Fleiri fréttir Karfan og handboltinn í kvöld í kvöld eru á dagskrá 3 leikir í DHL deild karla í handbolta og tveir leikir í Intersport deild karla í körfubolta. Í handboltanum mætast ÍR og Grótta/KR í Austurbergi, Selfoss-Víkingur fyrir austan fjall og ÍBV-Valur í Eyjum. Allir leikirnir hefjast kl 19.15. Í körfunni mætast Grindavík-ÍR annars vegar og Þór-Ármann/Þróttur í Þorlákshöfn. 10.12.2004 00:01 Dregið í riðla í deildarbikarnum Riðlaskipting í Deildarbikarkeppnina í knattspyrnu 2005 hefur nú verið ákveðin. Sú breyting var gerð frá því í fyrra að nú er keppt í þremur deildum karla og kvenna. Í riðli 2 eru lið eins og Íslandsmeistarar FH, bikarmeistarar Keflavíkur, KR, KA og Fram. Í riðli 1 eru lið eins og ÍA, Grindavík, ÍBV, Fylkir og nýkrýndir Íslandsmeistarar innanhúss, Valur. 10.12.2004 00:01 37 stiga sigur ÍR í Grindavík ÍR tók Grindvíkinga í kennslustund á þeirra eigin heimavelli í Intersport deild karla í körfubolta í kvöld með 37 stiga sigri, 66-103. ÍR náði þar með að tylla sér upp fyrir Grindvíkinga í deildinni í 6. sæti en liðin er jöfn að stigum með 10 stig. Í 1. deild vann Þór Þorlákshöfn 16 stiga sigur á Ármanni/Þrótti, 87-71. 10.12.2004 00:01 Naumir sigrar í handboltanum Spennan er heldur betur farin að magnast í DHL deildinni í handbolta karla en þrír leikir fóru fram í Suður riðli í kvöld og lauk þeim öllum með naumum sigrum sigurliðanna. Topplið ÍR tapaði óvænt á heimavelli fyrir Gróttu/KR, 27-29 en heldur engu að síður toppsætinu þar sem Valur sem er í 2. sæti tapaði einnig sínum leik, með eins marks mun gegn ÍBV í Eyjum, 24-23. 10.12.2004 00:01 Leeds jafnaði á 93. mínútu Leeds náði að bjarga stigi í viðbótartíma gegn West Ham í ensku Championsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en lokatölur urðu 1-1. Luke Chadwick kom Wast Ham yfir á 50. mínútu en David Healy jafnaði úr vítaspyrnu á 93. mínútu en leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn. 10.12.2004 00:01 Jörundur Áki tekur við landsliðinu Knattspyrnusamband Ísland hefur komist að samkomulagi við Jörund Áka Sveinsson um að hann taki við af Helenu Ólafsdóttur sem landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Jörundur Áki hefur áður þjálfað kvennalandslið Íslands, árin 2001 og 2002, með góðum árangri. 9.12.2004 00:01 15,8 milljónir til íslenskra liða Knattspyrnusamband Evrópu hefur úthlutað 15,8 milljónum króna til íslenskra félagsliða en þetta er hluti af tekjum Meistaradeildarinnar og er eyrnamerkt barna- og unglingastarfi. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að tekjurnar renni til félaga sem voru í Landsbankadeildinni 2002 og fær hvert þeirra 1.580 þúsund krónur í sinn hlut. 9.12.2004 00:01 Fyrsta mót Birgis að hefjast Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, hefur leik á sínu fyrsta móti á evrópsku mótaröðinni, Dunhill-meistaramótinu, á Creek vellinum í Suður-Ameríku nú á hádegi. Verðlaun eru alls um 70 milljónir króna á mótinu en efsta sætið gefur um 10 milljónir króna. Ernie Els, stigahæsti kylfingur Evrópu, er á meðal þátttakenda. 9.12.2004 00:01 Anja Ríkey í 21. sæti í baksundinu Evrópumeistaramótið í sundi í 25 metra laug hófst í Vínarborg í morgun. Anja Ríkey Jakobsdóttir í Ægi varð 21. af 30 keppendum í 100 metra baksundi, synti á 1 mínútu 3,49 sekúndum, og var tæpri sekúndu frá því að komast í undanúrslit. 