Sport

Gerrard hælir Anelka

Fyrirliði Liverpool, miðjumaðurinn Steven Gerrard, hrósaði í dag Nicolas Anelka, framherja Manchester City, en  Anelka hefur að undanförnu verið orðaður við sölu til Liverpool í janúar. Frakkinn var um tíma lánsmaður á Merseyside á 2001/2002 tímabilinu, en var ekki keyptur til félagsins eftir þann tíma er Gerard Houllier, þáverandi stjóri Liverpool, ákvað að kaupa frekar El Hadji Diouf, sem nú er á lánssamning hjá Bolton og virðist enga framtíð eiga fyrir sér hjá Liverpool. Liverpool er í miklum vandræðum með sóknarlínuna hjá sér, en Djibril Cissé er frá út tímabilið og Milan Baros hefur verið mikið frá að undanförnu vegna meiðsla. Því eru janúarkaup á sóknarmanni líklegast forgangsatriði hjá Rafael Benitez stjóra Liverpool. En Gerrard veit allt um hæfileika Anelka og gaf til kynna í dag að hann vildi fá hann á Anfield. "Ég man fyrir nokkrum árum þegar við vorum í titilbaráttunni, Everton kom á Anfield og næstum unnu okkur." sagði Gerrard í dag. "Við vorum þakklátir Nicolas Anelka þann dag. Hann var frábær. Hann átti góða spretti er hann var hérna og hann er líklega annar af tveim bestu sóknarmönnum sem ég hef spilað með, og hann sannaði það í leiknum gegn Everton."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×