Sport

Boro skoraði tvö í blálokin

Leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er lokið en 7 leikir voru á dagskrá í dag. Hermann Hreiðarsson lék sinn 50. deildarleik með Charlton sem krækti í 3 stig gegn W.B.A. með 0-1 útisigri og er komið í 8. sæti deildarinnar með 24 stig, jafnmörg og Liverpool. Bolton tapaði fyrir Norwich 3-2 en Bolton hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum liðsins og ekki unnið leik í síðustu 5 leikjum. Middlesbrough átti endurkomu dagsins og náði 2-2 jafntefli gegn Southampton eftir að hafa verið 2-0 undir þegar 2 mínútur voru eftir af leiknum. Úrslit dagsins urðu eftirfarandi: Everton 1 - 0 Liverpool Crystal Palace 0 - 0 Blackburn Man City 0 - 1 Tottenham Newcastle 1 - 1 Portsmouth Norwich 3 - 2 Bolton Southampton 2 - 2 Middlesbrough W.B.A. 0 - 1 Charlton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×