Fleiri fréttir

Karfan og handboltinn í kvöld

í kvöld eru á dagskrá 3 leikir í DHL deild karla í handbolta og tveir leikir í Intersport deild karla í körfubolta. Í handboltanum mætast ÍR og Grótta/KR í Austurbergi, Selfoss-Víkingur fyrir austan fjall og ÍBV-Valur í Eyjum. Allir leikirnir hefjast kl 19.15. Í körfunni mætast Grindavík-ÍR annars vegar og Þór-Ármann/Þróttur í Þorlákshöfn.

Dregið í riðla í deildarbikarnum

Riðlaskipting í Deildarbikarkeppnina í knattspyrnu 2005 hefur nú verið ákveðin. Sú breyting var gerð frá því í fyrra að nú er keppt í þremur deildum karla og kvenna.  Í riðli 2 eru lið eins og Íslandsmeistarar FH, bikarmeistarar Keflavíkur, KR, KA og Fram. Í riðli 1 eru lið eins og ÍA, Grindavík, ÍBV, Fylkir og nýkrýndir Íslandsmeistarar innanhúss, Valur.

37 stiga sigur ÍR í Grindavík

ÍR tók Grindvíkinga í kennslustund á þeirra eigin heimavelli í Intersport deild karla í körfubolta í kvöld með 37 stiga sigri, 66-103. ÍR náði þar með að tylla sér upp fyrir Grindvíkinga í deildinni í 6. sæti en liðin er jöfn að stigum með 10 stig. Í 1. deild vann Þór Þorlákshöfn 16 stiga sigur á Ármanni/Þrótti, 87-71.

Naumir sigrar í handboltanum

Spennan er heldur betur farin að magnast í DHL deildinni í handbolta karla en þrír leikir fóru fram í Suður riðli í kvöld og lauk þeim öllum með naumum sigrum sigurliðanna. Topplið ÍR tapaði óvænt á heimavelli fyrir Gróttu/KR, 27-29 en heldur engu að síður toppsætinu þar sem Valur sem er í 2. sæti tapaði einnig sínum leik, með eins marks mun gegn ÍBV í Eyjum, 24-23.

Leeds jafnaði á 93. mínútu

Leeds náði að bjarga stigi í viðbótartíma gegn West Ham í ensku Championsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en lokatölur urðu 1-1. Luke Chadwick kom Wast Ham yfir á 50. mínútu en David Healy jafnaði úr vítaspyrnu á 93. mínútu en leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn.

Jörundur Áki tekur við landsliðinu

Knattspyrnusamband Ísland hefur komist að samkomulagi við Jörund Áka Sveinsson um að hann taki við af Helenu Ólafsdóttur sem landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Jörundur Áki hefur áður þjálfað kvennalandslið Íslands, árin 2001 og 2002, með góðum árangri.

15,8 milljónir til íslenskra liða

Knattspyrnusamband Evrópu hefur úthlutað 15,8 milljónum króna til íslenskra félagsliða en þetta er hluti af tekjum Meistaradeildarinnar og er eyrnamerkt barna- og unglingastarfi. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að tekjurnar renni til félaga sem voru í Landsbankadeildinni 2002 og fær hvert þeirra 1.580 þúsund krónur í sinn hlut.

Fyrsta mót Birgis að hefjast

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, hefur leik á sínu fyrsta móti á evrópsku mótaröðinni, Dunhill-meistaramótinu, á Creek vellinum í Suður-Ameríku nú á hádegi. Verðlaun eru alls um 70 milljónir króna á mótinu en efsta sætið gefur um 10 milljónir króna. Ernie Els, stigahæsti kylfingur Evrópu, er á meðal þátttakenda.

Anja Ríkey í 21. sæti í baksundinu

Evrópumeistaramótið í sundi í 25 metra laug hófst í Vínarborg í morgun. Anja Ríkey Jakobsdóttir í Ægi varð 21. af 30 keppendum í 100 metra baksundi, synti á 1 mínútu 3,49 sekúndum, og var tæpri sekúndu frá því að komast í undanúrslit.

Tyson handtekinn

Fyrrum heimsmeistari í þungavigt hnefaleika, Mike Tyson, var handtekinn fyrir utan næturklúbb í Scottsdale, Arizona, í lok nóvember. Tyson er gefið að sök að hafa hoppað á vélarhlíf bifreiðar svo stórsá á bílnum. Tyson ætlar í hringinn aftur í mars nk. en hann tapaði fyrir Danny Williams í júlí síðastliðnum.

Keflavík sigraði Grindavík

Keflavík sigraði Grindavík í 1. deild kvenna í körfubolta með tuttugu stiga mun, 90-70. Keflavík er með fullt hús stiga eftir níu leiki, eða 18 stig, en Grindavík er í þriðja sæti með 12 stig.