9.12.2004 00:01 Tyson handtekinn Fyrrum heimsmeistari í þungavigt hnefaleika, Mike Tyson, var handtekinn fyrir utan næturklúbb í Scottsdale, Arizona, í lok nóvember. Tyson er gefið að sök að hafa hoppað á vélarhlíf bifreiðar svo stórsá á bílnum. Tyson ætlar í hringinn aftur í mars nk. en hann tapaði fyrir Danny Williams í júlí síðastliðnum. 9.12.2004 00:01 Keflavík sigraði Grindavík Keflavík sigraði Grindavík í 1. deild kvenna í körfubolta með tuttugu stiga mun, 90-70. Keflavík er með fullt hús stiga eftir níu leiki, eða 18 stig, en Grindavík er í þriðja sæti með 12 stig. 9.12.2004 00:01 Einar með níu mörk Einar Hólmgeirsson skoraði níu mörk fyrir Grosswallstadt sem lagði Hamborg 31-28 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. 9.12.2004 00:01 Chicago vann loks leik Chicago Bulls unnu loks leik í NBA-körfuboltanum í gær. Þetta gamla stórveldi lagði Cleveland 113-85. Los Angeles Lakers töpuðu fyrir Phoenix Suns 113-110 þrátt fyrir 20 stig frá Kobe Bryant, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. 9.12.2004 00:01 Birgir Leifur á 3 yfir pari Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, hefur lokið fyrsta hring á Dunhill golfmótinu í Suður-Afríku sem er liður í evrópsku mótaröðinni. Hann er á þremur höggum yfir pari og jafn 15 öðrum kylfingum í 85. sæti. Birgir Leifur byrjaði hringinn illa og var á 5 yfir pari eftir fyrstu fjórar holurnar. 9.12.2004 00:01 Má ekki leika heima gegn Newcastle Enska utandeildarknattspyrnuliðið Yeading, sem mætir úrvalsdeildarliðinu Newcastle í næstu umferð ensku bikarkeppninnar í næsta mánuði, má ekki leika leikinn á heimavelli sínum eins og félagið sóttist eftir. Heimavöllurinn, The Warren, tekur 3.500 áhorfendur. 9.12.2004 00:01 Loks sigur hjá liði Keith Vassell Íslandsvinurinn Keith Vassel og félagar hans í sænska körfuknattleiksliðinu Jamtland Basket sigruðu Norrköping Dolphins í tvíframlengdum leik, 117-109, í fyrrakvöld. 9.12.2004 00:01 Hamm og Foudy hættar Mia Hamm og Julie Foudy léku sinn síðasta leik fyrir bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu þegar liðið lék við Mexíkó í fyrrakvöld. Leikurinn endaði 5-0 fyrir Bandaríkin. 9.12.2004 00:01 Ábyrgur fyrir dauða leikmanns? Indverska knattspyrnusambandið hefur vikið markverði Mohuh Bagan tímabundið úr deildinni fyrir að gefa Cristiano Junior, leikmanni Dempo SC, högg á andlitið. 9.12.2004 00:01 Tyson í kast við lögin...aftur! Hnefaleikakappinn fyrrverandi, Mike Tyson, er enn og aftur kominn í kast við lögin. 9.12.2004 00:01 Ernie Els með forystu Kylfingurinn Ernie Els hefur forystu eftir fyrsta dag Dunhill golfmótsins sem fram fer nánast í bakgarði kappans í S.Afríku. 9.12.2004 00:01 HM 2006 í sundi í uppnámi? Heimsmeistarakeppnin í sundi árið 2006 gæti verið í uppnámi eftir að í ljós kom að ekki hefur tekist að safna því fé sem til þarf í Kanada en keppnina á að halda í Montreal. 