Fleiri fréttir Downing með enska landsliðinu Stewart Downing, miðjumaður Middlesbrough, mun þreyta frumraun sína með landsliði Englendinga er liðið mætir Hollendingum í vináttuleik í febrúar. 13.12.2004 00:01 Ljungberg ekki gegn Portsmouth Freddie Ljungberg, leikmaður Arsenal, missir að öllum líkindum að næsta leik liðsins sem verður gegn Portsmouth á sunnudaginn kemur. 13.12.2004 00:01 Redknapp vill Jim Smith Nýji knattspyrnustjóri Southampton, Harry Redknapp, hyggst ráða Jim Smith sem aðstoðarmann sinn. 13.12.2004 00:01 Emil á leið til Tottenham Efnilegasti leikmaður Landsbankadeildarinnar á síðasta tímabili, Emil Hallfreðsson, er á leið til enska stórliðsins Tottenham Hotspur. Samkomulag náðist á milli FH og Tottenham í gær um kaupverð á Emli og því á Emil sjálfur aðeins eftir að semja við félagið en hann á ekki von á að það verði mikið vandamál. 13.12.2004 00:01 Shevchenko knattspyrnumaður Evrópu Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan var í dag valinn knattspyrnumaður Evrópu fyrir árið 2004, en Shevchenko vann sinn fyrsta ítalska meistaratitil á árinu auk þess var hann markahæstur í Seria A með 24 mörk. 13.12.2004 00:01 Souness fær eins leiks bann Framkvæmdastjóri Newcastle, Skotinn Graeme Souness, hefur verið dæmdur í eins leiks bann og 10 þúsund punda sekt af enska knattspyrnusambandinu. Souness fékk bannið eftir að hann var rekinn uppí stúku í 4-1 tapleik gegn Fulham þann 7. nóvember síðastliðinn af dómara leiksins, Howard Webb. Souness mun taka út bannið þann 3. janúar gegn WBA. 13.12.2004 00:01 Gerrard hælir Anelka Fyrirliði Liverpool, miðjumaðurinn Steven Gerrard, hrósaði í dag Nicolas Anelka, framherja Manchester City, en Anelka hefur að undanförnu verið orðaður við sölu til Liverpool í janúar. 13.12.2004 00:01 Eiður Smári og Margrét Lára best Eiður Smári Guðjohnsem og Margrét Lára Viðarsdóttir voru nú í kvöld valin knattspyrnumaður og knattspyrnukona ársins í vali sem fram fór á Hótel Nordica. Hermann Hreiðarsson varð annar í kjörinu hjá körlunum og FH-ingurinn Heimir Guðjónsson þriðji. Hjá konunum var Laufey Ólafsdóttir í öðru sæti og Olga Færseth í því þriðja. 13.12.2004 00:01 Eiður Smári og Margrét Lára valin Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir voru valin knattspyrnumenn ársins 2004 á samkomu Knattspyrnusambands Íslands sem haldin var í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem KSÍ verðlaunar knattspyrnufólk með þessum hætti en yfir 200 einstaklingar víðs vegar úr íslenska knattspyrnuheiminum tóku þátt í kjörinu. 13.12.2004 00:01 Man Utd yfir í hálfleik Einn leikur er í ensku úrvaldsdeildinni í kvöld og fer hann fram á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Manchester United er í heimsókn og eru gestirnir yfir í hálfleik 1-0 eftir að Alan Smith skoraði á 33. mínútu. 13.12.2004 00:01 ÍBV í undanúrslitin Einn leikur var í SS bikarkeppni karla í handknattleik í kvöld er KA tók á móti ÍBV í KA heimilinu á Akureyri, en þessi leikur hafi verið frestað í tvígang vegna ófærðar norður. ÍBV vann leikinn með þriggja marka mun, 27-24 og verða því í hattinum er dregið verður í undanúrslitin. 13.12.2004 00:01 Diop jafnaði fyrir Fulham Papa Bouba Diop var hetja Fulham er hann jafnaði fyrir lið sitt þrem mínútum fyrir leikslok og tryggði Fulham jafntefli gegn Manchester United, en Alan Smith hafði áður komið gestunum yfir í fyrri hálfleik. 13.12.2004 00:01 Jakob í 13. sæti Jakob Jóhann Sveinsson náði ágætum árangri á Evrópumótinu í 25 metra laug í Vínarborg í morgun. Hann hafnaði í 13.sæti af 31 keppenda í 200 metra bringusundi. Hann var tæpri sekúndu frá því að komast í úrslit. 