Einar með níu mörk

Einar Hólmgeirsson skoraði níu mörk fyrir Grosswallstadt sem lagði Hamborg 31-28 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær.

Chicago vann loks leik

Chicago Bulls unnu loks leik í NBA-körfuboltanum í gær. Þetta gamla stórveldi lagði Cleveland 113-85. Los Angeles Lakers töpuðu fyrir Phoenix Suns 113-110 þrátt fyrir 20 stig frá Kobe Bryant, 14 fráköst og 11 stoðsendingar.

Birgir Leifur á 3 yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, hefur lokið fyrsta hring á Dunhill golfmótinu í Suður-Afríku sem er liður í evrópsku mótaröðinni. Hann er á þremur höggum yfir pari og jafn 15 öðrum kylfingum í 85. sæti. Birgir Leifur byrjaði hringinn illa og var á 5 yfir pari eftir fyrstu fjórar holurnar.

Má ekki leika heima gegn Newcastle

Enska utandeildarknattspyrnuliðið Yeading, sem mætir úrvalsdeildarliðinu Newcastle í næstu umferð ensku bikarkeppninnar í næsta mánuði, má ekki leika leikinn á heimavelli sínum eins og félagið sóttist eftir. Heimavöllurinn, The Warren, tekur 3.500 áhorfendur.

Loks sigur hjá liði Keith Vassell

Íslandsvinurinn Keith Vassel og félagar hans í sænska körfuknattleiksliðinu Jamtland Basket sigruðu Norrköping Dolphins í tvíframlengdum leik, 117-109, í fyrrakvöld.

Hamm og Foudy hættar

Mia Hamm og Julie Foudy léku sinn síðasta leik fyrir bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu þegar liðið lék við Mexíkó í fyrrakvöld. Leikurinn endaði 5-0 fyrir Bandaríkin.

Ábyrgur fyrir dauða leikmanns?

Indverska knattspyrnusambandið hefur vikið markverði Mohuh Bagan tímabundið úr deildinni fyrir að gefa Cristiano Junior, leikmanni Dempo SC, högg á andlitið.

Ernie Els með forystu

Kylfingurinn Ernie Els hefur forystu eftir fyrsta dag Dunhill golfmótsins sem fram fer nánast í bakgarði kappans í S.Afríku.

HM 2006 í sundi í uppnámi?

Heimsmeistarakeppnin í sundi árið 2006 gæti verið í uppnámi eftir að í ljós kom að ekki hefur tekist að safna því fé sem til þarf í Kanada en keppnina á að halda í Montreal.

ÍF valdi íþróttafólk ársins

Sundfólkið Kristín Rós Hákonardóttir og Gunnar Örn Ólafsson hafa verið kosin íþróttafólk ársins hjá fötluðum og fengu þau verðlaun afhent í veglegu hófi í boði Radisson SAS-hótelsins á Hótel Sögu á miðvikudaginn. Kristín Rós var að fá þessi verðlaun tíunda árið í röð en Gunnar Örn var einnig íþróttamaður ársins hjá fötluðum fyrir tveimur árum.

Fimm af sex liðum komin með kana

Erlendir leikmenn streyma nú til liðanna í 1. deild kvenna í körfubolta en Njarðvík, KR, Grindavík og Haukar hafa öll styrkt sig með atvinnumönnum á síðustu dögum.

Sigur er krafan í öllum leikjum

"Ég get ekki tekið undir þau sjónarmið að við höfum komið illa fram við Helenu Ólafsdóttur," segir Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands. Í gær var gengið frá ráðningu Jörundar Áka Sveinssonar sem nýs landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins til næstu tveggja ára og Elísabetar Gunnarsdóttur sem þjálfara U21 árs landsliðs kvenna.

Eitt stúlknamet féll

Íslenskir keppendurnir stóðu sig bærilega fyrsta daginn á Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fer í Austurríki. Fimm íslenskir keppendur taka þátt og setti einn þeirra, Erla Dögg Haraldsdóttir, stúlknamet í 50 metra bringusundi og gamla metið átti hún sjálf frá því í mars síðastliðnum.

Birgir á einu höggi yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, var á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hringinn á Dunhill-mótinu sem fram fer í Leopard Creek í Suður-Afríku.

Erfiðasti leikurinn á ferlinum

"Leikurinn var skemmtilegur en jafnframt sá erfiðasti sem ég hef nokkru sinni leikið," segir Guðrún Gunnarsdóttir, varnarmaður úr KR. Um síðustu helgi upplifði hún sína stærstu stund á ferlinum þegar háskólalið það sem hún spilar með úti í Bandaríkjunum, Notre Dame, sigraði háskólakeppnina eftir æsispennandi leik við Háskólann í Los Angeles.

Fyrir neðan allar hellur

Stórtap Deportivo á miðvikudaginn í Meistaradeildinni á heimavelli fyrir Mónakó kórónaði hörmulegt gengi liðsins í þeirri útvöldu deild en félagið lauk keppni ótrúlegt nokk með aðeins tvö stig og skoraði ekki eitt einasta mark.

Madeira-Keflavík í kvöld

Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfubolta karla leik í kvöld lokaleikinn í vesturdeildarriðli í Evrópukeppni bikarhafa gegn Madeira og er leikið í Portúgal. Með sigri, eða minna en 13 stiga tapi, tryggir Keflavík sér annað sætið í riðlinum. Hægt er að fylgjast með gangi leiksins sem hófst kl 20.30, á <a title="Madeira_Keflavik" href="http://www.fibaeurope.com/Default.asp?season=&cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&compID={0D93D753-CAD5-4604-A251-1402A6361BF3}&roundID=4196&" target="_blank">heimasíðu fibaeurope</a>. Þar smellirðu á hnapp sem á stendur rauðum stöfum LIVE, hægra megin á síðunni.

Enn vinna Fjölnismenn

Fjórir leikir fóru fram í Intersportdeild karla í körfubolta í kvöld. Fjölnir og Snæfell söxuðu á forskot toppliðs Njarðvíkur niður í 2 stig með sigri í leikjum sínum í kvöld. Fjölnir lagði Tindastól naumlega, 106-104 og Snæfell vann einnig nauman sigur á KR, 98-96.

Keflavík áfram í Evrópukeppninni

Keflavík tapaði með 10 stiga mun, 92-82, fyrir portúgalska liðinu Madeira í vesturdeildarriðli í Evrópukeppni bikarhafa en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þar sem Keflavík tapaði ekki með meira en 13 stiga mun tryggði liðið sér 2. sætið í riðlinum og þar með áframhaldandi þátttöku í keppninni. Keflvíkingar mæta næst Mlekara frá Tékklandi.

10 menn kærðir fyrir NBA-slagsmál

Fimm leikmenn Indiana Pacers og fimm áhangendur Detroit Pistons verða sóttir til saka fyrir slagsmál á leik liðanna tveggja sem fram fór 19. nóvember síðastliðinn.

Gerrard á leið frá Liverpool?

<font face="Helv">  Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, ætlar að segja skilið við félagið takist því ekki að vinna ensku deildina á næstu árum. </font>

Redknapp til Southampton?

Harry Redknapp hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðu Southampton eftir að hafa hætt hjá Portsmouth fyrir tveimur vikum síðan.

Tyson æfir á ný

Mike Tyson, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, er byrjaður að æfa fyrir bardaga í mars á næsta ári.

Ungur hnefaleikamaður lætur lífið

Ungur hnefaleikakappi frá Kólumbíu lét lífið í fyrrakvöld, fjórum dögum eftir að hafa verið sleginn í rot í bardaga í Panama.

Birgir Leifur hefur leik

 Í dag er stór dagur fyrir Birgi Leif Hafþórsson, kylfing úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, en þá hefur hann keppni á sínu fyrsta móti í evrópsku mótaröðinni sem hann vann sér keppnisrétt á fyrir skömmu.

Ekki á forgangslista

Hugmyndir eru uppi um að byggja yfirbyggða 25 metra langa keppnislaug við Vesturbæjarlaugina í Reykjavík og stækka þannig og bæta núverandi aðstöðu sundgesta.

Totti og Cassano til Real

Greint er frá því í spænskum fjölmiðlum að góðar líkur séu á því að tvær helstu stjörnur liðs Roma frá Ítalíu, Antonio Cassano og Francesco Totti, gangi til liðs við Real Madrid strax og leikmannamarkaðurinn opnar eftir í byrjun janúar

Kristín Rós og Gunnar Örn best

Sundmennirnir Kristín Rós Hákonardóttir og Gunnar Örn Ólafsson voru í dag valin íþróttakona og íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra. Kristín Rós, sem vann ein gullverðlaun og ein silfurverðlaun á ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu í sumar, hefur þá unnið þessa viðurkenningu tíu ár í röð, enda ein fremsta sundkonan í heiminum í sínum fötlunarflokki.

Baros í byrjunarliðinu

Milan Baros kemur inní lið Liverpool í kvöld er Rauði Herinn spilar sinn síðasta leik í Meistaradeildinni gegn Olympiakos en Baros hefur misst af síðustu fimm leikjum liðsins vegna meiðsla. Baros kemur inn í liðið á kostnað Arsenal banans Neil Mellor sem þarf að gera sér sæti á bekknum að góðu.

Sjá næstu 50 fréttir