9.12.2004 00:01 Páll Axel í þriggja leikja bann Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, var dæmdur í þriggja leikja bann í öllum flokkum af aganefnd KKÍ. 9.12.2004 00:01 ÍF valdi íþróttafólk ársins Sundfólkið Kristín Rós Hákonardóttir og Gunnar Örn Ólafsson hafa verið kosin íþróttafólk ársins hjá fötluðum og fengu þau verðlaun afhent í veglegu hófi í boði Radisson SAS-hótelsins á Hótel Sögu á miðvikudaginn. Kristín Rós var að fá þessi verðlaun tíunda árið í röð en Gunnar Örn var einnig íþróttamaður ársins hjá fötluðum fyrir tveimur árum. 9.12.2004 00:01 Fimm af sex liðum komin með kana Erlendir leikmenn streyma nú til liðanna í 1. deild kvenna í körfubolta en Njarðvík, KR, Grindavík og Haukar hafa öll styrkt sig með atvinnumönnum á síðustu dögum. 9.12.2004 00:01 Sigur er krafan í öllum leikjum "Ég get ekki tekið undir þau sjónarmið að við höfum komið illa fram við Helenu Ólafsdóttur," segir Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands. Í gær var gengið frá ráðningu Jörundar Áka Sveinssonar sem nýs landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins til næstu tveggja ára og Elísabetar Gunnarsdóttur sem þjálfara U21 árs landsliðs kvenna. 9.12.2004 00:01 Eitt stúlknamet féll Íslenskir keppendurnir stóðu sig bærilega fyrsta daginn á Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fer í Austurríki. Fimm íslenskir keppendur taka þátt og setti einn þeirra, Erla Dögg Haraldsdóttir, stúlknamet í 50 metra bringusundi og gamla metið átti hún sjálf frá því í mars síðastliðnum. 9.12.2004 00:01 Birgir á einu höggi yfir pari Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, var á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hringinn á Dunhill-mótinu sem fram fer í Leopard Creek í Suður-Afríku. 9.12.2004 00:01 Erfiðasti leikurinn á ferlinum "Leikurinn var skemmtilegur en jafnframt sá erfiðasti sem ég hef nokkru sinni leikið," segir Guðrún Gunnarsdóttir, varnarmaður úr KR. Um síðustu helgi upplifði hún sína stærstu stund á ferlinum þegar háskólalið það sem hún spilar með úti í Bandaríkjunum, Notre Dame, sigraði háskólakeppnina eftir æsispennandi leik við Háskólann í Los Angeles. 9.12.2004 00:01 Fyrir neðan allar hellur Stórtap Deportivo á miðvikudaginn í Meistaradeildinni á heimavelli fyrir Mónakó kórónaði hörmulegt gengi liðsins í þeirri útvöldu deild en félagið lauk keppni ótrúlegt nokk með aðeins tvö stig og skoraði ekki eitt einasta mark. 9.12.2004 00:01 Madeira-Keflavík í kvöld Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfubolta karla leik í kvöld lokaleikinn í vesturdeildarriðli í Evrópukeppni bikarhafa gegn Madeira og er leikið í Portúgal. Með sigri, eða minna en 13 stiga tapi, tryggir Keflavík sér annað sætið í riðlinum. Hægt er að fylgjast með gangi leiksins sem hófst kl 20.30, á <a title="Madeira_Keflavik" href="http://www.fibaeurope.com/Default.asp?season=&cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&compID={0D93D753-CAD5-4604-A251-1402A6361BF3}&roundID=4196&" target="_blank">heimasíðu fibaeurope</a>. Þar smellirðu á hnapp sem á stendur rauðum stöfum LIVE, hægra megin á síðunni. 9.12.2004 00:01 Enn vinna Fjölnismenn Fjórir leikir fóru fram í Intersportdeild karla í körfubolta í kvöld. Fjölnir og Snæfell söxuðu á forskot toppliðs Njarðvíkur niður í 2 stig með sigri í leikjum sínum í kvöld. Fjölnir lagði Tindastól naumlega, 106-104 og Snæfell vann einnig nauman sigur á KR, 98-96. 