Fleiri fréttir

Hjólreiðamaðurinn var skotinn fyrst

Vitnisburður Zainab al-Hilli, sjö ára stúlku sem lifði af skotárás í Frakklandi, hefur breytt þeirri mynd sem franska lögreglan hafði gert sér af atburðarásinni. Svo virðist sem hjólreiðamaður, sem fannst látinn skammt frá bifreið fjölskyldu stúlkunnar, hafi fyrst verið skotinn.

Lítt hjálpleg úrslit

Andstæðingar spænsku ríkisstjórnarinnar unnu sigur í héraðsstjórnarkosningum í Baskalandi í gær, samkvæmt útgönguspám, en stjórnarflokkurinn vann aftur á móti sigur í Galisíu.

Ósáttir við stjórnina

Hundruð manna hafa undanfarna daga barist við hersveitir, hliðholla Líbíustjórn, í bænum Bani Walid, sem er um 140 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Trípolí. Þar í bæ voru stuðningsmenn Múammars Gaddafí öflugir og enn eru margir ósáttir við þau stjórnvöld sem tóku við eftir að Gaddafí hafði verið steypt af stóli. Í höfuðborginni Trípolí komu síðan um tvö hundruð manns saman fyrir utan þinghúsið og hvöttu til þess að þessum átökum linnti, enda kosti þau aðallega saklausa borgara lífið.

Lögreglan kölluð til vegna brimbrettakonu

Það vakti mikla athygli í Íran þegar brimbrettakonan Easkey Britton vippaði sér út í sjóinn og greip nokkrar öldur úti fyrir ströndum landsins á dögunum. Íranir eru ekki vanir því að konur leiki sér á brimbrettum og því kom ekki á óvart þegar einhver hringdi á lögregluna sem mætti í öllu sínu veldi vegna uppátækisins.

Amerískur frumbyggi gerður að dýrlingi

Benedikt páfi XVI gerði sjö manneskjur að kaþólskum dýrlingum í dag. Þeirra á meðal er frumbyggi frá Ameríku sem vakti athygli trúboða á sínum tíma.

Ísraelski sjóherinn stöðvar skip á leið til Gasa

Ísraelski sjóherinn stöðvaði í mörgun för skipsins Estelle í miðjarðarhafi en skipið hafði freistað þess að rjúfa hafnarbann Ísraelsmanna og var á leið til Gaza-strandarinnar en borð voru evrópskir og kanadískir aðgerðarsinnar sem sagðir eru hlynntir Palestínu.

Kynferðisafbrot Savile eiga sér tæpast hliðstæðu

Breska lögreglan telur mögulegt að fjölmiðlamaðurinn Jimmy Savile hafi verið miðpunktur kynferðisafbrotahrings sem misnotaði börn. Síðan fyrst spurðist af kynferðislegri misnotkun Savile og lögregla hóf rannsókn málsins hefur ábendingum hreinlega rignt inn til lögreglu.

Segja Sýrlendinga bera ábyrgð á bílsprengjunni

Líbanskir stjórnmálamenn sem andsnúnir eru stjórnvöldum í Sýrlandi staðhæfa að Sýrlendingar hafi staðið á bak við bílsprengjuna í Líbanon sem varð yfirmanni leyniþjónustunnar þar í landi að bana.

Vildi 60 milljónir evra í tóbaksmútur

Sænska munntóbaksframleiðandanum Swedish Match bauðst í fyrra að greiða 60 milljónir evra til að geta haft áhrif á væntanlega löggjöf ESB um tóbak. Greiða átti peningana í tveimur áföngum, 10 milljónir evra beint á borðið og 50 milljónir evra eftir lagabreytingu. Þetta upplýsir upplýsingastjóri Swedish Match, í viðtali við sænska blaðið Aftonbladet.

Heilastarfsemin virðist eðlileg

Pakistanska stúlkan Malala Yousufzai er á hægum batavegi á sjúkrahúsi í Bretlandi, en þangað var hún flutt eftir að hún varð fyrir skotárás í heimabæ sínum í Pakistan.

