Everton fór upp í annað sætið 11. desember 2004 00:01 Miðjumaðurinn Lee Carsley var hetja Everton í 200. nágrannaslagnum gegn Liverpool í gær þegar hann skoraði eina mark leiksins með skoti af 25 metra færi á 68. mínútu. Með sigrinum komst Everton upp fyrir ensku meistarana í Arsenal í 2. sætið en Arsenal á leik inni í dag gegn toppliði Chelsea. "Mínir menn vörðust gríðarlega vel þegar við átti í þessum leik. Við fengum ekki mörg tækifæri til þess að fagna í fyrra og við fögnum því vel hverjum sigri og hverju marki sem við skorum," sagði David Moyes, sem hefur náð ótrúlegum hlutum úr úr Everton-liðinu sem fáir spáðu velgengi eftir söluna á Wayne Rooney. Everton, sem var spáð í fallbaráttu fyrir mót, vann sinn fyrsta sigur á nágrönnum sínum í fimm ár og hefur nú unnið 11 af 17 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni, þar af sjö þeirra með því að skora eina mark leiksins. "Þetta er mjög þýðingarmikill sigur fyrir okkur og þá sérstaklega stuðningsmennina, sem við fengum sterk viðbrögð frá eftir leik. Þetta er stór dagur fyrir alla í Everton. Það eru allir að bíða eftir að við gefum eftir en við höldum ótrauðir áfram enda höfum við frábæran liðsanda sem ber okkur langt," sagði Carsley eftir leikinn en þetta var fyrsti sigur Everton á Liverpool á heimavelli sínum Goodison Park í heil sjö ár. Middlesbrough skoraði tvisvar á lokamínútum gegn Southampton og tryggði sér 2-2 jafntefli en Southampton-liðið lék þar sinn fyrsta leik undir stjórn Harry Redknapp. Sjálfsmark tveimur mínútum fyrir leikslok og sigurmark Stewarts Downing í uppbótartíma spilltu deginum en Boro-liðið sótti stíft í lokin og átti stigið skilið. Portsmouth, gamla félag Redknapps, er enn taplaust eftir brotthvarf karlsins en liðið gerði 1-1 jafntefli við Newcastle í gær. Frederic Kanoute tryggði Tottenham þriðja sigur sinn í röð með glæsilegu marki á útivelli gegn Manchester City og er Spurs-liðið á hraðri leið upp töfluna en fyrir þessa þrjá góðu sigurleiki hafði liðið farið stigalaust frá sex deildarleikjum í röð. Bolton er hins vegar að gefa eftir og hefur nú ekki unnið í síðustu sex leikjum. Liðið tapaði 2-3 fyrir nýliðum Norwich í gær og það dugðu liðinu skammt að komast tvisvar yfir í leiknum. Mathias Svensson tryggði Norwich sigurinn sex mínútum fyrir leikslok með sínu öðru marki í leiknum. Matt Holland sá til þess að WBA fékk ekkert út úr leik sínum gegn Hermanni Hreiðarssyni og félögum hans í Charlton en Bryan Robson á enn eftir að stjórna sínum mönnum í sigurleik. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira
Miðjumaðurinn Lee Carsley var hetja Everton í 200. nágrannaslagnum gegn Liverpool í gær þegar hann skoraði eina mark leiksins með skoti af 25 metra færi á 68. mínútu. Með sigrinum komst Everton upp fyrir ensku meistarana í Arsenal í 2. sætið en Arsenal á leik inni í dag gegn toppliði Chelsea. "Mínir menn vörðust gríðarlega vel þegar við átti í þessum leik. Við fengum ekki mörg tækifæri til þess að fagna í fyrra og við fögnum því vel hverjum sigri og hverju marki sem við skorum," sagði David Moyes, sem hefur náð ótrúlegum hlutum úr úr Everton-liðinu sem fáir spáðu velgengi eftir söluna á Wayne Rooney. Everton, sem var spáð í fallbaráttu fyrir mót, vann sinn fyrsta sigur á nágrönnum sínum í fimm ár og hefur nú unnið 11 af 17 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni, þar af sjö þeirra með því að skora eina mark leiksins. "Þetta er mjög þýðingarmikill sigur fyrir okkur og þá sérstaklega stuðningsmennina, sem við fengum sterk viðbrögð frá eftir leik. Þetta er stór dagur fyrir alla í Everton. Það eru allir að bíða eftir að við gefum eftir en við höldum ótrauðir áfram enda höfum við frábæran liðsanda sem ber okkur langt," sagði Carsley eftir leikinn en þetta var fyrsti sigur Everton á Liverpool á heimavelli sínum Goodison Park í heil sjö ár. Middlesbrough skoraði tvisvar á lokamínútum gegn Southampton og tryggði sér 2-2 jafntefli en Southampton-liðið lék þar sinn fyrsta leik undir stjórn Harry Redknapp. Sjálfsmark tveimur mínútum fyrir leikslok og sigurmark Stewarts Downing í uppbótartíma spilltu deginum en Boro-liðið sótti stíft í lokin og átti stigið skilið. Portsmouth, gamla félag Redknapps, er enn taplaust eftir brotthvarf karlsins en liðið gerði 1-1 jafntefli við Newcastle í gær. Frederic Kanoute tryggði Tottenham þriðja sigur sinn í röð með glæsilegu marki á útivelli gegn Manchester City og er Spurs-liðið á hraðri leið upp töfluna en fyrir þessa þrjá góðu sigurleiki hafði liðið farið stigalaust frá sex deildarleikjum í röð. Bolton er hins vegar að gefa eftir og hefur nú ekki unnið í síðustu sex leikjum. Liðið tapaði 2-3 fyrir nýliðum Norwich í gær og það dugðu liðinu skammt að komast tvisvar yfir í leiknum. Mathias Svensson tryggði Norwich sigurinn sex mínútum fyrir leikslok með sínu öðru marki í leiknum. Matt Holland sá til þess að WBA fékk ekkert út úr leik sínum gegn Hermanni Hreiðarssyni og félögum hans í Charlton en Bryan Robson á enn eftir að stjórna sínum mönnum í sigurleik.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira