Sport

Eiður skoraði gegn Arsenal

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði jöfnunarmark Chelsea gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en lokatökur urðu 2-2. Mark Eiðs kom eftir aðeins 37 sekúndna leik í seinni hálfleik. Thierry Henry skoraði bæði mörk Arsenal, það fyrra eftir aðeins 1 mínútu og 28 sekúndur og síðara eftir 29 mínútur en John Terry jafnaði fyrir Chelsea á 17. mínútu. Fyrr í dag var einn leikur á dagskrá deildarinnar þegar Birmingham lagði Aston Villa 2-1 í öðrum nágrannaslag. Clinton Morrison og David Dunn skoruðu mörk Birmingham sem lyftu sér þar með af fallsvæði eða upp í 16. sæti með 14 stig en Aston Villa er í 6. sæti með 25 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×