12.12.2004 00:01 Klitscko varði titilinn Úkraínumaðurinn Vitaly Klitscko varði heimsmeistaratitil sinn í þungavigt í nótt þegar hann gjörsigraði Englendinginn Danny Williams, sem sló Mike Tyson niður í sumar. Dómarinn stöðvaði bardagann, sem var í beinni útsendingu á Sýn, í áttundu lotu. Klitschko hafði þá nýlokið við að slá Williams í gólfið í fjórða skipti. 12.12.2004 00:01 Barca enn á siglingu Barcelona heldur sigurgöngu sinni áfram í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði Albacete að velli á útivelli 2-1 í gærkvöldi. Xavi skoraði sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok. Asier Del Horno skoraði sigurmark Athletic Bilbao í 1-0 sigri á Atletico Madrid í gær. Barcelona hefur nú tólf stiga forystu í deildinni eru með 38 stig. 12.12.2004 00:01 Segja Sheva hljóta verðlaunin Ítalskir fjölmiðlar og þá sérstaklega hið virta íþróttadagblað þar í landi, "La Gazzetta dello Sport" segjast hafa komist á snoðir um að úkraínski knattspyrnusnillingurinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan hljóti verðlaunin besti knattspyrnumaður í Evrópu árið 2004. Verðlaunin virtu og eftirsóttu verða afhend í París annað kvöld, mánudagskvöld. 12.12.2004 00:01 Eiður skoraði gegn Arsenal Eiður Smári Guðjohnsen skoraði jöfnunarmark Chelsea gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en lokatökur urðu 2-2. Mark Eiðs kom eftir aðeins 37 sekúndna leik í seinni hálfleik. Thierry Henry skoraði bæði mörk Arsenal, það fyrra eftir aðeins 1 mínútu og 28 sekúndur og síðara eftir 29 mínútur en John Terry jafnaði fyrir Chelsea á 17. mínútu. Birmingham lagði Aston Villa fyrr í dag, 1-2. 12.12.2004 00:01 KFÍ-Grindavík frestað Leik KFÍ og Grindavíkur í efstu deild karla í körfuknattleik sem fara átti fram í kvöld hefur verið frestað. Leikurinn fer fram annað kvöld klukkan 19:15 12.12.2004 00:01 Stórmeistarajafntefli á Highbury Einum stærsta leik ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð, leik meistara Arsenal og Chelsea, lauk með jafntefli 2-2 eftir æsispennandi 90 mínútur á Highbury í gær. Gríðarlegur hraði einkenndi leikinn frá upphafi til enda og verður að telja úrslitin sanngjörn miðað við gang hans. 12.12.2004 00:01 Besti leikur tímabilsins "Á því leikur enginn vafi að þetta var okkar besti leikur á tímabillinu," voru orð Carlo Ancelotti, stjóra AC Milan eftir að liðið gekk frá Fiorentina með sex mörkum gegn engu í Seríu A á Ítalíu í gær. Með sigrinum er Milan kyrfilega í öðru sæti, sex stigum á undan næsta liði í þriðja sæti en Juventus er enn á toppnum. 12.12.2004 00:01 Forsýning í Bláfjöllum "Þetta var eins konar forsýning. Við auglýstum ekki en þarna mættu um 200-300 manns," segir Grétar Hallur Þórisson, forstöðumaður skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, en skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað síðastliðinn laugardag. 12.12.2004 00:01 Enginn í úrslit Enginn Íslenskur sundmaður komst í úrslit á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Vínarborg í morgun. Jakob Jóhann Sveinsson varð 23. af 35 keppendum í undanrásum í 50 m bringusundi. Hann synti á 28,52 sekúndum, og var nálægt Íslandsmetinu. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir varð númer 26 af 34 keppendum í 100 metra flugsundi 11.12.2004 00:01 Arnór skoraði 2 Arnór Atlason skoraði 2 mörk fyrir Magdeburg þegar liðið vann slóvenska liðið Drustvo Termo í 37-31 í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í handknattleik í gærkvöldi. Magdeburg er komið í átta liða úrslit í keppninni. Sigfús Sigurðsson lék ekki með þýska liðinu í gær. 11.12.2004 00:01 Hnefaleikaveisla á Sýn Klukkan eitt eftir miðnætti hefst í beinni útsendingu á Sýn mikil hnefaleikaveisla. Hápunktur næturinnar verður viðureign Danny Williams, sem sló Mike Tyson niður í sumar og Úkraínumannsins Vitaly Klitschko. Þeir keppa um heimsmeistaratitilinn í þungavigt WBC-sambandsins. 11.12.2004 00:01 Markalaust í nágrannaslagnum Það er markalaust í hálfleik í stórleik nágrannaliðanna Everton og Lvierpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leikurinn hófst kl 12.45. Everton hefur komið gríðarlega á óvart í vetur og er í 3. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Arsenal og 6 stigum á eftir toppliði Chelsea. Liverpool er í 7. sæti. Aðrir leikir í deildinni í dag eru eftirfarandi: 11.12.2004 00:01 4 milljóna kr. sekt fyrir Puma föt Arsenal miðjumanninum Robert Pires í ensku knattspyrnunni varð aldeilis á í messunni í október sl. sem hann þurfti að gjalda fyrir í gær. Pires þurfti í gær að punga út 50.000 Evrum, sem nemur rúmlega fjórum milljónum króna, fyrir það eitt að vera í röngum bol í sjónvarpsviðtali í Frakklandi. 11.12.2004 00:01 Everton í 2. sætið Lee Carsley var hetja Everton þegar hann skoraði sigurmark liðsins á 68. mínútu gegn Liverpool í dag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en lokatölur urðu 1-0 í grannaslagnum. Everton er nú komið í 2. sæti deildarinnar með 36 stig, aðeins 3 stigum á eftir toppliði Chelsea. 11.12.2004 00:01 Heiðar búinn að skora Heiðar Helguson er búinn að skora fyrir Watford gegn Wolves í ensku Championship deildinni í knattspyrnu en staðan er 1-1. Brynjar Björn Gunnarsson er einnig í byrjunarliði Watford að vanda. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading sem er í heimsókn hjá Leicester þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson er einnig í byrjunarliðinu. 11.12.2004 00:01 Stórleikir í handboltanum í dag Þrír leikir eru á dagskrá í Norður-riðli DHL deildarinnar í handbolta karla í dag og eru línur að skýrast með hvaða lið tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni. Fram sem er í mikilli baráttu við Þór um fjórða sætið fer í heimsókn til HK sem er í 3. sæti, 3 stigum á undan Fram þegar bæði lið eiga tvo leiki eftir. Topplið Hauka fær Þór Ak í heimsókn. 11.12.2004 00:01 Lazio fær heimaleiksbann Ítalska knattspyrnuliðið Lazio þarf að leika næsta heimaleik sinn í Evrópukeppni án áhorfenda en það er refsing sem félagið þarf að sæta vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna liðsins. Þá hefur Real Madrid verið sektað um 9.780 evrur (816.000 kr) fyrir sömu hegðun sinna stuðningsmanna í Meistaradeildarleik gegn Bayer Leverkusen í síðasta mánuði. 11.12.2004 00:01 Boro skoraði tvö í blálokin Leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er lokið en 7 leikir voru á dagskrá í dag. Hermann Hreiðarsson lék sinn 50. deildarleik með Charlton sem krækti í 3 stig gegn W.B.A. með 0-1 útisigri og er komið í 8. sæti deildarinnar með 24 stig, jafnmörg og Liverpool. Middlesbrough átti endurkomu dagsins og náði 2-2 jafntefli gegn Southampton eftir að hafa verið 2-0 undir þegar 2 mínútur voru eftir. 11.12.2004 00:01 Heiðar og Ívar skoruðu Heiðar Helguson skoraði mark Watford sem gerði jafntefli við Wolves, 1-1 í ensku Championship deildinni í knattspyrnu. Brynjar Björn Gunnarsson var einnig í byrjunarliði Watford. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn með Reading og skoraði seinna mark liðsins í 0-2 útisigri á Leicester þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliðinu. 11.12.2004 00:01 Francis öflugur í fjarveru Grants Grant Hill meiddist lítillega á sköflungi á dögunum og missti af síðustu tveimur leikjum Orlando Magic í NBA-körfuboltanum. 11.12.2004 00:01 Simeone á leið frá Atletico? Samkvæmt spænskum blöðum ætlar Diego Simeone að segja skilið við Atletico Madrid og ganga til liðs við Racing Club í Buenos Aires í heimalandi sínu, Argentínu. 11.12.2004 00:01 Valencia varð fyrir áfalli Momo Sissoko, miðjumaður Valencia, verður frá knattspyrnu í minnst tvo mánuði vegna uppskurðar á hné. 11.12.2004 00:01 Cristiano krufinn á ný Farið hefur verið fram á að lík brasilíska knattspyrnumannsins Cristiano Junior, sem lét lífið í leik Dempo FC og Mohun Bagan í indversku deildinni í síðustu viku, verði krufið að nýju. 11.12.2004 00:01 Mayweather í hringinn í janúar Floyd Mayweather Jr., tvöfaldur heimsmeistari í fjaðurvigt í hnefaleikum, hyggst snúa aftur í hringinn 22. janúar næstkomandi. 11.12.2004 00:01 Strachan á leið til Portsmouth? Sögur herma að forráðamenn Portsmouth hafi mikinn áhuga á að ráða Gordon Strachan sem næsta knattspyrnustjóra liðsins. 11.12.2004 00:01 Bayern jafnaði í lokin Toppliðin í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Bayern Munchen og Schalke gerðu bæði jafntefli í leikjum sínum í dag. Bayern slapp þó með skrekkinn og heldur toppsætinu naumlega eftir 2-2 jafntefli við Stuttgart þar sem Guerrero jafnaði metin á 89. mínútu eftir að Stuttgart hafði leitt leikinn. Schalke er jafnt Bayern á toppnum með 34 stig. 11.12.2004 00:01 Real Madrid sektað Real Madrid hefur verið sektað um tæplega 10 þúsund evrur fyrir hegðun áhorfenda í leik liðsins gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í síðasta mánuði. 11.12.2004 00:01 Haukar töpuðu heima gegn Þór Þór frá Akureyri tyllti sér í 4. sæti Norður riðils DHL deildarinnar í handbolta karla í dag með óvæntum útisigri á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum, <strong>28:29</strong>. Þar með er Þór með 2 stiga forskot á Fram sem tapaði fyrir HK, <strong>35:29</strong>. HK náði með því 2. sæti riðilsins fyrir lokaumferðina og er með 15 stig, tveimur stigum á eftir Haukum og jafnt KA að stigum. 11.12.2004 00:01 Flugeldasýning hjá Ljónunum Ljónin taka á móti Skallagrími í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfuknattleik karla. Lið Ljónanna, sem stofnað var fyrir tímabilið í vetur, hefur ráðið til sín tvo erlenda leikmenn, þá Anthony Quinn Jones og Steve Smith. Smith er að stíga sín fyrstu skref á erlendri grundu en Jones lék með Grindvíkingum undir lokin á síðasta tímabili. 11.12.2004 00:01 Lítið um fögnuð í fyrsta leik Körfuboltalið Grindavíkur hafði yfir nógu að gleðjast á föstudagskvöldið eftir atburði dagsins en mátti þess í stað þola eitt versta heimatap sitt í sögu úrvalsdeildarinnar þegar ÍR-ingar komu í heimsókn og unnu þá með 37 stigum, 66-103. 11.12.2004 00:01 Everton fór upp í annað sætið Miðjumaðurinn Lee Carsley var hetja Everton í 200. nágrannaslagnum gegn Liverpool í gær þegar hann skoraði eina mark leiksins með skoti af 25 metra færi á 68. mínútu. 11.12.2004 00:01 Bayern vetrarmeistari í Þýskalandi Bayern München er vetrarmeistari í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu eftir 2-2 jafntefli við VfB Stuttgart í toppslag þýsku deildarinnar í gær. 11.12.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Downing með enska landsliðinu Stewart Downing, miðjumaður Middlesbrough, mun þreyta frumraun sína með landsliði Englendinga er liðið mætir Hollendingum í vináttuleik í febrúar. 13.12.2004 00:01
