mun ekki gera þetta aftur. Ég fæ væntanlega há sekt." Tice seldi miðanna á 1.900 dollara stykkið sem nemur um 112 þúsund íslenskra króna. Búast má við að Paul Tagliabue, forseti NFL-deildarinnar, taki málið traustum tökum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×