Sport

Strachan á leið til Portsmouth?

Sögur herma að forráðamenn Portsmouth hafi mikinn áhuga á að ráða Gordon Strachan sem næsta knattspyrnustjóra liðsins. Að sögn Milan Mandaric, stjórnarformanns Portsmouth, leitar félagið nú að Breta í starfið og er Strachan efstur á óskalistanum. "Ég ber mikla virðingu fyrir Strachan," sagði Mandaric. Strachan var á mála hjá Southampton á síðasta tímabili en yfirgaf félagið í febrúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×