Ljungberg ekki gegn Portsmouth Freddie Ljungberg, leikmaður Arsenal, missir að öllum líkindum að næsta leik liðsins sem verður gegn Portsmouth á sunnudaginn kemur. 13.12.2004 00:01
Redknapp vill Jim Smith Nýji knattspyrnustjóri Southampton, Harry Redknapp, hyggst ráða Jim Smith sem aðstoðarmann sinn. 13.12.2004 00:01
Emil á leið til Tottenham Efnilegasti leikmaður Landsbankadeildarinnar á síðasta tímabili, Emil Hallfreðsson, er á leið til enska stórliðsins Tottenham Hotspur. Samkomulag náðist á milli FH og Tottenham í gær um kaupverð á Emli og því á Emil sjálfur aðeins eftir að semja við félagið en hann á ekki von á að það verði mikið vandamál. 13.12.2004 00:01
Shevchenko knattspyrnumaður Evrópu Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan var í dag valinn knattspyrnumaður Evrópu fyrir árið 2004, en Shevchenko vann sinn fyrsta ítalska meistaratitil á árinu auk þess var hann markahæstur í Seria A með 24 mörk. 13.12.2004 00:01
Souness fær eins leiks bann Framkvæmdastjóri Newcastle, Skotinn Graeme Souness, hefur verið dæmdur í eins leiks bann og 10 þúsund punda sekt af enska knattspyrnusambandinu. Souness fékk bannið eftir að hann var rekinn uppí stúku í 4-1 tapleik gegn Fulham þann 7. nóvember síðastliðinn af dómara leiksins, Howard Webb. Souness mun taka út bannið þann 3. janúar gegn WBA. 13.12.2004 00:01
Gerrard hælir Anelka Fyrirliði Liverpool, miðjumaðurinn Steven Gerrard, hrósaði í dag Nicolas Anelka, framherja Manchester City, en Anelka hefur að undanförnu verið orðaður við sölu til Liverpool í janúar. 13.12.2004 00:01
Eiður Smári og Margrét Lára best Eiður Smári Guðjohnsem og Margrét Lára Viðarsdóttir voru nú í kvöld valin knattspyrnumaður og knattspyrnukona ársins í vali sem fram fór á Hótel Nordica. Hermann Hreiðarsson varð annar í kjörinu hjá körlunum og FH-ingurinn Heimir Guðjónsson þriðji. Hjá konunum var Laufey Ólafsdóttir í öðru sæti og Olga Færseth í því þriðja. 13.12.2004 00:01
Eiður Smári og Margrét Lára valin Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir voru valin knattspyrnumenn ársins 2004 á samkomu Knattspyrnusambands Íslands sem haldin var í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem KSÍ verðlaunar knattspyrnufólk með þessum hætti en yfir 200 einstaklingar víðs vegar úr íslenska knattspyrnuheiminum tóku þátt í kjörinu. 13.12.2004 00:01
Man Utd yfir í hálfleik Einn leikur er í ensku úrvaldsdeildinni í kvöld og fer hann fram á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Manchester United er í heimsókn og eru gestirnir yfir í hálfleik 1-0 eftir að Alan Smith skoraði á 33. mínútu. 13.12.2004 00:01
ÍBV í undanúrslitin Einn leikur var í SS bikarkeppni karla í handknattleik í kvöld er KA tók á móti ÍBV í KA heimilinu á Akureyri, en þessi leikur hafi verið frestað í tvígang vegna ófærðar norður. ÍBV vann leikinn með þriggja marka mun, 27-24 og verða því í hattinum er dregið verður í undanúrslitin. 13.12.2004 00:01
Diop jafnaði fyrir Fulham Papa Bouba Diop var hetja Fulham er hann jafnaði fyrir lið sitt þrem mínútum fyrir leikslok og tryggði Fulham jafntefli gegn Manchester United, en Alan Smith hafði áður komið gestunum yfir í fyrri hálfleik. 13.12.2004 00:01
Jakob í 13. sæti Jakob Jóhann Sveinsson náði ágætum árangri á Evrópumótinu í 25 metra laug í Vínarborg í morgun. Hann hafnaði í 13.sæti af 31 keppenda í 200 metra bringusundi. Hann var tæpri sekúndu frá því að komast í úrslit. 12.12.2004 00:01
Klitscko varði titilinn Úkraínumaðurinn Vitaly Klitscko varði heimsmeistaratitil sinn í þungavigt í nótt þegar hann gjörsigraði Englendinginn Danny Williams, sem sló Mike Tyson niður í sumar. Dómarinn stöðvaði bardagann, sem var í beinni útsendingu á Sýn, í áttundu lotu. Klitschko hafði þá nýlokið við að slá Williams í gólfið í fjórða skipti. 12.12.2004 00:01
Barca enn á siglingu Barcelona heldur sigurgöngu sinni áfram í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði Albacete að velli á útivelli 2-1 í gærkvöldi. Xavi skoraði sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok. Asier Del Horno skoraði sigurmark Athletic Bilbao í 1-0 sigri á Atletico Madrid í gær. Barcelona hefur nú tólf stiga forystu í deildinni eru með 38 stig. 12.12.2004 00:01
Segja Sheva hljóta verðlaunin Ítalskir fjölmiðlar og þá sérstaklega hið virta íþróttadagblað þar í landi, "La Gazzetta dello Sport" segjast hafa komist á snoðir um að úkraínski knattspyrnusnillingurinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan hljóti verðlaunin besti knattspyrnumaður í Evrópu árið 2004. Verðlaunin virtu og eftirsóttu verða afhend í París annað kvöld, mánudagskvöld. 12.12.2004 00:01
Eiður skoraði gegn Arsenal Eiður Smári Guðjohnsen skoraði jöfnunarmark Chelsea gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en lokatökur urðu 2-2. Mark Eiðs kom eftir aðeins 37 sekúndna leik í seinni hálfleik. Thierry Henry skoraði bæði mörk Arsenal, það fyrra eftir aðeins 1 mínútu og 28 sekúndur og síðara eftir 29 mínútur en John Terry jafnaði fyrir Chelsea á 17. mínútu. Birmingham lagði Aston Villa fyrr í dag, 1-2. 12.12.2004 00:01
KFÍ-Grindavík frestað Leik KFÍ og Grindavíkur í efstu deild karla í körfuknattleik sem fara átti fram í kvöld hefur verið frestað. Leikurinn fer fram annað kvöld klukkan 19:15 12.12.2004 00:01
Stórmeistarajafntefli á Highbury Einum stærsta leik ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð, leik meistara Arsenal og Chelsea, lauk með jafntefli 2-2 eftir æsispennandi 90 mínútur á Highbury í gær. Gríðarlegur hraði einkenndi leikinn frá upphafi til enda og verður að telja úrslitin sanngjörn miðað við gang hans. 12.12.2004 00:01
Besti leikur tímabilsins "Á því leikur enginn vafi að þetta var okkar besti leikur á tímabillinu," voru orð Carlo Ancelotti, stjóra AC Milan eftir að liðið gekk frá Fiorentina með sex mörkum gegn engu í Seríu A á Ítalíu í gær. Með sigrinum er Milan kyrfilega í öðru sæti, sex stigum á undan næsta liði í þriðja sæti en Juventus er enn á toppnum. 12.12.2004 00:01
Forsýning í Bláfjöllum "Þetta var eins konar forsýning. Við auglýstum ekki en þarna mættu um 200-300 manns," segir Grétar Hallur Þórisson, forstöðumaður skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, en skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað síðastliðinn laugardag. 12.12.2004 00:01
Enginn í úrslit Enginn Íslenskur sundmaður komst í úrslit á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Vínarborg í morgun. Jakob Jóhann Sveinsson varð 23. af 35 keppendum í undanrásum í 50 m bringusundi. Hann synti á 28,52 sekúndum, og var nálægt Íslandsmetinu. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir varð númer 26 af 34 keppendum í 100 metra flugsundi 11.12.2004 00:01