9.12.2004 00:01 Keflavík áfram í Evrópukeppninni Keflavík tapaði með 10 stiga mun, 92-82, fyrir portúgalska liðinu Madeira í vesturdeildarriðli í Evrópukeppni bikarhafa en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þar sem Keflavík tapaði ekki með meira en 13 stiga mun tryggði liðið sér 2. sætið í riðlinum og þar með áframhaldandi þátttöku í keppninni. Keflvíkingar mæta næst Mlekara frá Tékklandi. 9.12.2004 00:01 Mayorga sýknaður af nauðgunarákæru Ricardo Mayorga, fyrrum heimsmeistari í veltivigt í hnefaleikum, var sýknaður af nauðgunarákæru í gær. 8.12.2004 00:01 10 menn kærðir fyrir NBA-slagsmál Fimm leikmenn Indiana Pacers og fimm áhangendur Detroit Pistons verða sóttir til saka fyrir slagsmál á leik liðanna tveggja sem fram fór 19. nóvember síðastliðinn. 8.12.2004 00:01 Gerrard á leið frá Liverpool? <font face="Helv"> Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, ætlar að segja skilið við félagið takist því ekki að vinna ensku deildina á næstu árum. </font> 8.12.2004 00:01 Malone búinn að útiloka Lakers Karl Malone varð æfur yfir ummælum sem Kobe Bryant lét falla í útvarpsviðtali á dögunum. 8.12.2004 00:01 Redknapp til Southampton? Harry Redknapp hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðu Southampton eftir að hafa hætt hjá Portsmouth fyrir tveimur vikum síðan. 8.12.2004 00:01 Tyson æfir á ný Mike Tyson, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, er byrjaður að æfa fyrir bardaga í mars á næsta ári. 8.12.2004 00:01 Ungur hnefaleikamaður lætur lífið Ungur hnefaleikakappi frá Kólumbíu lét lífið í fyrrakvöld, fjórum dögum eftir að hafa verið sleginn í rot í bardaga í Panama. 8.12.2004 00:01 13 stig í forgjöf hjá Keflvíkingum Keflavík sækir portúgalska liðið CAB Madeira heim í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í kvöld. 8.12.2004 00:01 Birgir Leifur hefur leik Í dag er stór dagur fyrir Birgi Leif Hafþórsson, kylfing úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, en þá hefur hann keppni á sínu fyrsta móti í evrópsku mótaröðinni sem hann vann sér keppnisrétt á fyrir skömmu. 8.12.2004 00:01 Ekki á forgangslista Hugmyndir eru uppi um að byggja yfirbyggða 25 metra langa keppnislaug við Vesturbæjarlaugina í Reykjavík og stækka þannig og bæta núverandi aðstöðu sundgesta. 8.12.2004 00:01 Totti og Cassano til Real Greint er frá því í spænskum fjölmiðlum að góðar líkur séu á því að tvær helstu stjörnur liðs Roma frá Ítalíu, Antonio Cassano og Francesco Totti, gangi til liðs við Real Madrid strax og leikmannamarkaðurinn opnar eftir í byrjun janúar 8.12.2004 00:01 Kristín Rós og Gunnar Örn best Sundmennirnir Kristín Rós Hákonardóttir og Gunnar Örn Ólafsson voru í dag valin íþróttakona og íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra. Kristín Rós, sem vann ein gullverðlaun og ein silfurverðlaun á ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu í sumar, hefur þá unnið þessa viðurkenningu tíu ár í röð, enda ein fremsta sundkonan í heiminum í sínum fötlunarflokki. 8.12.2004 00:01 Baros í byrjunarliðinu Milan Baros kemur inní lið Liverpool í kvöld er Rauði Herinn spilar sinn síðasta leik í Meistaradeildinni gegn Olympiakos en Baros hefur misst af síðustu fimm leikjum liðsins vegna meiðsla. Baros kemur inn í liðið á kostnað Arsenal banans Neil Mellor sem þarf að gera sér sæti á bekknum að góðu. 8.12.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Karfan og handboltinn í kvöld í kvöld eru á dagskrá 3 leikir í DHL deild karla í handbolta og tveir leikir í Intersport deild karla í körfubolta. Í handboltanum mætast ÍR og Grótta/KR í Austurbergi, Selfoss-Víkingur fyrir austan fjall og ÍBV-Valur í Eyjum. Allir leikirnir hefjast kl 19.15. Í körfunni mætast Grindavík-ÍR annars vegar og Þór-Ármann/Þróttur í Þorlákshöfn. 10.12.2004 00:01
