Fleiri fréttir Gæsluvarðhald í hálft ár enn Rússneska kvennapönksveitin Pussy Riot neitar ásökunum um að hafa verið með óspektir á almannafæri, en þarf að dúsa í hálft ár áfram í gæsluvarðhaldi. 31.7.2012 07:00 Par grýtt til dauða fyrir að búa í óvígðri sambúð í Malí Par hefur verið grýtt til dauða í norðurhluta Malí vegna brota þeirra gegn sharíalögum sem ríkja á þessu landssvæði. 31.7.2012 06:34 Sprengjum rignir enn yfir íbúa Aleppo Stjórnarhernum í Sýrlandi virðist lítið verða ágengt í Aleppo, fjölmennustu borg landsins, þrátt fyrir harðar árásir með þungavopnum, skriðdrekum og herþotum. Mannúðarfulltrúi SÞ telur almenning vera í mikilli hættu. 31.7.2012 00:15 Tónskáld The Dark Knight Rises samdi lag fyrir íbúa Aurora Þýska tónskáldið Hans Zimmer, sem samdi tónlistina fyrir nýjustu Batman-kvikmyndina, The Dark Knight Rises, hefur samið lag í minningu þeirra sem létust í skotárásinni í Aurora í Colorado. 30.7.2012 22:51 Óbærileg spenna þegar dóttirin keppti á Ólympíuleikunum Bandaríska fimleikastúlkan Ally Raisman náði hátindi feril síns þegar hún keppti á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Hún komst áfram og náði í úrslit í æfingum á slá. 30.7.2012 22:30 Skelfing í Úganda eftir ebólu-smit Ebólu-faraldur geisar nú í Úganda. Forseti landsins, Yoweri Museveni, ávarpaði þjóð sína í dag. Hann biðlaði til fólksins um að gæta ýtrustu varúðar í kringum annað fólk og forðast handabönd, faðmlög og kossa. 30.7.2012 21:38 The Hobbit verður þríleikur Nýsjálenski kvikmyndagerðarmaðurinn Peter Jackson tilkynnti í dag að hann væri nú að undirbúa þriðja kaflann í kvikmyndaröðinni um The Hobbit. Jackson lauk nýverið við tökur á tveimur kvikmyndum sem byggja á skáldsögunni. 30.7.2012 20:30 Holmes birt ákæra Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt 12 á miðnætursýningu nýjustu Batman-kvikmyndarinnar í Colorado hefur nú formlega verið ákærður fyrir glæpina. Ákæran er í 142 liðum. Ekki er búið að ákveða hvort að farið verður fram á dauðarefsingu yfir honum. 30.7.2012 17:36 Notuðu meira rafmagn en leyfilegt er Talið er að nokkur ríki á Indlandi hafi notað meira rafmagn en leyfilegt er þegar rafmagnslaust varð í norðurhluta landsins seint í nótt, með þeim afleiðingum að um 300 milljónir manna voru án rafmagns. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hefur tekist að koma rafmagni á meirihluta svæðisins. Orkumálaráðherra landsins segir að rannsókn væri hafi á biluninni og niðurstöðu væri að vænta innan tveggja vikna. Þetta er mesta rafmagnsleysi sem orðið hefur á Indlandi síðastliðin áratug. 30.7.2012 14:42 Um 300 milljónir Indverja án rafmangs í nótt Rafmagnslaust varð á nær öllum norðurhluta Indlands, þar á meðal í höfuðborginni Delhi. seint í nótt með þeim afleiðingum að um 300 milljónir manna voru án rafmagns. 30.7.2012 09:04 Fundu gat á ósonlaginu yfir Bandaríkjunum Vísindamenn við Harvard háskólann hafa fundið gat á ósonlaginu yfir Bandaríkjunum. 30.7.2012 07:12 Ekkert lát á bardögum í borginni Aleppo Miklir bardagar hafa staðið yfir í borginni Aleppo í Sýrlandi alla helgina en þar reynir stjórnarher landsins að ná borginni úr höndum uppreisnarmanna. 30.7.2012 06:53 Svíar þróa lyf sem getur haldið áfengissýki í skefjum Nýtt lyf sem getur haldið áfengissýki í skefjum hefur verið þróað í Svíþjóð. 