Sport

Heiðar búinn að skora

Heiðar Helguson er búinn að skora fyrir Watford gegn Wolves í ensku Championship deildinni í knattspyrnu en staðan er 1-1. Brynjar Björn Gunnarsson er einnig í byrjunarliði Watford að vanda enda að sögn þjálfarans einn allra besti leikmaður liðsins það sem af er vetri. Þá er Hermann Hreiðarsson að vanda í byrjunarliði Charlton sem er 0-1 yfir gegn W.B.A. í úrvalsdeildinni en þetta er 50. leikur Hermanns fyrir félagið. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading sem er í heimsókn hjá Leicester þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson er einnig í byrjunarliðinu. Bjarni Guðjónsson er ekki í leikmannahóp Coventry sem er undir gegn Stoke, 0-1. Í Þýskalandi er okkar eini fulltrúi, Þórður Guðjónsson, ekki í leikmannahópi Bochum sem er að tapa 0-2 fyrir Hamburg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×