Erlent

Sumarhátíð gothara í Hollandi

BBI skrifar
Gestur á hátíðinni.
Gestur á hátíðinni. Mynd/AFP
Gestur á hátíðinni Sumarmyrkur í Utrecht í Hollandi stillti sér upp fyrir myndatöku í dag. Hátíðin er stærsta gothara hátíð landsins.

Utrecht er háskólaborg en miðbærinn er gamall og fullur af gotneskum byggingum eins og dómkirkjunni. Á hverju ári fer þar fram hátíð fyrir gothara þar sem fram kemur fjöldi hljómsveita og fölir menn í svörtum fötum og konur með rosalega bauga fylla skyndilega allar götur.

Stúlkan sem hér gælir við linsuna er klædd eins og Wednesday Friday Addams úr Addams fjölskyldunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×