Fleiri fréttir

R. Kelly handtekinn vegna mansals

Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt.

Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands

Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar.

Lögreglustjóri Los Angeles vill fella niður gömul brot heimilislausra

Lögreglustjórinn í Los Angeles, Michel Moore, segir vinnu vera hafna við að fella niður viðurlög við gömlum, smávægilegum brotum sem eru á sakaskrá heimilislausra í borginni. Það mun vera liður í ferli sem miðar að því að fækka heimilislausum í Los Angeles.

Fjórtán ára dómur fyrir þungarokk

Meðlimir þungarokkshljómsveitarinnar Confess frá Íran hafa verið dæmdir í samtals fjórtán og hálfs árs fangelsi í heimalandinu fyrir guðlast, áróður gegn ríkinu, rekstur ólöglegrar undirheimahljómsveitar, viðtöl við bannaðar útvarpsstöðvar og að spila tónlist sem er álitin satanísk.

Telja gamalt bein elstu leifar um mannkyn utan Afríku

Höfuðkúpubein sem fannst á Grikklandi fyrir fjörutíu árum er talið allt að 210.000 ára gamalt. Talið var að mannkynið hefði ekki dreift sér út fyrir Afríku fyrr en um hundrað þúsund árum seinna.

Grafa lík kafteins gegn vilja fjölskyldu hans

Fjölskylda kafteins í sjóher Venesúela sem lést í haldi stjórnvalda vill að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki dauða hans og að sjálfstæð krufning fari fram á líkinu.

Vísindakona fannst myrt í skotbyrgi nasista

Tilkynnt var um hvarf bandarísks sameindalíffræðings 2. júlí. Hún hafði farið út að hlaupa en kom aldrei aftur. Lík hennar fannst í skotbyrgi sem nasistar grófu.

Máli vegna hótelumsvifa Trump vísað frá

Dómarar töldu einstök ríki ekki hafa lögvarða hagsmuni af því að framfylgja stjórnarskrárákvæði sem bannar forseta að þiggja gjafir frá erlendum þjóðhöfðingjum.

17 ára stunginn til bana fyrir að spila rapptónlist

Morð á 17 ára þeldökkum dreng í Arizona í Bandaríkjunum hefur vakið hörð viðbrögð þar í landi. Drengurinn var stunginn af manni sem segir sér hafa verið ógnað af rapptónlist sem drengurinn var að spila.

Lávarðar hætta í flokknum vegna meints gyðingahaturs

Jeremy Corbyn tekst enn á við meinta gyðingaandúð sem sögð er rótgróin í breska Verkamannaflokknum. Þrír úr lávarðadeild breska þingsins sögðu sig úr flokknum í gær. Illa hefur gengið hjá Corbyn að taka á málinu. Hefur sjálfur komist í klandur vegna gamalla ummæla sinna um Hamas-samtökin.

Leggja hið umdeilda frumvarp ekki fram á ný

Frumvarp stjórnvalda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína er nú "dautt“. Þetta sagði Carrie Lam, æðsti stjórnandi borgarinnar, í gær. Áður hafði hún sagt að frumvarpið myndi "deyja á næsta ári“.

Herforingjar dæmdir vegna Kondóráætlunarinnar

Tuttugu og fjórir fyrrverandi yfirmenn og ráðherra herforingjastjórnar voru dæmdir vegna Kondóráætlunarinnar, launráðs herforingjastjórnarinnar gegn andófsfólki í álfunni.

Sjá næstu 50 fréttir