Sport

Redknapp vill Jim Smith

Nýji knattspyrnustjóri Southampton, Harry Redknapp, hyggst ráða Jim Smith sem aðstoðarmann sinn. Redknapp vonast til að ganga frá ráðningunni fyrir laugardaginn þegar liðið mætir Tottenham. "Maður verður að hafa vana menn sér við hlið sem maður þekkir vel. Jim er góður félagi minn og ég ber virðingu fyrir honum," sagði Redknapp. Smith var aðstoðarmaður Redknapp hjá Portsmouth á sínum tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×