30.7.2012 06:28 Nær 30 fórust þegar eldur kviknaði í farþegalest Að minnsta kosti 27 hafa farist og 28 liggja á sjúkrahúsi eftir að eldur kom upp í farþegalest í héraðinu Andhra Pradesh á Indlandi í nótt. 30.7.2012 07:05 Forseti Rúmeníu heldur embættinu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu Lítil þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu í Rúmeníu um helgina þýðir að Traian Besescu forseti landsins heldur embætti sínu. 30.7.2012 06:51 Cheney segir mistök að velja Palin sem varaforsetaefni 2008 Dick Cheney fyrrum varaforseti George Bush segir að Mitt Romney megi ekki gera sömu mistök og John McCain gerði árið 2008 þegar hann valdi Sarah Palin sem varaforsetaefni sitt. Cheney segir að valið á Palin hafi verið mikil mistök. 30.7.2012 06:48 Hildarleikur á Balkanskaga Stríðið í Bosníu-Hersegóvínu, sem geisaði á árunum 1992 til 1995, var hluti af átökunum sem fylgdu upplausn gömlu Júgóslavíu. Eftir að Króatía og Slóvenía höfðu slitið sig laus og fengið sjálfstæði sitt staðfest fylgdi Bosnía þar á eftir með sjálfstæðisyfirlýsingu á vordögum 1992. Staðan var þó talsvert flóknari í Bosníu þar sem þar voru þrjú meginþjóðarbrot, Bosníakar (Bosníumúslímar), Króatar og Serbar, sem bárust á banaspjótum. 30.7.2012 01:00 Bardagar geisa í sex hverfum Aleppo Sprengikúlum hefur rignt yfir sýrlensku borgina Aleppo í dag. Annan daginn í röð reyna stjórnarhermenn nú að hrekja uppreisnarmenn á brott úr borginni. Sýrlenski herinn hefur tvíeflst í árásum sínum á meðan matarskortur gerir vart við sig í stórborginni. 29.7.2012 19:49 Hyundai innkallar yfir 200 þúsund bíla Hyundai mun innkalla yfir 220.000 Santa Fe SUV bifreiðar og Sonata sedan bifreiðar. Ástæðan eru möguleg vandræði með loftpúða. 29.7.2012 18:48 Upplifir ástandið sem alþjóðlegt stríð gegn Sýrlandi Háttsettur embættistmaður í stjórn Sýrlands fullyrti í dag að uppreisnarmönnum í landinu myndi mistakast að ná yfirráðum í borginni Aleppo. Frá þessu er greint á vef CNN. 29.7.2012 17:52 Ólympíufarar taka samskiptamiðla í þjónustu sína Ólympíuleikarnir í London í ár eru í raun fyrstu Ólympíuleikarnir eftir að notkun á samskiptamiðlum eins og Facebook og Twitter varð almenn. Ólympíufarar hinna ýmsu landa hafa tekið miðlana í þjónustu sína og skemmt aðdáendum sínum á margvíslegan hátt, leyft þeim að líta við í búningsherbergjunum og fylgjast með stemningunni í herbúðum liðanna. 29.7.2012 17:27 Óánægja með auð sæti á Ólympíuleikunum Auð sæti á Ólympíuleikunum síðustu tvo daga hafa vakið reiði almennings. Stjórnarformaður leikanna í ár segir ólíklegt að það verði viðvarandi vandamál alla leikana. 29.7.2012 14:36 Ólíklegt að flóðbylgja hafi myndast í snörpum skjálfta Ekki er talið líklegt að flóðbylgjur hafi myndast þegar snarpur jarðskáfti reið yfir Papúa Nýju-Gíneu fyrr í dag. Alþjóðlegar vísindastofnanir fylgjast grannt með þróun mála. Ekki hafa borist fregnir af mannfalli eða tjóni. 29.7.2012 12:50 Fjórir létust af einni eldingu Fjórir fjallgöngumenn í Póllandi létust þegar eldingu sló niður í gönguhópinn. Miðaldra hjón voru á ferð ásamt dóttur sinni og tengdasyni þegar stormur gekk yfir fjallsvæðið. Að sögn björgunarsveita hafi gönguhópurinn þá ákveðið að fara út af merktri göngleið í leit að skjóli þegar eldingu ljósti niður í gönguhópinn. Að sögn pólsku lögreglunnar er það afar fáheyrt að ein elding dragi fjóra til dauða í einu. 29.7.2012 11:30 Romney myndi styðja hervald gegn Íran Mitt Romney myndi styðja aðgerðir Ísraela ef þeir þyrftu að beita vopnavaldi til