Erlent

Gíslarnir í Alsír neyddir til að setja á sig sprengjubelti

Einn af frönsku gíslunum í Amenas gasvinnslustöðinni í Alsír segir að íslamistarnir sem hafa þar rúmlega 40 manns í haldi hafi neytt nokkra þeirra til að setja á sig sprengjubelti. Þar að auki hafi sprengjum verið komið fyrir víða í stöðinni.

Þetta kom fram í viðtali Frakkans við sjónvarpsstöðina France 24 sem tókst að ná tali af honum í gærkvöldi í gegnum farsíma.

Her- og öryggissveitir reyndu að ná Amenas á sitt vald í gærkvöld en árás þeirra misheppnaðist.

Statoil hefur rekið þessa gasvinnslustöð og meðal gíslanna eru níu norskir starfsmenn olíufélagsins. Auk þess koma gíslarnir m.a. frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan og Frakklandi.

Íslamistarnir sem hafa þá í haldi lúta stjórn eins af leiðtogum al-kaída. Þeir krefjast þess að Frakkar láti af hernaði sínum í Afríkuríkinu Malí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×