Arnór skoraði 2 Arnór Atlason skoraði 2 mörk fyrir Magdeburg þegar liðið vann slóvenska liðið Drustvo Termo í 37-31 í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í handknattleik í gærkvöldi. Magdeburg er komið í átta liða úrslit í keppninni. Sigfús Sigurðsson lék ekki með þýska liðinu í gær. 11.12.2004 00:01
Hnefaleikaveisla á Sýn Klukkan eitt eftir miðnætti hefst í beinni útsendingu á Sýn mikil hnefaleikaveisla. Hápunktur næturinnar verður viðureign Danny Williams, sem sló Mike Tyson niður í sumar og Úkraínumannsins Vitaly Klitschko. Þeir keppa um heimsmeistaratitilinn í þungavigt WBC-sambandsins. 11.12.2004 00:01
Markalaust í nágrannaslagnum Það er markalaust í hálfleik í stórleik nágrannaliðanna Everton og Lvierpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leikurinn hófst kl 12.45. Everton hefur komið gríðarlega á óvart í vetur og er í 3. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Arsenal og 6 stigum á eftir toppliði Chelsea. Liverpool er í 7. sæti. Aðrir leikir í deildinni í dag eru eftirfarandi: 11.12.2004 00:01
4 milljóna kr. sekt fyrir Puma föt Arsenal miðjumanninum Robert Pires í ensku knattspyrnunni varð aldeilis á í messunni í október sl. sem hann þurfti að gjalda fyrir í gær. Pires þurfti í gær að punga út 50.000 Evrum, sem nemur rúmlega fjórum milljónum króna, fyrir það eitt að vera í röngum bol í sjónvarpsviðtali í Frakklandi. 11.12.2004 00:01
Everton í 2. sætið Lee Carsley var hetja Everton þegar hann skoraði sigurmark liðsins á 68. mínútu gegn Liverpool í dag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en lokatölur urðu 1-0 í grannaslagnum. Everton er nú komið í 2. sæti deildarinnar með 36 stig, aðeins 3 stigum á eftir toppliði Chelsea. 11.12.2004 00:01
Heiðar búinn að skora Heiðar Helguson er búinn að skora fyrir Watford gegn Wolves í ensku Championship deildinni í knattspyrnu en staðan er 1-1. Brynjar Björn Gunnarsson er einnig í byrjunarliði Watford að vanda. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading sem er í heimsókn hjá Leicester þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson er einnig í byrjunarliðinu. 11.12.2004 00:01
Stórleikir í handboltanum í dag Þrír leikir eru á dagskrá í Norður-riðli DHL deildarinnar í handbolta karla í dag og eru línur að skýrast með hvaða lið tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni. Fram sem er í mikilli baráttu við Þór um fjórða sætið fer í heimsókn til HK sem er í 3. sæti, 3 stigum á undan Fram þegar bæði lið eiga tvo leiki eftir. Topplið Hauka fær Þór Ak í heimsókn. 11.12.2004 00:01
Lazio fær heimaleiksbann Ítalska knattspyrnuliðið Lazio þarf að leika næsta heimaleik sinn í Evrópukeppni án áhorfenda en það er refsing sem félagið þarf að sæta vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna liðsins. Þá hefur Real Madrid verið sektað um 9.780 evrur (816.000 kr) fyrir sömu hegðun sinna stuðningsmanna í Meistaradeildarleik gegn Bayer Leverkusen í síðasta mánuði. 11.12.2004 00:01
Boro skoraði tvö í blálokin Leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er lokið en 7 leikir voru á dagskrá í dag. Hermann Hreiðarsson lék sinn 50. deildarleik með Charlton sem krækti í 3 stig gegn W.B.A. með 0-1 útisigri og er komið í 8. sæti deildarinnar með 24 stig, jafnmörg og Liverpool. Middlesbrough átti endurkomu dagsins og náði 2-2 jafntefli gegn Southampton eftir að hafa verið 2-0 undir þegar 2 mínútur voru eftir. 11.12.2004 00:01