Fágætt viðtal við frænda leiðtoga Norður-Kóreu

Frændi leiðtoga Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu, kom fram í viðtali í Bosníu, þar sem hann stundar nám þessa stundina. Frændinn, sem heitir Kim Han-sol er sautján ára gamall og ólst meira eða minna upp í Maká og Kína. Faðir hans, Kim Jong-nam er bróðir Kim Jong-il hins alræmda einræðisherra Norður-Kóreu, sem lést í desember á síðasta ári.

Leikkonan sem lék Emmanuelle er látin

Hollenska leikkonan Sylvia Kristel er látin, sextug að aldri. Hún varð þekkt í kvikmyndasögunni fyrir hlutverk sitt sem Emmanuelle í samnefndum léttbláum kvikmyndum á áttunda áratug síðustu aldar.

Kambódíubúar syrgja Sihanuk

Jarðneskar leifar Norodoms Sihanouk, fyrrverandi konungs Kambódíu, voru í gær fluttar heim til Kambódíu frá Kína þar sem hann lést á mánudaginn. Sihanouk hafði dvalið í Kína frá því í janúar, þar sem hann gekkst undir læknismeðferð. Sihanouk ríkti í Kambódíu á árunum 1941 til 1955 og síðan aftur frá 1993 til 2004, en þá tók sonur hans, Norodom Sihamoni, við tigninni.

Mikilvægt fólk fær ekki að fara frá Kúbu

Íbúar á Kúbu geta brátt ferðast úr landi án þess að þurfa að fá sérstaka brottfararheimild frá stjórnvöldum og greiða fyrir háa upphæð. Kúbustjórn tilkynnti um þetta í ríkisdagblaðinu Granma og sagði nýja fyrirkomulagið taka gildi 14. janúar.

Hundruð manna mótmæla

Jafnt kaþólskir íbúar Norður-Írlands sem mótmælendur tóku þátt í mótmælum í Belfast í gær gegn fyrstu fóstureyðingarstofunni sem opnuð er á Írlandi.

Hollande og Merkel greinir á um leiðir

Ágreiningur milli Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande Frakklandsforseta setur svip sinn á tveggja daga leiðtogafund Evrópusambandsins, sem hófst í Brussel í gær.

Tímamótareikistjörnufundur

Evrópskir stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu, álíka massamikla og jörðina, á braut um stjörnu í Alfa Centauri-kerfinu, sem er nálægasta stjörnukerfi við jörðina, í um 4,3 ljósára fjarlægð. Þetta kemur fram á Stjörnufræðivefnum.

Ótrúleg björgun þegar fílskálfur féll í brunn

Þörf var á hröðum handtökum í Keníu á dögunum þegar tilkynnt var um átta mánaða gamlan fílskálf sem fallið hafði í brunn. Þrír vaskir náttúruverndarsinnar stukku þá til og brunuðu í átt að uppsprettunni.

Dreginn fyrir dómstóla fyrir að misbjóða heittrúuðum

Píanóleikarinn þekkti, Fazil Say, var leiddur fyrir dómstóla í Istanbúl í Tyrklandi ákærður fyrir að vekja hatur og misbjóða gildum múslima. Málið snýst um örfærslur sem hann skrifaði inn á Twitter síðu sína þar sem hann gerði góðlátlegt grín af öfgakenndum múslimum.

Vopnahlé á fórnarhátíð gæti skipt sköpum

Lakhdar Brahimi, erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins gagnvart Sýrlandi, skorar á stjórnarherinn og uppreisnarmenn að leggja niður vopn í fjóra daga meðan fórnarhátíð múslima er haldin síðar í þessum mánuði.

Tugmilljónir í reiðhjólaförgun

Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn áætla að verja jafngildi tæpra 50 milljóna íslenskra króna í ár til þess að fjarlægja reiðhjól sem hafa verið yfirgefin víðs vegar um borgina.