Dregið í riðla í deildarbikarnum Riðlaskipting í Deildarbikarkeppnina í knattspyrnu 2005 hefur nú verið ákveðin. Sú breyting var gerð frá því í fyrra að nú er keppt í þremur deildum karla og kvenna. Í riðli 2 eru lið eins og Íslandsmeistarar FH, bikarmeistarar Keflavíkur, KR, KA og Fram. Í riðli 1 eru lið eins og ÍA, Grindavík, ÍBV, Fylkir og nýkrýndir Íslandsmeistarar innanhúss, Valur. 10.12.2004 00:01
37 stiga sigur ÍR í Grindavík ÍR tók Grindvíkinga í kennslustund á þeirra eigin heimavelli í Intersport deild karla í körfubolta í kvöld með 37 stiga sigri, 66-103. ÍR náði þar með að tylla sér upp fyrir Grindvíkinga í deildinni í 6. sæti en liðin er jöfn að stigum með 10 stig. Í 1. deild vann Þór Þorlákshöfn 16 stiga sigur á Ármanni/Þrótti, 87-71. 10.12.2004 00:01
Naumir sigrar í handboltanum Spennan er heldur betur farin að magnast í DHL deildinni í handbolta karla en þrír leikir fóru fram í Suður riðli í kvöld og lauk þeim öllum með naumum sigrum sigurliðanna. Topplið ÍR tapaði óvænt á heimavelli fyrir Gróttu/KR, 27-29 en heldur engu að síður toppsætinu þar sem Valur sem er í 2. sæti tapaði einnig sínum leik, með eins marks mun gegn ÍBV í Eyjum, 24-23. 10.12.2004 00:01
Leeds jafnaði á 93. mínútu Leeds náði að bjarga stigi í viðbótartíma gegn West Ham í ensku Championsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en lokatölur urðu 1-1. Luke Chadwick kom Wast Ham yfir á 50. mínútu en David Healy jafnaði úr vítaspyrnu á 93. mínútu en leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn. 10.12.2004 00:01
Jörundur Áki tekur við landsliðinu Knattspyrnusamband Ísland hefur komist að samkomulagi við Jörund Áka Sveinsson um að hann taki við af Helenu Ólafsdóttur sem landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Jörundur Áki hefur áður þjálfað kvennalandslið Íslands, árin 2001 og 2002, með góðum árangri. 9.12.2004 00:01
15,8 milljónir til íslenskra liða Knattspyrnusamband Evrópu hefur úthlutað 15,8 milljónum króna til íslenskra félagsliða en þetta er hluti af tekjum Meistaradeildarinnar og er eyrnamerkt barna- og unglingastarfi. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að tekjurnar renni til félaga sem voru í Landsbankadeildinni 2002 og fær hvert þeirra 1.580 þúsund krónur í sinn hlut. 9.12.2004 00:01
Fyrsta mót Birgis að hefjast Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, hefur leik á sínu fyrsta móti á evrópsku mótaröðinni, Dunhill-meistaramótinu, á Creek vellinum í Suður-Ameríku nú á hádegi. Verðlaun eru alls um 70 milljónir króna á mótinu en efsta sætið gefur um 10 milljónir króna. Ernie Els, stigahæsti kylfingur Evrópu, er á meðal þátttakenda. 9.12.2004 00:01
Anja Ríkey í 21. sæti í baksundinu Evrópumeistaramótið í sundi í 25 metra laug hófst í Vínarborg í morgun. Anja Ríkey Jakobsdóttir í Ægi varð 21. af 30 keppendum í 100 metra baksundi, synti á 1 mínútu 3,49 sekúndum, og var tæpri sekúndu frá því að komast í undanúrslit. 9.12.2004 00:01