að koma í veg fyrir að Íranir þróuðu kjarnorkuvopn, að því er fram kemur á Reuters fréttaveitunni. Þetta er haft eftir Dan Senor, öryggisráðgjafa frambjóðandans, en hann segir að Romney myndi virða ákvörðun Ísraels ef þeir þyrftu að beita hervaldi gegn Íran í þessum tilgangi. Þessi stefna Romney er sögð á skjön við stefnu Barack Obama Bandaríkjaforseta sem hefur ítrekað reynt að fá Ísraela til að falla frá því að taka til skoðunar fyrirbyggjandi hernaðarðgerðum gegn Íran. 29.7.2012 11:15 Ebóluveiran lætur kræla á sér í Úganda Að minnsta kosti 13 eru látnir í Úganda eftir að hafa smitast af ebóluveirunni. Heilbrigðisyfirvöld í landinu staðfestu þetta í dag. Smitin er öll tengd sömu fjölskyldunni en talið er að þau hafi veikst í jarðarför. 29.7.2012 11:00 Romney heimsótti Ísrael Forsetaframbjóðandi Repúblikana, Mitt Romney, heimsótti Ísrael í gær. Romney hefur verið á faraldsfæti síðustu daga en hann var viðstaddur setningarathöfn Ólympíuleikanna á föstudag. Þá mun hann einnig ferðast til Póllands seinna í vikunni. 29.7.2012 10:33 Lík fjallgöngumanna fundin Lík tveggja bandarískra fjallgöngumanna fundust í gær á Mount Palcaraju í Andesfjöllum í Perú, en mennirnir létust eftir fall á göngunni. Leit hafði staðið yfir að mönnunum frá því þeir týndust og létu ekki vita af sér eftir að þeir hófu göngu hinn 11. júlí síðastliðinn. 29.7.2012 10:21 Uppreisnarmenn biðja um aðstoð Stórsókn stjórnarhermanna gegn uppreisnarmönnum í borginni Aleppo í Sýrlandi stendur enn yfir. Þungavopnum og orrustuþyrlum hefur verið beitt af hálfu sýrlenska hersins en nú hafa borist fregnir af því að vopnabirgðir uppreisnarmanna séu af skornum skammti. 29.7.2012 09:22 Sýknaður af ákæru fyrir að segja brandara á Twitter Hæstiréttur í Bretlandi sýknaði í gær mann fyrir að segja brandara á Twitter. Málið hefur vakið mikla athygli og verið eitt umdeildasta mál dómsmál síðari ára í landinu. 28.7.2012 19:48 Olíuóöld en ekki arabískt vor Sýrland er nú í brennidepli vegna uppreisnarástands sem þar ríkir og hefur kostað rúmlega tuttugu þúsund manns lífið. Sýrlendingurinn Bashar Mustafa sagði Jóni Sigurði Eyjólfssyni blaðamanni, þegar þeir hittust á Spáni fyrir skömmu, að átökin hefðu ekkert með arabíska vorið að gera heldur sé þetta eitt olíustríðið enn. Hann segir lausnina ekki felast í því að koma forsetanum frá heldur að fá Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir til að hætta að styrkja hryðjuverkamenn sem herja á Sýrlendinga. 28.7.2012 19:55 Hörð átök í Aleppo í dag Hörð átök brutust út í borginni Aleppo í Sýrlandi í dag. Stjórnarhermenn og uppreisnarmenn berjast um yfirráð í borginni en andspyrnumenn hafa hertekið stór svæði hennar. Sameinuðu Þjóðirnar og helstu þjóðarleiðtogar óttast mikið mannfall. 28.7.2012 18:46 Sumarhátíð gothara í Hollandi Gestur á hátíðinni Sumarmyrkur í Utrecht í Hollandi stillti sér upp fyrir myndatöku í dag. Hátíðin er stærsta gothara hátíð landsins. 28.7.2012 16:58 Biður hakkara um aðstoð Yfirmaður Öryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) fékk þá nýstárlegum hugmynd að biðja hakkara að hjálpa sér að tryggja öryggi á internetinu. Hann var boðinn á ráðstefnu hakkara þar sem hann hélt ræðu. 28.7.2012 16:45 Holmes var í meðferð hjá geðlækni Talið er að maðurinn sem grunaður er um að hafa staðið að baki fjöldamorðinu í Colorado í síðustu viku hafi verið undir eftirliti geðlækna. Maðurinn, James Holmes, var doktorsnemi í taugaskurðlæknum. En samhliða náminu var hann sjúklingur sálfræðikennara við sama háskóla og hann stundaði nám við. Er talið að Holmes hafi verið geðhvarfasjúkur. Áður hafði verið greint frá því að Holmes hafi sent nákvæmar upplýsingar um fjöldamorðið til kennarans. Ekki er vitað hvort að pakkinn hafi komist til skila. Holmes er sakaður um að hafa skotið tólf til bana í kvikmyndahúsi í bænum Aurora í Colorado, 20. júlí síðastliðinn. Alls særðust 58 í skotárásinni, af þeim liggja ellefu enn á spítala, þarf af fimm í lífshættu. 28.7.2012 10:04 Voðaverk framin í skjóli aðgerðaleysis „Að mínu mati er það einungis tímaspursmál hvenær ríkisstjórn sem beitir svona öflugum hernaðarmætti og hemjulausu ofbeldi gegn almenningi fellur,“ sagði norski herforinginn Robert Mood við fréttastofuna Reuters. 28.7.2012 00:30 Tveir látnir eftir fárviðri í New York Að minnsta kosti tveir létu lífið í miklu fárviðri í New York, Ohio og Pennsylvaníu í dag. Þá er talið að um 100 þúsund manns hafi verið án rafmagns í kjölfar veðurofsans. 27.7.2012 23:30 Breskur ráðherra slapp með skrekkinn Mikið hefur verið rætt um aðdraganda og skipulag Ólympíuleikanna í Lundúnum. Menningarmálaráðherra Bretlands tókst þó að forðast óhapp þegar hann hringdi inn leikana í dag. 27.7.2012 22:45 Elísabet drottning kom í fallhlíf Elísabet II Bretlandsdrottning stökk úr þyrlu og lenti á Ólympíuleikvanginum í London í kvöld. Það var sjálfur James Bond sem sótti drottninguna á þrylu í Buckinghamhöll. Eða svoleiðis leit það að minnsta kosti út fyrir áhorfendum. Daniel Craig, sem leikur hefur Bond í síðustu myndum, sótti hana í höllina og saman flugu þau í gegnum borgina. Svo stukku þau bæði út, en það var þó ekki alveg þannig þar sem vanir fallhífastökkvarar hafa tekið það að sér. Drottningin mætti svo spræk og settist niður ásamt eiginmanni sínum Filippusi Prins. Því næst söng barnakór þjóðsöng Breta. Setningahátíðin er enn í gangi og má segja að allt sé að ganga upp enda kostaði hún 27 milljónir punda. Síðar í kvöld munu keppendurnir ganga inn á leikvanginn. Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari, er fánaberi Íslands á leikunum. 27.7.2012 21:04 Fékk of mikið af sígarettum Starfsmenn dýragarðs í Indónesíu neyddust til að flytja órangúta til að forða honum frá gestum sem voru stöðugt að gefa honum sígarettur. 27.7.2012 20:55 Hliðin að Ólympíusvæðinu opnuð Hliðin að Ólympíugarðinum standa nú opin. Fólk er tekið að streyma inn á svæðið og bíða margir í ofvæni eftir að sjá setningarathöfn leikanna. 27.7.2012 16:33 Allt stopp í Lundúnum Miklar tafir hafa orðið á umferð í Lundúnum í dag. Leigubílstjórar mótmæla því að fá ekki að nota sérstakar akreinar sem ætlaðar eru fjölmiðlafólki, íþróttamönnum og embættismönnum. 27.7.2012 15:45 Romney viðstaddur setningarathöfnina Forsetaframbjóðandi Repúblikana, Mitt Romney, verður viðstaddur setningarathöfn Ólympíuleikanna í Lundúnum í kvöld. 27.7.2012 14:07 Ólympíueldurinn lýkur ferðalagi sínu Ólympíueldurinn lauk í dag 12 þúsund kílómetra löngu ferðalagi sínu um Bretland. Þúsundir fylgdust með þegar kyndillinn var fluttur upp Thames ánna í Lundúnum. 27.7.2012 13:29 Nútíma popptónlist er einsleit, hávær og ófrumleg Spænskir rannsakendur hafa loks staðfest það sem mörgum, ef ekki öllu, hefur grunað lengi: popptónlist er yfir heildina litið háværari en eldri tónlist og margfalt einfaldari. 27.7.2012 11:57 Sjá næstu 50 fréttir
Gæsluvarðhald í hálft ár enn Rússneska kvennapönksveitin Pussy Riot neitar ásökunum um að hafa verið með óspektir á almannafæri, en þarf að dúsa í hálft ár áfram í gæsluvarðhaldi. 31.7.2012 07:00
Par grýtt til dauða fyrir að búa í óvígðri sambúð í Malí Par hefur verið grýtt til dauða í norðurhluta Malí vegna brota þeirra gegn sharíalögum sem ríkja á þessu landssvæði. 31.7.2012 06:34
Sprengjum rignir enn yfir íbúa Aleppo Stjórnarhernum í Sýrlandi virðist lítið verða ágengt í Aleppo, fjölmennustu borg landsins, þrátt fyrir harðar árásir með þungavopnum, skriðdrekum og herþotum. Mannúðarfulltrúi SÞ telur almenning vera í mikilli hættu. 31.7.2012 00:15
Tónskáld The Dark Knight Rises samdi lag fyrir íbúa Aurora Þýska tónskáldið Hans Zimmer, sem samdi tónlistina fyrir nýjustu Batman-kvikmyndina, The Dark Knight Rises, hefur samið lag í minningu þeirra sem létust í skotárásinni í Aurora í Colorado. 30.7.2012 22:51
Óbærileg spenna þegar dóttirin keppti á Ólympíuleikunum Bandaríska fimleikastúlkan Ally Raisman náði hátindi feril síns þegar hún keppti á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Hún komst áfram og náði í úrslit í æfingum á slá. 30.7.2012 22:30
Skelfing í Úganda eftir ebólu-smit Ebólu-faraldur geisar nú í Úganda. Forseti landsins, Yoweri Museveni, ávarpaði þjóð sína í dag. Hann biðlaði til fólksins um að gæta ýtrustu varúðar í kringum annað fólk og forðast handabönd, faðmlög og kossa. 30.7.2012 21:38
The Hobbit verður þríleikur Nýsjálenski kvikmyndagerðarmaðurinn Peter Jackson tilkynnti í dag að hann væri nú að undirbúa þriðja kaflann í kvikmyndaröðinni um The Hobbit. Jackson lauk nýverið við tökur á tveimur kvikmyndum sem byggja á skáldsögunni. 30.7.2012 20:30
Holmes birt ákæra Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt 12 á miðnætursýningu nýjustu Batman-kvikmyndarinnar í Colorado hefur nú formlega verið ákærður fyrir glæpina. Ákæran er í 142 liðum. Ekki er búið að ákveða hvort að farið verður fram á dauðarefsingu yfir honum. 30.7.2012 17:36
Notuðu meira rafmagn en leyfilegt er Talið er að nokkur ríki á Indlandi hafi notað meira rafmagn en leyfilegt er þegar rafmagnslaust varð í norðurhluta landsins seint í nótt, með þeim afleiðingum að um 300 milljónir manna voru án rafmagns. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hefur tekist að koma rafmagni á meirihluta svæðisins. Orkumálaráðherra landsins segir að rannsókn væri hafi á biluninni og niðurstöðu væri að vænta innan tveggja vikna. Þetta er mesta rafmagnsleysi sem orðið hefur á Indlandi síðastliðin áratug. 30.7.2012 14:42
Um 300 milljónir Indverja án rafmangs í nótt Rafmagnslaust varð á nær öllum norðurhluta Indlands, þar á meðal í höfuðborginni Delhi. seint í nótt með þeim afleiðingum að um 300 milljónir manna voru án rafmagns. 30.7.2012 09:04
Fundu gat á ósonlaginu yfir Bandaríkjunum Vísindamenn við Harvard háskólann hafa fundið gat á ósonlaginu yfir Bandaríkjunum. 30.7.2012 07:12
Ekkert lát á bardögum í borginni Aleppo Miklir bardagar hafa staðið yfir í borginni Aleppo í Sýrlandi alla helgina en þar reynir stjórnarher landsins að ná borginni úr höndum uppreisnarmanna. 30.7.2012 06:53
Svíar þróa lyf sem getur haldið áfengissýki í skefjum Nýtt lyf sem getur haldið áfengissýki í skefjum hefur verið þróað í Svíþjóð. 30.7.2012 06:28
