Sport

Cristiano krufinn á ný

Farið hefur verið fram á að lík brasilíska knattspyrnumannsins Cristiano Junior, sem lét lífið í leik Dempo FC og Mohun Bagan í indversku deildinni í síðustu viku, verði krufið að nýju. Beiðnin kom frá fjölskyldu Cristianos. Fyrri krufning leiddi í ljós að kappinn hefði dáið úr hjartaáfalli. Stuttu áður en hann lést var hann sleginn í andlitið af markverði Mohun Bagan, sem olli miklu fjaðrafoki hjá knattspyrnuunnendum á Indlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×