Fleiri fréttir

Obama sver embættiseiðinn í dag

Barack Obama sver í dag embættiseið fyrir annað kjörtímabilið sitt sem forseti Bandaríkjanna við litla athöfn í Hvíta Húsinu.

Hulunni svipt af hryllilegu dýraníði

Dýraverndunarsinnar í hópnum Hillside kom upp um andstyggilegt dýraníð í sláturhúsi í Bretlandi á dögunum. Eftir átta vikna rannsókn tókst þeim að góma tvo menn sem misþyrmdu hestum á ófyrirleitinn hátt.

Ótrúlegt tilræði - byssan brást á sviðinu

Búlgarski stjórnmálamaðurinn Ahmed Dogan er líklega einn sá heppnasti þessa vikuna, en maður sem hugðist myrða hann á sviði, þar sem Dogan hélt ræðu, mistókst, eingöngu vegna þess að byssan sem hann beindi að höfði Dogan brást.

Sjö gíslar teknir af lífi

Hryðjuverkamenn tóku sjö gísla af lífi áður en alsírskir hermenn lögðu til atlögu við þá í gasvinnslustöðinni Almenas í hádeginu í dag samkvæmt BBC.

Enn óvist um afdrif sex Norðmanna í Alsír

Enn er óvíst um afdrif á milli 20 og 30 vestrænna gísla, þar á meðal sex Norðmanna, sem eru í haldi íslamistanna í gasvinnslustöðinni Almenas í Alsír.

Óvissa um afdrif 30 gísla

Enn var ekkert vitað um afdrif um þrjátíu starfsmanna í gasvinnslustöð í Alsír í gærkvöldi. Hryðjuverkamenn segja gíslatökuna vegna hernaðarafskipta Frakka í nágrannaríkinu Malí. Um 650 gíslar voru frelsaðir í gær.

Hreingerningarkona saklaus af lestarstuldi

Kona sem grunuð var um að hafa stolið lest í nágrenni Stokkhólms í Svíþjóð, með þeim afleiðingum að hún keyrði á íbúðarhúsnæði, hefur verið hreinsuð af ásökununum.

Vilja skipta á gíslum fyrir dæmda hryðjuverkamenn

Herskáu Íslamistarnir, sem tóku yfir gasvinnslustöðina í Alsír í gær, hafa boðist til þess að láta bandaríska gísla sína lausa. Í skiptum krefjast þeir þess að tveimur dæmdum hryðjuverkamönnum verði sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum.

Sýruárás skekur listaheiminn

Listrænn stjórnandi rússneska Bolshoi balletsins, Sergei Filin, liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi í Moskvu eftir að sýru var skvett í andlit hans í gær. Filin hlaut þriðja stigs bruna í andliti. Læknar reyna nú að bjarga sjón hans.

Leita úrræða vegna mögulegs áreksturs smástirnis við jörðina

Evrópska geimvísindastofnunin hefur hafið vinnu við að rannsaka úrræði við mögulegum árekstri smástirnis við jörðina. Frá og með fyrsta febrúar næstkomandi munu aðilar úr vísindasamfélaginu geta sent inn hugmyndir sínar um hvernig hægt sé að bjarga mannkyninu frá glötun.

Ólíklegt að bannið nái fram að ganga

Mögulegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings skipti tillögum Obama Bandaríkjaforseta niður svo hægt verði að kjósa um hvora í sínu lagi. Meiri stuðningur er talinn vera við sumar tillögur hans en aðrar. NRA til í meiri bakgrunnsskoðun.

Vilja bæta makríl og hval við ályktun

Frekari áhersla á makríldeiluna og hvalveiðar eru meðal þess sem Evrópuþingmenn hafa lagt fram í breytingartillögu við ályktunartillögu um aðildarviðræður Íslands við ESB.

Óttast að á fjórða tug gísla hafi látist í Alsír

Óttast er að allt að 34 erlendir gíslar og 14 mannræningjar hafi látið lífið í tilraun alsírska hersins til að frelsa hundruð gísla úr gasvinnslustöð Statoil og BP í gær. Alsírska fréttastofan APS greindi frá þessu í gærkvöld, en aðrir fjölmiðlar sögðu tölu látinna á reiki.

26 létu lífið í Írak í dag

Að minnsta kosti 26 létu lífið í sprengjuárásum uppreisnarmanna súnníta í Írak í dag. Árásirnar beinast fyrst og fremst að sítum. Talið er að í kringum 60 manns hafi látið lífið undanfarna tvo sólarhringa.

