Sport

Segja Sheva hljóta verðlaunin

Ítalskir fjölmiðlar og þá sérstaklega hið virta íþróttadagblað þar í landi, "La Gazzetta dello Sport" segjast hafa komist á snoðir um að úkraínski knattspyrnusnillingurinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan hljóti verðlaunin besti knattspyrnumaður í Evrópu árið 2004. Verðlaunin virtu og eftirsóttu, "Ballon D Or" bikarinn,  verða afhend í París annað kvöld, mánudagskvöld en til þeirra hafa verið tilnefndir auk Shevchenko þeir Thierry Henry hjá Arsenal og Deco hjá Barcelona. Shevchenko sem er 28 ára er á hátindi ferils síns um þessar mundir. Hann skoraði 24 mörk fyrir Milan á síðasta tímabili og hefur nú þegar skorað 11 mörk í 13 leikjum í deildinni með liðinu það sem af er þessu tímabli og þrjú mörk í Meistaradeildinni. Sheva eins og hann er gjarnan kallaður gaf snemma til kynna hvað í honum bjó. Fáheyrð er sú saga af honum frá árinu 1990 þegar Liverpool goðsögnin Ian Rush afhenti Úkraínumanninum takkaskóna sína sem verðlaun fyrir mikla markaskorun á unglingamóti en hann var þá 14 ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×