Tyson handtekinn Fyrrum heimsmeistari í þungavigt hnefaleika, Mike Tyson, var handtekinn fyrir utan næturklúbb í Scottsdale, Arizona, í lok nóvember. Tyson er gefið að sök að hafa hoppað á vélarhlíf bifreiðar svo stórsá á bílnum. Tyson ætlar í hringinn aftur í mars nk. en hann tapaði fyrir Danny Williams í júlí síðastliðnum. 9.12.2004 00:01
Keflavík sigraði Grindavík Keflavík sigraði Grindavík í 1. deild kvenna í körfubolta með tuttugu stiga mun, 90-70. Keflavík er með fullt hús stiga eftir níu leiki, eða 18 stig, en Grindavík er í þriðja sæti með 12 stig. 9.12.2004 00:01
Einar með níu mörk Einar Hólmgeirsson skoraði níu mörk fyrir Grosswallstadt sem lagði Hamborg 31-28 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. 9.12.2004 00:01
Chicago vann loks leik Chicago Bulls unnu loks leik í NBA-körfuboltanum í gær. Þetta gamla stórveldi lagði Cleveland 113-85. Los Angeles Lakers töpuðu fyrir Phoenix Suns 113-110 þrátt fyrir 20 stig frá Kobe Bryant, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. 9.12.2004 00:01
Birgir Leifur á 3 yfir pari Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, hefur lokið fyrsta hring á Dunhill golfmótinu í Suður-Afríku sem er liður í evrópsku mótaröðinni. Hann er á þremur höggum yfir pari og jafn 15 öðrum kylfingum í 85. sæti. Birgir Leifur byrjaði hringinn illa og var á 5 yfir pari eftir fyrstu fjórar holurnar. 9.12.2004 00:01
Má ekki leika heima gegn Newcastle Enska utandeildarknattspyrnuliðið Yeading, sem mætir úrvalsdeildarliðinu Newcastle í næstu umferð ensku bikarkeppninnar í næsta mánuði, má ekki leika leikinn á heimavelli sínum eins og félagið sóttist eftir. Heimavöllurinn, The Warren, tekur 3.500 áhorfendur. 9.12.2004 00:01
Loks sigur hjá liði Keith Vassell Íslandsvinurinn Keith Vassel og félagar hans í sænska körfuknattleiksliðinu Jamtland Basket sigruðu Norrköping Dolphins í tvíframlengdum leik, 117-109, í fyrrakvöld. 9.12.2004 00:01
Hamm og Foudy hættar Mia Hamm og Julie Foudy léku sinn síðasta leik fyrir bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu þegar liðið lék við Mexíkó í fyrrakvöld. Leikurinn endaði 5-0 fyrir Bandaríkin. 9.12.2004 00:01
Ábyrgur fyrir dauða leikmanns? Indverska knattspyrnusambandið hefur vikið markverði Mohuh Bagan tímabundið úr deildinni fyrir að gefa Cristiano Junior, leikmanni Dempo SC, högg á andlitið. 9.12.2004 00:01
Tyson í kast við lögin...aftur! Hnefaleikakappinn fyrrverandi, Mike Tyson, er enn og aftur kominn í kast við lögin. 9.12.2004 00:01
Ernie Els með forystu Kylfingurinn Ernie Els hefur forystu eftir fyrsta dag Dunhill golfmótsins sem fram fer nánast í bakgarði kappans í S.Afríku. 9.12.2004 00:01
HM 2006 í sundi í uppnámi? Heimsmeistarakeppnin í sundi árið 2006 gæti verið í uppnámi eftir að í ljós kom að ekki hefur tekist að safna því fé sem til þarf í Kanada en keppnina á að halda í Montreal. 9.12.2004 00:01
Páll Axel í þriggja leikja bann Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, var dæmdur í þriggja leikja bann í öllum flokkum af aganefnd KKÍ. 9.12.2004 00:01