Gíslar og ódæðismenn féllu í aðgerðum Alsírshers

Alls létust 34 gíslar í áhlaupi alsírska hersins á gasvinnslustöðina þar sem herskáir íslamistar hafa haldið tugum manns frá því í gær. Alsírskir fjölmiðla fullyrða að 15 íslamistar hafi fallið í aðgerðunum og að hermenn hafi frelsað fjóra gísla úr haldi.

Kauptu þér kærustu á Facebook

Einhleypir notendur Facebook geta nú eignast kærustur á Facebook með lítilli fyrirhöfn. Þannig geta þeir látið líta út fyrir að þeir séu í sambandi og forðast nærgöngular spurningar vina og ættingja um það hvers vegna þeir séu ekki gengnir út.

Samsæriskenningar á kreiki um árásina í Sandy Hook

Allt frá því að hinn tvítugi Adam Lanza gekk inn í Sandy Hook barnaskólann í Connecticut, þann 14. desember síðastliðinn og myrti þar 26 einstaklinga, hafa fjölmargar samsæriskenningar um skotárásina verið á kreiki.

Aldrei fleiri hermenn fyrirfarið sér

Þrátt fyrir mikinn stuðning og ráðgjöf fyrirfóru 349 bandarískir hermenn sér í fyrra, að því er CNN fréttastofan greinir frá. Talið er að þetta sé mesti fjöldi frá því að varnarmálaráðuneytið fór að halda tölur yfir þetta árið 2001. Samkvæmt tölum ráðuneytisins fyrirfóru 349 hermenn sér og verið er að rannsaka hvort 110 andlát í viðbót megi rekja til sjálfsmorða. Í hitteðfyrra fyrirfór 301 hermaður sér og árið á undan voru þeir 298.

Gíslarnir í Alsír neyddir til að setja á sig sprengjubelti

Einn af frönsku gíslunum í Amenas gasvinnslustöðinni í Alsír segir að íslamistarnir sem hafa þar rúmlega 40 manns í haldi hafi neytt nokkra þeirra til að setja á sig sprengjubelti. Þar að auki hafi sprengjum verið komið fyrir víða í stöðinni.

Konungur rússnesku mafíunnar myrtur

Hinn ókrýndi konungur rússnesku mafíunnar, Aslan Usojan, var myrtur af leyniskyttu fyrir utan veitingahús skammt frá Kreml í Moskvu síðdegis í gær.

Minnst 25 létust þegar hús hrundi

Að minnsta kosti 25 manns eru látnir og 12 alvarlega slasaðir eftir að tólf hæða bygging hrundi í egypska bænum Alexandría. Slysið gerðist að morgni til að staðartíma og björgunarmenn segja að enn fleiri liggi fastir inni í húsarústunum og kalli á hjálp. Einn úr hópi viðbragðsaðila segir við Ritzau fréttastofuna að tekist hafi að bjarga 10 manns út úr húsinu. Alls bjuggu 24 fjölskyldur í umræddu húsi.

Boðar umfangsmiklar breytingar á skotvopnalöggjöfinni

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kynnti í dag frumvarp um umfangsmestu breytingar á skotvopnalöggjöf sem ráðist hefur verið í á tveimur áratugum. Segja má að með því hafi hann sagt talsmönnum frjálsrar löggjafar stríð á hendur.

Níu norskir starfsmenn Statoil teknir í gíslingu

Níu norskir starfsmenn norska olíufélagsins Statoil voru teknir gíslar í Alsír í dag. Fjórir aðrir Norðmenn og einn Kanandamaður eru í öruggu skjóli en fyrr í dag var talið að þeir hefðu líka verið teknir í gíslingu.

Börnin í Newtown syngja til þeirra sem eiga um sárt að binda

Grunnskólabörn í Sandy Hook grunnskólanum í Newtown í Connecticut hafa gefið út lag í góðgerðaskyni. Þau vonast til þess að lagið hjálpi þeim sem eiga um sárt að binda eftir skotárásina 15. desember þar sem 20 grunnskólabörn létu lífið.

NRA beinir sjónum sínum að börnum Obama

Skotvopnasamtök Bandaríkjanna (e. National Rifle Association - NRA) kalla Barack Obama Bandaríkjaforseta hræsnara í nýrri auglýsingu sem birt hefur verið á vefsíðu á vegum samtakanna.

Rýna þarf í reglur um þyrluflug

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að skoða þurfti reglur um þyrluflug í London. Tveir létust og þrettán slösuðust í þyrsluslysi í borginni í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir