Erlent

Danski njósnarinn, ljóskan frá Króatíu og CIA fléttan

Fréttir Jyllands Posten um þátttöku danska njósnarans Michael Storm í aftökunni á al-kaída leiðtoganum Anwar al-Awlaki hafa vakið athygli í Bandaríkjunum.

Í Bandaríkjunum er fjallað um málið undir fyrirsögnum á borð við: Danski njósnarinn, ljóskan frá Króatíu og CIA fléttan til að myrða Awlaki.

Sjónvarpsstöðvarnar ABC og CNN hafa báðar fjallað um málið og þá sérstaklega þann þátt Michael Storm að hafa skipulagt hjónaband milli konu frá Króatíu, sem virðist hafa verið ljóshærð, og al-kaída leiðtogans.

Bandaríska leyniþjónustan tók Awlaki af lífi í Jemen árið 2010 en það var Storm sem kom CIA á spor hans. CNN segir raunar að sagan öll sé eins og gott handrit fyrir sjónvarpsþáttaröðina Homeland. Eins og fréttastofa greindi frá fyrr í vikunni fékk Storm 30 milljónir króna í sinn hlut frá CIA fyrir aðstoðina við aftöku Awlaki.

Sjálfur er Storm horfinn af yfirborði jarðar. Í ljós er komið að hann var gagnnjósnari og því vilja margir öfgafullir múslímar, sem töldu Storm vera á sínum snærum, koma honum undir grænni torfu þessa daganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×