Twitter lokar á nýnasista í Þýskalandi

Samskiptavefurinn Twitter hefur lokað á aðgang nýnasistagrúppu sem hélt uppi áróðri á vefnum. Það voru þýsk stjórnvöld sem kröfðust þess að aðgangnum yrði lokað. Tíst nýnasistagrúppunnar verður ekki sýnilegt notendum Twitter í Þýskalandi, þótt fólk í öðrum löndum geti séð það. Þetta er í fyrsta sinn sem samskiptavefurinn beitir svokölluðum heimaritskoðunarreglum, sem settar voru í janúar síðastliðnum. Sú regla gengur út á að loka á efni í tilteknum löndum ef tístið brýtur gegn lögum þar. Eins og kunnugt er hefur nýnasistaáróður verið bannaður í Þýskalandi frá lokum síðari heimsstyrjaldar.

Allt að 20 gráðu hiti og sól í Danmörku

Á meðan kalt veður er allsráðandi á Íslandi búa frændur okkar Danir við þann sjaldgæfa lúxus að allt að 20 gráðu hiti er í Danmörku í dag með sól og blíðu. Það er afarsjaldgæft að svo mikill hiti mælist í landinu í miðjum október.

Barnaníðingar vekja óhug í Kanada

Lögreglan í Kanada hefur upprætt hring barnaníðinga og voru 21 þeirra handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í gær.

Paul Ryan notaði súpueldhús í pólitískum tilgangi

Aðstandendur svokallaðs súpueldhúss í bænum Youngstown í Ohio, þar sem fátækum er gefinn hádegismatur á hverjum degi, eru æfir af reiði út í Paul Ryan varaforsetaefni Mitt Romney. Saka þeir Ryan um að hafa notað súpueldhúsið í pólitískum tilgangi.

Kyrkislangan Medúsa komin í heimsmetabók Guiness

Kyrkislanga sem heitir Medúsa er komin í heimsmetabók Guiness. Hún er lengsta slangan í heiminum sem er í haldi en lengd hennar mælist nú 7,67 metrar. Það þarf 15 til 18 manns til að lyfta henni upp.

Friðarviðræður hafnar í Ósló

Friðarviðræður milli skæruliðasveitanna FARC og Kólumbíustjórnar hófust í Ósló í gær. Þetta er í annað sinn sem reynt er að semja af alvöru um frið við skæruliðana, sem áratugum saman hafa barist við stjórnarherinn í Kólumbíu.

Fundu plánetu með fjórar sólir

Áhugamenn um stjörnufræði duttu niður á stórmerka uppgötvun á dögunum þegar þeir komu auga á reikistjörnuna PH1 sem er í nágrenni við fjórar sólir. Raunar er um að ræða tvö tvístirni, A og B, en PH1 og B snúast um A. PH1 er að öllum líkindum gasstjarna í líkingu við Neptúnus eða Úranus.

Ætlaði að sprengja Seðlabanka Bandaríkjanna

Talið er að 21 árs gamall karlmaður frá Bangladesh hafi ætlað að sprengja byggingu Seðlabanka Bandaríkjanna í loft upp. Maðurinn, sem heitir Quazi Muhammed Rezwanul Ahsan Nafis, var handtekinn í New York í dag.

Uppreisnarliðið tók tugi af lífi

Uppreisnarmenn í Líbíu tóku tugi stuðningsmanna Múammars Gaddafí, og líklega hann sjálfan, af lífi án dóms og laga þegar þeir náðu heimabæ hans, Sirte, á vald sitt fyrir einu ári.

Neita því að kattarslagur sé í gangi í Downingstræti 10

Skrifstofa David Cameron forsætisráðherra Bretlands hefur neitað orðrómi þess efnis að stríð sé í gangi á milli Larry sem er heimilisköttur Cameron í Downingstræti 10 og Freyu sem er heimilisköttur George Osbourne fjármálaráðherra í næsta húsi eða Downingstræti 11.

Mantel fyrsta konan sem vinnur Booker verðlaunin tvisvar

Breski rithöfundurinn Hilary Mantel hefur unnið Booker bókmenntaverðlaunin í annað sinn. Þar með er Mantel fyrsta konan og jafnframt fyrsti Bretinn til þess að vinna þessi virtu bókmenntaverðlaun tvisvar.

Sjá næstu 50 fréttir