ÍF valdi íþróttafólk ársins Sundfólkið Kristín Rós Hákonardóttir og Gunnar Örn Ólafsson hafa verið kosin íþróttafólk ársins hjá fötluðum og fengu þau verðlaun afhent í veglegu hófi í boði Radisson SAS-hótelsins á Hótel Sögu á miðvikudaginn. Kristín Rós var að fá þessi verðlaun tíunda árið í röð en Gunnar Örn var einnig íþróttamaður ársins hjá fötluðum fyrir tveimur árum. 9.12.2004 00:01
Fimm af sex liðum komin með kana Erlendir leikmenn streyma nú til liðanna í 1. deild kvenna í körfubolta en Njarðvík, KR, Grindavík og Haukar hafa öll styrkt sig með atvinnumönnum á síðustu dögum. 9.12.2004 00:01
Sigur er krafan í öllum leikjum "Ég get ekki tekið undir þau sjónarmið að við höfum komið illa fram við Helenu Ólafsdóttur," segir Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands. Í gær var gengið frá ráðningu Jörundar Áka Sveinssonar sem nýs landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins til næstu tveggja ára og Elísabetar Gunnarsdóttur sem þjálfara U21 árs landsliðs kvenna. 9.12.2004 00:01
Eitt stúlknamet féll Íslenskir keppendurnir stóðu sig bærilega fyrsta daginn á Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fer í Austurríki. Fimm íslenskir keppendur taka þátt og setti einn þeirra, Erla Dögg Haraldsdóttir, stúlknamet í 50 metra bringusundi og gamla metið átti hún sjálf frá því í mars síðastliðnum. 9.12.2004 00:01
Birgir á einu höggi yfir pari Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, var á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hringinn á Dunhill-mótinu sem fram fer í Leopard Creek í Suður-Afríku. 9.12.2004 00:01
Erfiðasti leikurinn á ferlinum "Leikurinn var skemmtilegur en jafnframt sá erfiðasti sem ég hef nokkru sinni leikið," segir Guðrún Gunnarsdóttir, varnarmaður úr KR. Um síðustu helgi upplifði hún sína stærstu stund á ferlinum þegar háskólalið það sem hún spilar með úti í Bandaríkjunum, Notre Dame, sigraði háskólakeppnina eftir æsispennandi leik við Háskólann í Los Angeles. 9.12.2004 00:01
Fyrir neðan allar hellur Stórtap Deportivo á miðvikudaginn í Meistaradeildinni á heimavelli fyrir Mónakó kórónaði hörmulegt gengi liðsins í þeirri útvöldu deild en félagið lauk keppni ótrúlegt nokk með aðeins tvö stig og skoraði ekki eitt einasta mark. 9.12.2004 00:01
Madeira-Keflavík í kvöld Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfubolta karla leik í kvöld lokaleikinn í vesturdeildarriðli í Evrópukeppni bikarhafa gegn Madeira og er leikið í Portúgal. Með sigri, eða minna en 13 stiga tapi, tryggir Keflavík sér annað sætið í riðlinum. Hægt er að fylgjast með gangi leiksins sem hófst kl 20.30, á <a title="Madeira_Keflavik" href="http://www.fibaeurope.com/Default.asp?season=&cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&compID={0D93D753-CAD5-4604-A251-1402A6361BF3}&roundID=4196&" target="_blank">heimasíðu fibaeurope</a>. Þar smellirðu á hnapp sem á stendur rauðum stöfum LIVE, hægra megin á síðunni. 9.12.2004 00:01
Enn vinna Fjölnismenn Fjórir leikir fóru fram í Intersportdeild karla í körfubolta í kvöld. Fjölnir og Snæfell söxuðu á forskot toppliðs Njarðvíkur niður í 2 stig með sigri í leikjum sínum í kvöld. Fjölnir lagði Tindastól naumlega, 106-104 og Snæfell vann einnig nauman sigur á KR, 98-96. 9.12.2004 00:01