Nær 30 fórust þegar eldur kviknaði í farþegalest Að minnsta kosti 27 hafa farist og 28 liggja á sjúkrahúsi eftir að eldur kom upp í farþegalest í héraðinu Andhra Pradesh á Indlandi í nótt. 30.7.2012 07:05
Forseti Rúmeníu heldur embættinu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu Lítil þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu í Rúmeníu um helgina þýðir að Traian Besescu forseti landsins heldur embætti sínu. 30.7.2012 06:51
Cheney segir mistök að velja Palin sem varaforsetaefni 2008 Dick Cheney fyrrum varaforseti George Bush segir að Mitt Romney megi ekki gera sömu mistök og John McCain gerði árið 2008 þegar hann valdi Sarah Palin sem varaforsetaefni sitt. Cheney segir að valið á Palin hafi verið mikil mistök. 30.7.2012 06:48
Hildarleikur á Balkanskaga Stríðið í Bosníu-Hersegóvínu, sem geisaði á árunum 1992 til 1995, var hluti af átökunum sem fylgdu upplausn gömlu Júgóslavíu. Eftir að Króatía og Slóvenía höfðu slitið sig laus og fengið sjálfstæði sitt staðfest fylgdi Bosnía þar á eftir með sjálfstæðisyfirlýsingu á vordögum 1992. Staðan var þó talsvert flóknari í Bosníu þar sem þar voru þrjú meginþjóðarbrot, Bosníakar (Bosníumúslímar), Króatar og Serbar, sem bárust á banaspjótum. 30.7.2012 01:00
Bardagar geisa í sex hverfum Aleppo Sprengikúlum hefur rignt yfir sýrlensku borgina Aleppo í dag. Annan daginn í röð reyna stjórnarhermenn nú að hrekja uppreisnarmenn á brott úr borginni. Sýrlenski herinn hefur tvíeflst í árásum sínum á meðan matarskortur gerir vart við sig í stórborginni. 29.7.2012 19:49
Hyundai innkallar yfir 200 þúsund bíla Hyundai mun innkalla yfir 220.000 Santa Fe SUV bifreiðar og Sonata sedan bifreiðar. Ástæðan eru möguleg vandræði með loftpúða. 29.7.2012 18:48
Upplifir ástandið sem alþjóðlegt stríð gegn Sýrlandi Háttsettur embættistmaður í stjórn Sýrlands fullyrti í dag að uppreisnarmönnum í landinu myndi mistakast að ná yfirráðum í borginni Aleppo. Frá þessu er greint á vef CNN. 29.7.2012 17:52
Ólympíufarar taka samskiptamiðla í þjónustu sína Ólympíuleikarnir í London í ár eru í raun fyrstu Ólympíuleikarnir eftir að notkun á samskiptamiðlum eins og Facebook og Twitter varð almenn. Ólympíufarar hinna ýmsu landa hafa tekið miðlana í þjónustu sína og skemmt aðdáendum sínum á margvíslegan hátt, leyft þeim að líta við í búningsherbergjunum og fylgjast með stemningunni í herbúðum liðanna. 29.7.2012 17:27
Óánægja með auð sæti á Ólympíuleikunum Auð sæti á Ólympíuleikunum síðustu tvo daga hafa vakið reiði almennings. Stjórnarformaður leikanna í ár segir ólíklegt að það verði viðvarandi vandamál alla leikana. 29.7.2012 14:36
Ólíklegt að flóðbylgja hafi myndast í snörpum skjálfta Ekki er talið líklegt að flóðbylgjur hafi myndast þegar snarpur jarðskáfti reið yfir Papúa Nýju-Gíneu fyrr í dag. Alþjóðlegar vísindastofnanir fylgjast grannt með þróun mála. Ekki hafa borist fregnir af mannfalli eða tjóni. 29.7.2012 12:50
Fjórir létust af einni eldingu Fjórir fjallgöngumenn í Póllandi létust þegar eldingu sló niður í gönguhópinn. Miðaldra hjón voru á ferð ásamt dóttur sinni og tengdasyni þegar stormur gekk yfir fjallsvæðið. Að sögn björgunarsveita hafi gönguhópurinn þá ákveðið að fara út af merktri göngleið í leit að skjóli þegar eldingu ljósti niður í gönguhópinn. Að sögn pólsku lögreglunnar er það afar fáheyrt að ein elding dragi fjóra til dauða í einu. 29.7.2012 11:30
Romney myndi styðja hervald gegn Íran Mitt Romney myndi styðja aðgerðir Ísraela ef þeir þyrftu að beita vopnavaldi til að koma í veg fyrir að Íranir þróuðu kjarnorkuvopn, að því er fram kemur á Reuters fréttaveitunni. Þetta er haft eftir Dan Senor, öryggisráðgjafa frambjóðandans, en hann segir að Romney myndi virða ákvörðun Ísraels ef þeir þyrftu að beita hervaldi gegn Íran í þessum tilgangi. Þessi stefna Romney er sögð á skjön við stefnu Barack Obama Bandaríkjaforseta sem hefur ítrekað reynt að fá Ísraela til að falla frá því að taka til skoðunar fyrirbyggjandi hernaðarðgerðum gegn Íran. 29.7.2012 11:15
Ebóluveiran lætur kræla á sér í Úganda Að minnsta kosti 13 eru látnir í Úganda eftir að hafa smitast af ebóluveirunni. Heilbrigðisyfirvöld í landinu staðfestu þetta í dag. Smitin er öll tengd sömu fjölskyldunni en talið er að þau hafi veikst í jarðarför. 29.7.2012 11:00
Romney heimsótti Ísrael Forsetaframbjóðandi Repúblikana, Mitt Romney, heimsótti Ísrael í gær. Romney hefur verið á faraldsfæti síðustu daga en hann var viðstaddur setningarathöfn Ólympíuleikanna á föstudag. Þá mun hann einnig ferðast til Póllands seinna í vikunni. 29.7.2012 10:33
Lík fjallgöngumanna fundin Lík tveggja bandarískra fjallgöngumanna fundust í gær á Mount Palcaraju í Andesfjöllum í Perú, en mennirnir létust eftir fall á göngunni. Leit hafði staðið yfir að mönnunum frá því þeir týndust og létu ekki vita af sér eftir að þeir hófu göngu hinn 11. júlí síðastliðinn. 29.7.2012 10:21
Uppreisnarmenn biðja um aðstoð Stórsókn stjórnarhermanna gegn uppreisnarmönnum í borginni Aleppo í Sýrlandi stendur enn yfir. Þungavopnum og orrustuþyrlum hefur verið beitt af hálfu sýrlenska hersins en nú hafa borist fregnir af því að vopnabirgðir uppreisnarmanna séu af skornum skammti. 29.7.2012 09:22
Sýknaður af ákæru fyrir að segja brandara á Twitter Hæstiréttur í Bretlandi sýknaði í gær mann fyrir að segja brandara á Twitter. Málið hefur vakið mikla athygli og verið eitt umdeildasta mál dómsmál síðari ára í landinu. 28.7.2012 19:48
Olíuóöld en ekki arabískt vor Sýrland er nú í brennidepli vegna uppreisnarástands sem þar ríkir og hefur kostað rúmlega tuttugu þúsund manns lífið. Sýrlendingurinn Bashar Mustafa sagði Jóni Sigurði Eyjólfssyni blaðamanni, þegar þeir hittust á Spáni fyrir skömmu, að átökin hefðu ekkert með arabíska vorið að gera heldur sé þetta eitt olíustríðið enn. Hann segir lausnina ekki felast í því að koma forsetanum frá heldur að fá Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir til að hætta að styrkja hryðjuverkamenn sem herja á Sýrlendinga. 28.7.2012 19:55
Hörð átök í Aleppo í dag Hörð átök brutust út í borginni Aleppo í Sýrlandi í dag. Stjórnarhermenn og uppreisnarmenn berjast um yfirráð í borginni en andspyrnumenn hafa hertekið stór svæði hennar. Sameinuðu Þjóðirnar og helstu þjóðarleiðtogar óttast mikið mannfall. 28.7.2012 18:46
Sumarhátíð gothara í Hollandi Gestur á hátíðinni Sumarmyrkur í Utrecht í Hollandi stillti sér upp fyrir myndatöku í dag. Hátíðin er stærsta gothara hátíð landsins. 28.7.2012 16:58
Biður hakkara um aðstoð Yfirmaður Öryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) fékk þá nýstárlegum hugmynd að biðja hakkara að hjálpa sér að tryggja öryggi á internetinu. Hann var boðinn á ráðstefnu hakkara þar sem hann hélt ræðu. 28.7.2012 16:45