Heiðar og Ívar skoruðu Heiðar Helguson skoraði mark Watford sem gerði jafntefli við Wolves, 1-1 í ensku Championship deildinni í knattspyrnu. Brynjar Björn Gunnarsson var einnig í byrjunarliði Watford. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn með Reading og skoraði seinna mark liðsins í 0-2 útisigri á Leicester þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliðinu. 11.12.2004 00:01
Francis öflugur í fjarveru Grants Grant Hill meiddist lítillega á sköflungi á dögunum og missti af síðustu tveimur leikjum Orlando Magic í NBA-körfuboltanum. 11.12.2004 00:01
Simeone á leið frá Atletico? Samkvæmt spænskum blöðum ætlar Diego Simeone að segja skilið við Atletico Madrid og ganga til liðs við Racing Club í Buenos Aires í heimalandi sínu, Argentínu. 11.12.2004 00:01
Valencia varð fyrir áfalli Momo Sissoko, miðjumaður Valencia, verður frá knattspyrnu í minnst tvo mánuði vegna uppskurðar á hné. 11.12.2004 00:01
Cristiano krufinn á ný Farið hefur verið fram á að lík brasilíska knattspyrnumannsins Cristiano Junior, sem lét lífið í leik Dempo FC og Mohun Bagan í indversku deildinni í síðustu viku, verði krufið að nýju. 11.12.2004 00:01
Mayweather í hringinn í janúar Floyd Mayweather Jr., tvöfaldur heimsmeistari í fjaðurvigt í hnefaleikum, hyggst snúa aftur í hringinn 22. janúar næstkomandi. 11.12.2004 00:01
Strachan á leið til Portsmouth? Sögur herma að forráðamenn Portsmouth hafi mikinn áhuga á að ráða Gordon Strachan sem næsta knattspyrnustjóra liðsins. 11.12.2004 00:01
Bayern jafnaði í lokin Toppliðin í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Bayern Munchen og Schalke gerðu bæði jafntefli í leikjum sínum í dag. Bayern slapp þó með skrekkinn og heldur toppsætinu naumlega eftir 2-2 jafntefli við Stuttgart þar sem Guerrero jafnaði metin á 89. mínútu eftir að Stuttgart hafði leitt leikinn. Schalke er jafnt Bayern á toppnum með 34 stig. 11.12.2004 00:01
Real Madrid sektað Real Madrid hefur verið sektað um tæplega 10 þúsund evrur fyrir hegðun áhorfenda í leik liðsins gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í síðasta mánuði. 11.12.2004 00:01
Haukar töpuðu heima gegn Þór Þór frá Akureyri tyllti sér í 4. sæti Norður riðils DHL deildarinnar í handbolta karla í dag með óvæntum útisigri á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum, <strong>28:29</strong>. Þar með er Þór með 2 stiga forskot á Fram sem tapaði fyrir HK, <strong>35:29</strong>. HK náði með því 2. sæti riðilsins fyrir lokaumferðina og er með 15 stig, tveimur stigum á eftir Haukum og jafnt KA að stigum. 11.12.2004 00:01
Flugeldasýning hjá Ljónunum Ljónin taka á móti Skallagrími í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfuknattleik karla. Lið Ljónanna, sem stofnað var fyrir tímabilið í vetur, hefur ráðið til sín tvo erlenda leikmenn, þá Anthony Quinn Jones og Steve Smith. Smith er að stíga sín fyrstu skref á erlendri grundu en Jones lék með Grindvíkingum undir lokin á síðasta tímabili. 11.12.2004 00:01
Lítið um fögnuð í fyrsta leik Körfuboltalið Grindavíkur hafði yfir nógu að gleðjast á föstudagskvöldið eftir atburði dagsins en mátti þess í stað þola eitt versta heimatap sitt í sögu úrvalsdeildarinnar þegar ÍR-ingar komu í heimsókn og unnu þá með 37 stigum, 66-103. 11.12.2004 00:01
Everton fór upp í annað sætið Miðjumaðurinn Lee Carsley var hetja Everton í 200. nágrannaslagnum gegn Liverpool í gær þegar hann skoraði eina mark leiksins með skoti af 25 metra færi á 68. mínútu. 11.12.2004 00:01
Bayern vetrarmeistari í Þýskalandi Bayern München er vetrarmeistari í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu eftir 2-2 jafntefli við VfB Stuttgart í toppslag þýsku deildarinnar í gær. 11.12.2004 00:01