Sport

Downing með enska landsliðinu

Stewart Downing, miðjumaður Middlesbrough, mun þreyta frumraun sína með landsliði Englendinga er liðið mætir Hollendingum í vináttuleik í febrúar. Þetta staðfesti Sven-Goran Eriksson, þjálfari Englendinga í gær. Downing er af mörgum talinn lausn enska landsliðsins við langvarandi vanda vinstra megin á miðjunni. "Ef hann stendur sig áfram jafn vel og raun ber vitni, þá verðum við að gefa honum tækifæri. Hann á það skilið," sagði Eriksson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×