Holmes var í meðferð hjá geðlækni Talið er að maðurinn sem grunaður er um að hafa staðið að baki fjöldamorðinu í Colorado í síðustu viku hafi verið undir eftirliti geðlækna. Maðurinn, James Holmes, var doktorsnemi í taugaskurðlæknum. En samhliða náminu var hann sjúklingur sálfræðikennara við sama háskóla og hann stundaði nám við. Er talið að Holmes hafi verið geðhvarfasjúkur. Áður hafði verið greint frá því að Holmes hafi sent nákvæmar upplýsingar um fjöldamorðið til kennarans. Ekki er vitað hvort að pakkinn hafi komist til skila. Holmes er sakaður um að hafa skotið tólf til bana í kvikmyndahúsi í bænum Aurora í Colorado, 20. júlí síðastliðinn. Alls særðust 58 í skotárásinni, af þeim liggja ellefu enn á spítala, þarf af fimm í lífshættu. 28.7.2012 10:04
Voðaverk framin í skjóli aðgerðaleysis „Að mínu mati er það einungis tímaspursmál hvenær ríkisstjórn sem beitir svona öflugum hernaðarmætti og hemjulausu ofbeldi gegn almenningi fellur,“ sagði norski herforinginn Robert Mood við fréttastofuna Reuters. 28.7.2012 00:30
Tveir látnir eftir fárviðri í New York Að minnsta kosti tveir létu lífið í miklu fárviðri í New York, Ohio og Pennsylvaníu í dag. Þá er talið að um 100 þúsund manns hafi verið án rafmagns í kjölfar veðurofsans. 27.7.2012 23:30
Breskur ráðherra slapp með skrekkinn Mikið hefur verið rætt um aðdraganda og skipulag Ólympíuleikanna í Lundúnum. Menningarmálaráðherra Bretlands tókst þó að forðast óhapp þegar hann hringdi inn leikana í dag. 27.7.2012 22:45
Elísabet drottning kom í fallhlíf Elísabet II Bretlandsdrottning stökk úr þyrlu og lenti á Ólympíuleikvanginum í London í kvöld. Það var sjálfur James Bond sem sótti drottninguna á þrylu í Buckinghamhöll. Eða svoleiðis leit það að minnsta kosti út fyrir áhorfendum. Daniel Craig, sem leikur hefur Bond í síðustu myndum, sótti hana í höllina og saman flugu þau í gegnum borgina. Svo stukku þau bæði út, en það var þó ekki alveg þannig þar sem vanir fallhífastökkvarar hafa tekið það að sér. Drottningin mætti svo spræk og settist niður ásamt eiginmanni sínum Filippusi Prins. Því næst söng barnakór þjóðsöng Breta. Setningahátíðin er enn í gangi og má segja að allt sé að ganga upp enda kostaði hún 27 milljónir punda. Síðar í kvöld munu keppendurnir ganga inn á leikvanginn. Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari, er fánaberi Íslands á leikunum. 27.7.2012 21:04
Fékk of mikið af sígarettum Starfsmenn dýragarðs í Indónesíu neyddust til að flytja órangúta til að forða honum frá gestum sem voru stöðugt að gefa honum sígarettur. 27.7.2012 20:55
Hliðin að Ólympíusvæðinu opnuð Hliðin að Ólympíugarðinum standa nú opin. Fólk er tekið að streyma inn á svæðið og bíða margir í ofvæni eftir að sjá setningarathöfn leikanna. 27.7.2012 16:33
Allt stopp í Lundúnum Miklar tafir hafa orðið á umferð í Lundúnum í dag. Leigubílstjórar mótmæla því að fá ekki að nota sérstakar akreinar sem ætlaðar eru fjölmiðlafólki, íþróttamönnum og embættismönnum. 27.7.2012 15:45
Romney viðstaddur setningarathöfnina Forsetaframbjóðandi Repúblikana, Mitt Romney, verður viðstaddur setningarathöfn Ólympíuleikanna í Lundúnum í kvöld. 27.7.2012 14:07
Ólympíueldurinn lýkur ferðalagi sínu Ólympíueldurinn lauk í dag 12 þúsund kílómetra löngu ferðalagi sínu um Bretland. Þúsundir fylgdust með þegar kyndillinn var fluttur upp Thames ánna í Lundúnum. 27.7.2012 13:29
Nútíma popptónlist er einsleit, hávær og ófrumleg Spænskir rannsakendur hafa loks staðfest það sem mörgum, ef ekki öllu, hefur grunað lengi: popptónlist er yfir heildina litið háværari en eldri tónlist og margfalt einfaldari. 27.7.2012 11:57