Keflavík áfram í Evrópukeppninni Keflavík tapaði með 10 stiga mun, 92-82, fyrir portúgalska liðinu Madeira í vesturdeildarriðli í Evrópukeppni bikarhafa en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þar sem Keflavík tapaði ekki með meira en 13 stiga mun tryggði liðið sér 2. sætið í riðlinum og þar með áframhaldandi þátttöku í keppninni. Keflvíkingar mæta næst Mlekara frá Tékklandi. 9.12.2004 00:01
Mayorga sýknaður af nauðgunarákæru Ricardo Mayorga, fyrrum heimsmeistari í veltivigt í hnefaleikum, var sýknaður af nauðgunarákæru í gær. 8.12.2004 00:01
10 menn kærðir fyrir NBA-slagsmál Fimm leikmenn Indiana Pacers og fimm áhangendur Detroit Pistons verða sóttir til saka fyrir slagsmál á leik liðanna tveggja sem fram fór 19. nóvember síðastliðinn. 8.12.2004 00:01
Gerrard á leið frá Liverpool? <font face="Helv"> Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, ætlar að segja skilið við félagið takist því ekki að vinna ensku deildina á næstu árum. </font> 8.12.2004 00:01
Malone búinn að útiloka Lakers Karl Malone varð æfur yfir ummælum sem Kobe Bryant lét falla í útvarpsviðtali á dögunum. 8.12.2004 00:01
Redknapp til Southampton? Harry Redknapp hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðu Southampton eftir að hafa hætt hjá Portsmouth fyrir tveimur vikum síðan. 8.12.2004 00:01
Tyson æfir á ný Mike Tyson, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, er byrjaður að æfa fyrir bardaga í mars á næsta ári. 8.12.2004 00:01
Ungur hnefaleikamaður lætur lífið Ungur hnefaleikakappi frá Kólumbíu lét lífið í fyrrakvöld, fjórum dögum eftir að hafa verið sleginn í rot í bardaga í Panama. 8.12.2004 00:01
13 stig í forgjöf hjá Keflvíkingum Keflavík sækir portúgalska liðið CAB Madeira heim í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í kvöld. 8.12.2004 00:01
Birgir Leifur hefur leik Í dag er stór dagur fyrir Birgi Leif Hafþórsson, kylfing úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, en þá hefur hann keppni á sínu fyrsta móti í evrópsku mótaröðinni sem hann vann sér keppnisrétt á fyrir skömmu. 8.12.2004 00:01
Ekki á forgangslista Hugmyndir eru uppi um að byggja yfirbyggða 25 metra langa keppnislaug við Vesturbæjarlaugina í Reykjavík og stækka þannig og bæta núverandi aðstöðu sundgesta. 8.12.2004 00:01
Totti og Cassano til Real Greint er frá því í spænskum fjölmiðlum að góðar líkur séu á því að tvær helstu stjörnur liðs Roma frá Ítalíu, Antonio Cassano og Francesco Totti, gangi til liðs við Real Madrid strax og leikmannamarkaðurinn opnar eftir í byrjun janúar 8.12.2004 00:01
Kristín Rós og Gunnar Örn best Sundmennirnir Kristín Rós Hákonardóttir og Gunnar Örn Ólafsson voru í dag valin íþróttakona og íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra. Kristín Rós, sem vann ein gullverðlaun og ein silfurverðlaun á ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu í sumar, hefur þá unnið þessa viðurkenningu tíu ár í röð, enda ein fremsta sundkonan í heiminum í sínum fötlunarflokki. 8.12.2004 00:01
Baros í byrjunarliðinu Milan Baros kemur inní lið Liverpool í kvöld er Rauði Herinn spilar sinn síðasta leik í Meistaradeildinni gegn Olympiakos en Baros hefur misst af síðustu fimm leikjum liðsins vegna meiðsla. Baros kemur inn í liðið á kostnað Arsenal banans Neil Mellor sem þarf að gera sér sæti á bekknum að góðu. 8.12.2004 00:01