Sport

Everton í 2. sætið

Lee Carsley var hetja Everton þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Liverpool í dag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en lokatölur urðu 1-0 í grannaslagnum. Everton er nú komið í 2. sæti deildarinnar með 36 stig, aðeins 3 stigum á eftir toppliði Chelsea. Liverpool er hins vegar í baráttunni um að komast inn á topp 4 og situr í 7. sæti með 24 stig. Aðrir leikir í deildinni í dag eru eftirfarandi og hefjast þeir allir kl 15.00. Crystal Palace - Blackburn Man City - Tottenham Newcastle - Portsmouth Norwich - Bolton Southampton - Middlesbrough W.B.A. - Charlton Athletic



Fleiri fréttir

Sjá meira


×